Það var víst komið af hittingnum hjá okkur núna í febrúar og var voðalega gaman hjá okkur. Erum við nú orðin ekkert smá stór og flott lítil kríli.
Ég var nú svolítið úldinn því að ég hafði ekki sofið áður en ég fór í hittinginn og var með smá læti en náði svo að sofna í smá stund. Við vorum orðin vel spræk og farin að hreyfa okkur tiltölulega mikið svo það var nokkuð um veltinga hingað og þangað.
Annars er mamma búin að setja inn myndir bæði úr hittingnum og frá janúar og febrúar.