Mér lá svo mikið á áðan að óska okkur Davíð Goða til hamingju með daginn að ég gleymdi að segja ykkur frá sundinu mínu.
En ég fór í fyrsta tímann minn í framhaldsnámskeiðinu og var alveg gífurlega gaman. Og samkvæmt mömmu og pabba var ég ekkert smá duglegur, stóð mig alveg eins og hetja. En ég kafaði og kafaði í dag og örskraði bara einu sinni hátt - var reyndar ósáttur einu sinni. Í dag lærðum við að passa okkur að detta ekki útí laugina. Fengum önd til að skoða af bakkanum en öndin var í lauginni svo að þegar við teygðum okkur í hana duttum við út í. Ég datt nokkrum sinnum út í en svo þegar ég fattaði þetta varð ég svolítið svekktur því að ég vildi ná í öndina en vildi ekki detta út í laugina. Svo að ég svo sannarlega lærði eitthvað nýtt í dag.