Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

30.11.2005 16:49

Grautur

Í gærkvöldi fékk ég graut að borða, og var voðalega ánægður með það. Ég fékk heilar fjórar barnateskeiðar af graut og smjattaði vel af honum. Mömmu fannst ég ekki vera farinn að fá nóg með eingöngu mjólkinni. Ég er nefnilega orðinn svo gráðugur þegar ég fæ mér mjólk að ég á það til að gleypa hana alla í mig í einu hvelli eingöngu til að hún gúlpist upp úr mér stuttu seinna og ég verðandi svangur eftir smá stund. Enda var ég mjög svo sæll og glaður í gærkvöldi þegar ég var búinn að fá grautinn minn, og svo vel og lengi í nótt. En nýjasta svefnmynstrið mitt er að ég sofna um og uppúr miðnætti og sef til svona átta eða hálf níu. Vonandi að þetta svefnmynstur haldist bara hjá mér.

Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29543
Samtals gestir: 9995
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13

Eldra efni

Tenglar