Nú er ég sko orðinn stór strákur! Mamma var að breyta herbergjunum sem við erum með og er ég kominn núna með mitt eigið herbergi og sef í innra herberginu og mamma og pabbi í því fremra. Var ég voðalega ánægður með herbergið og leið mjög vel. Ég meira að segja kvartaði ekki þegar verið var að tannbursta mig sem er í fyrsta skipti núna í rúman mánuð, og ekki nóg með það heldur sofnaði ég bara sjálfur í rúminu mínu en það er komið á nýjan stað í herberginu.
Við mamma ætlum svo að skreyta örlítið meira, núna er ég með sæta gula bangsa á öðrum veggnum en á hinn veggin ætlum við að setja Nemó myndir, finna fatasnaga handa mér því að apinn minn sem passar slefsmekkina mína á það til að detta þegar búið er að hengja fötin mín líka á hann. Og svo það síðasta sem við ætlum að verða mér út um er hengi fyrir tuskudýrin mín. Og þá er ég voðalega vel settur.
Núna þarf ég bara að bjóða strákunum í heimsókn til að leika :-)