Mér virðist liggja þessi reiðinar bísn á að verða stór, því ég er alltaf að sperra mig eitthvað hingað og þangað. Til að mynda er ég ánægðastur ef ég fæ að sitja eða að standa, mesta frúttið er auðvitað að fá að standa :-)
Annars er það helst af mér að frétta að ég hef tekið þá ákvörðun að fara að velta mér! Og hóst sú fyrsta veltiferð í dag og fór ég útaf leikteppinu mínu. Hendin er að vísu fyrir mér þannig að þegar ég sveifla fótunum og næ nógu góðri sveiflu til að komast upp á hliðina, en ég verð ábyggilega fljótur að uppgvöta hvernig ég kemst fram hjá henni.
Svo á morgun fer ég á morgun til ofnæmislæknisins og í 3ja mánaðaskoðun og mína fyrstu sprautu. En meira um það á morgun.