Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
23.03.2006 09:166 mánaða gamallÞá er ég búinn að ná þeim merka áfanga að verða 6 mánaða gamall og það í dag. Þýðir þetta víst að nú er styttra í að ég verði 1árs en síðan ég fæddist. Ég fer nú ekki í 6 mánaða skoðunn fyrr en á miðvikudaginn svo að þið verðir bara að bíða spennt eins og mamma og pabbi eftir nýjustu tölunum mínum. Svo var haldinn krílahittingur í gær og erum við ekkert smá orðin stór og flott kríli. Það var ekkert smá gaman að hitta ykkur öll aftur þó svo að það vantaði 3 kríli. Það var sko fjör og læti hjá okkur öllu. Mamma tók nokkrar myndir og á hún eftir að setja þær inn á netið. Það gerist eflaust ekki fyrr en í næstu viku því að hún fer í lokapróf á sunnudaginn og á víst eftir að læra alveg heilan helling. Svo að ég er að reyna að vera extra góður þessa dagana til þess að hún hafi smá frið. Mamma komst einnig að því að hún og mabbi eru ekki þau einu sem eru í veseni með svefninn hjá krílinu þeirra. Og eins og þetta er víst leiðinlegur business að þá var mamma "ánægð" að heyra að einhver gat skilið hvað hún var að tala um. Þau eru meira að segja búin að fá svo mikinn leiða á þessu næturbrölti á mér að þau eru búin að pannta tíma hjá svefnráðgjafa og förum við víst öll í viðtal á þriðjudaginn. Ekkert bólar enn á tönnunum mínum í efri gómi, en ég er búinn að vera svo stokkbólginn í nokkrar vikur núna að allir hafa haldið að tennurnar séu á næsta leit. En vonandi fara þær nú að koma því ég er svo gífurlega pirraður í gómnum mínum En það mest spennandi þessa dagana er að ég er búinn að læra að sitja. Sit ekki alveg öruggur alltaf og á það til að detta til hliðar eða aftur fyrir mig en mér hefur farið mjög svo fram síðan á mánudaginn. Svo að núna mun ég hafa eitthvað til að sína ömmu og afa þegar þau koma heim frá Kúbu í nætsu viku. Þá get ég sko verið montinn ... Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is