Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

23.01.2006 15:10

Helgaruppfærsla :-)

Á laugardaginn fór ég í annan sundtímann minn og skemmti mér mjög svo vel. Var reyndar ekki alveg að vilja gera æfingarnar sem við áttum að vera að gera svo ég kvartaði sáran. Svo talaði mamma við Ólaf Þór sundkennara og hann sýndi henni hvernig á að dýfa mér í kaf, þá kvartaði ég svo sannarlega hátt og mikið!! Þóttist vera mjör svo reiður en ætli þetta sé ekki mest megnis leikaraskapur. Mamma dýfði mér svo tvisvar í viðbót í kaf og varð þ að nú betra í seinasta skiptið þó svo ég hafi kvartað hátt og mikið.

Núna er ég farinn að sofna sjálfur og var nú ekki sáttur við það á laugardagskvöldið og ekki var ég sáttari í gær þegar kom að því að sofna. En það tók mig bara um 30 mínútur að sofna og svaf ég alveg í einum dúr frá 9 í gærkvöldi og til 7:30 í morgun.

Og svo það sem við mamma vorum ánægðust með var við fórum út að labba í morgun með Heiðu og Elís Mána. Ohh hvað það var gott að fara út að labba. Svo er ég núna að lúlla úti í vagni í fyrsta skipti sem ég sef úti án þess að vera labbandi og mér virðist bara líka það mjög vel.

Svo á hún amma Sigrún afmæli í dag :-)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AMMA

Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29543
Samtals gestir: 9995
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13

Eldra efni

Tenglar