Nú var ég að koma heim úr sjöunda sundtímanum mínum og gekk allt bara rosalega vel. Fór þó nokkuð oft í kaf og argaði og gargaði bara tvisvar sem er mikil framför fyrir mig. Svanhvít sagði svo við mig að núna mætti ég mæta í framhaldstímann sem er á sunnudagsmorgnum og hentar sá tími okkur miklu betur heldur en klukkan 3 á laugardögum. Ég er alveg voðalega spenntur fyrir því að fara í framhaldstímann. Svo hitti ég hana Hildi Völu ofan í lauginni, en hún og mamma hennar eru með okkur í septemberhópnum, og spjölluðum við aðeins saman. Hún mun líka fara í framhaldstímann næsta sunnudag svo það verður jú voðalega gott að hafa vin með sér yfir svona svo að ég þekki einhvern í lauginni. Annars saknaði ég nú hans Davíðs Goða í sundi er alltaf voðalega tómlegt þegar hann mætir ekki.
Það sem er annað í fréttum er það að það virðist sem að hægri efri tönnin sé að brjótast í gegn, því ég er jú all verulega hvítur í gómnum og finnst hart undir en hún hefur ekki enn skotið sér í gegn. Kannski það gerist núna bara á allra næstu dögum. Það verður voðalega gott þegar hún kemur sér loksins niður því að efri framtennurnar eru búinar að pirra mig svo voðalega mikið undanfarið.