Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

20.01.2006 20:45

4ra mánaða skoðun og krílahittingur

Í dag fór ég í 4ra mánaðaskoðun og er ég orðinn 63,5 cm langur og 6780 gr. Hef ekki þyngst alveg nógu mikið á þessum mánuði en það gæti aðallega verið vegna þess að ég var lasinn í viku. En ég ætla að reyna að bæta mér það upp, og byrjaði bara strax í dag. Át heila skál af hafragraut með sveskjum og svo tvær krukkur af mat í kvöldmat.

Svo seinni partinn fór ég og mamma í krílahitting að hitta alla krakkana og mömmurnar auðvitað líka. Var mjög gaman en við ég nánast rak mömmu út því ég var orðinn svo svangur á hávær að það var varla hægt að tala saman fyrir mér.

Mamma er búin að setja inn myndir af hittingnum og svo nokkrar janúar myndir í viðbót.

Flettingar í dag: 409
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 41
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 66036
Samtals gestir: 15228
Tölur uppfærðar: 25.8.2025 13:57:56

Eldra efni

Tenglar