Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
02.01.2006 20:03Gleðilegt nýtt árÞá er víst árið 2006 hafið! Hjómar ansi stórt ... alla vegna að mínu mati. Vonandi hafið þitt átt góð jól og að áramótin hafi gengið friðsamlega um garð hjá ykkur. Við mamma og pabbi lentum í gærkvöldi og var ég rétt kominn heim um miðnætti og var strax drifinn í náttföt og að fékk pelann minn til að reyna að sofna því að flugið heim var ekki eins þægilegt og flugið út. En á leiðinni út var ég algjör engill og svaf alla leiðina nema að ég vaknað aðeins til að fá mér að borða og spjalla. En aftur á móti á leiðinni heim vaknaði ég á flugvellinum alveg glorsoltinn og var vakandi þangað til um 20 mínútum fyrir lendingu. Grét ég mest allt flugið og vorum við víst fjölskyldan sem allir vonast til að sitja ekki nálægt í vélinni ..... Eins og að gráturinn í vélinni hafi ekki verið nóg ældi ég yfir mömmu svo að bolurinn hennar var alveg rennandi blautur svo að sem betur fer var mamma í öðrum bol undir svo að hún þurfti ekki að sitja blaut alla leiðina heim. Svo þegar ég róaðist fékk ég smá ferskjumauk sem ég var mjög ánægður með. En þegar ég var ekki sáttur lengur spíti ég öllum grautnum sem ég var með í munninum út úr mér og lenti slatti af því í hárinu á stráknum sem sat fyrir framan okkur!! Ég upplifði mín fyrstu áramót í Danmörku, en tók nú reyndar ekki mikinn þátt í því húllumhæji því að ég grét mest allt kvöldið og tóku mamma og pabbi vaktaskipti með mér inni í herbergi frá klukkan 6 og til 1 eftir miðnætti þegar ég lognaðist út af. En það var mjög gaman að hitta afa og ömmu og alla frændur mína í Danmörku. Þetta var í fyrsta skipti í 11 ár sem pabbi og bræðurinar hans fimm voru allir á sama stað svo að það var mikið fjör. Mamma var líka að hitta Martin bróðir hans pabba í fyrsta skiptið, og hann var með nýju kærustuna sína líka en hún verður í Grænlandi í 8 vikur við að kenna en hún er að læra að vera kennari. Og við ætlum kannski að reyna að fara að heimsækja þau í langa helgi næsta haust. Það ætti nú að vera mjög gaman því okkur öllum langar að fara til Grænlands. Núna 12. febrúar er Martin að fara til Íraks og verður hann þar í 6 mánuði. Vonandi líður sá tími hratt og hann verður kominn heill heim áður en við vitum af. Það að vita að hann sé að fara þangað niðureftir flutti stríðið þó nokkuð nær okkur öllu. Kannski ekki beint mér þar sem ég skil ekki alveg hvað er í gangi en ég heyrði mömmu og pabba tala um það! Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is