Hann Martin frændi er að fara til Íraks á morgun á vegum danska hersins og vil ég, ásamt mömmu og pabba, óska honum góðrar ferðar þangað niður eftir. En vonandi verða þessir 6 mánuðir sem hann á að vera þar fljótir að líða.
Svo voru mamma og pabbi að fá fréttir um það að ég sé að fá lítinn frænda ... eða við höldum að þetta sé lítill frændi ... en hún Stine konan hans Martins á að eiga í byrjun október og erum við ógurlega spennt fyrir því. Það verður gaman að fá lítinn frænda. Svo eru þau að öllum líkindum að fara til Grænlands í nokkra mánuði og ætlum við að reyna að heimsækja þau þangað. Og verður gaman að hitta Martin frænda og Stine frænku ásamt litla frænda og að fá að sjá Grænland í bónus.