Það er jú sunnudaguri í dag svo að þá eru hinir geisilega spennandi sundtímar hjá mér. Mæti ég klukkan 9:45 og finnst alveg æðislega gamann. Orðinn voðalega brattur og duglegur að kafa. Og svo gott sem hættur að kvarta, ég öskra í það minnsta ekki lengur. Fannst Óla sundkennara ég vera orðinn svo duglegur að ný þyrfti að fara að kenna mér "já" og "nei" hvað varðar að sitja á kanntinum og koma út í laugina. Ég sit nefnilega núna og fikra mig hægt og rólega nær og er svo augljóslega búinn að ákveðja mig löngur áður en ég fer útí að ég ætla að dýfa mér.
En svo gerði ég nokkuð óó í sundi í dag! Og hafi nú ekki mikið fyrir því, heldur kúkaði ég bara í laugina. Var því tekinn upp úr og þrifinn, einungis til að koma aftur ofan í og kúka svo upp á nýtt í lok tímanns