Þá er fyrsta sprautan mín búin og stóð ég mig mjög svo vel, eða bara alveg eins og hetja eins og mamma og pabbi sögðu. Ég var nú reyndar búinn að fá smá æfingu því að ég fór til ofnæmislæknis fyrr um morguninn og kroppaði hann í mig 8 sinnum til að athuga með bráðaofnæmi fyrir prótíni. Kom það í ljós að ég er ekki með bráðaofnæmi, heldur bara óþol sem er miklu betra því það eldist yfirleitt af krökkum. Ég tók ekki eftir neinu þegar læknirinn var að kroppa í mig, og kvartaði ekki neitt fyrr en hann þurkaði dropana af hendinni minni í lok prófsins.
Svo seinni partinn í gær fór ég í 3ja mánaðaskoðunina og er orðinn 6520 gr og 60,5 cm. Hefur aðeins hægst á mér - ég beygði aðeins út af kúrfunni minni - og vildi hjúkrunarfræðingurinn að ég kæmi í 4ra mánaða skoðun líka því henni fannst aðeins og langt í 5 mánaða skoðunina. Talaði hún og læknirinn um að það hefði sennilega bara hægst á mér svona vegna vesenisins með mjólkina. En að öðru leiti var ég bara mjög svo flottur strákur og allir ánægðir í alla staði með mig.
Í auku krækti ég mér í ælupest í gær og kastaði vel upp, en hún var búin um kvöldmat og svaf ég í um 10 tíma í nótt í staðinn. Var alveg uppgefinn eftir allt erfiðið í gær.
Helstu fréttir annars eru þær að ég er kominn með vegabréf og er því orðinn gjaldgengur fyrir ferðalög. Passinn minn gildir sko í heil fimm ár, það finnst mömmu og pabba algjör brandari!!