Þetta bara gengur ekki hjá okkur mömmu lengur!!! Við verðum að taka okkur betur á með bloggið.
Við erum voðalega dugleg því við erum líka farin að labba um helgar með Elís Mána og Heiðu mömmu hans - eru einmitt sætar labbimyndir af okkur í albúminu mínu. En mamma og Heiða eru víst eitthvað að velta því fyrir sér að stækka hringinn og labba bara lengra! Okkur Elís Mána er svo sem alveg sama með það, enda eru þær orðnar svo fljótar með hringinn að það er bara betra fyrir okkur því að þá fáum við að vera lengur úti.
Ég ákvað að dagurinn í dag væri hentugur til að fara að rúlla mér af bakinu og yfir á maga. Og var það bara svona ægilega gaman að ég ákvað að skella mér bara aftur yfir á bakið!! Dundaði ég mér við þetta í um 30 mínútur og máttu ekkert vera að því að fá mér hádegismat.
Pabbi fór til París í morgun en hann ætlar sem betur fer að reyna að koma heim sem fyrst. Halló pabbi!