Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

11.02.2006 08:23

Tönslur og fleira spennandi

Góðan daginn allir, það er víst kominn tími til að uppfæra síðuna mína. Við mamma höfum ekki staðið okkur nógu vel í því þessa dagana!

Það er sko meira en nóg bú að vera að gerast hérna, Ási langafi og Ásta langamma komu frá Akureyri og hitti ég þau í fyrsta skipti, það var voðalega gaman. Því miður gátu þau ekki stoppað lengi því þau voru að fara til Keflavíkur og ég var að fara í sundtíma. En síðan þá er ég búinn að hitta þau nokkru sinnum og auðvitað voru teknar myndir af mér með þeim. Þau vara nú heim til sín í dag svo að það verður einhver tími áður en ég hitti þau aftur, en vonandi ekki of langur.

Hann pabbi minn skrapp svo í vinnuferð til Parísar og kom heim á fimmtudaginn, ég saknaði hans alveg ógurlega en var svo þreyttur þegar við mamma fórum að sækja hann á fimmtudaginn að ég gat bara ekki heilsað honum - það varð bara að bíða betri tíma.

Ég er búinn að vera nokkuð fjörugur á næturnar undanfarið, og hef verðið að vakna klukkan 2, 4 og svo farið bara á fætur klukkan 6:15 hvort sem aðrir eru tilbúnir til þess eða ekki. Hef ég helst bara viljað spjalla og hafa gaman en mamma og pabbi eru víst ekki á þeim buxunum að leifa mér að spjalla bara við sig á næturnar!!
Það finnst mér voðalega skrítið!!!!
En mamma og pabbi vonast til þess að ég fari nú að fara aftur í mitt gamla mynstur og sofi frá 9 - 7:30, við verðum bara að bíða og sjá hvort að ég geri það eða ekki.

Svo er ég að fara að eignast nýjan vin eða vinkonu í ár. En það er ennþá leyndarmál svo það kemur bara í ljós hvenær og hvar seinna meir. En ég er annars voðalega spenntur.

Og svo flottustu fréttirnar eru þær að í gær fundust tvær tennur í neðri gómi hjá mér. Var nefnilega voðalega skrítið að það var bara algjör slefdettifoss hjá mér en svo allt í einu var eins og það væri skrúfað fyrir krana og hef ég varla þurft slefsmekk síðan þá! Þær eru  nú ekki komnar langt enn sem komið er enn það finnst fyrir þeim og glittir í hvítt í gómnum mínum.
Mamma og pabbi eru auðvitað alveg að springa úr stolti yfir þessum nýja áfanga mínum.

Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29543
Samtals gestir: 9995
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13

Eldra efni

Tenglar