Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
23.05.2006 07:568 mánaða töffari: ætli eitthvað sé í gangi og fyrsta óóiðNú er ég víst orðinn átta mánaða, jæja ekki alveg ... verið víst ekki átta mánaða fyrr en rétt fyrir hálf sjö í kvöld en það er svo sem ekkert nema aukaatriði . Það er mikill spenningur hérna heima fyrir næstu skoðun hjá mér, en hún verður á föstudaginn. Mamma og pabbi eru að giska á að ég sé 10 kg og 72 cm. Núna bíðum við bara og sjáum hvort að þau hafi rétt fyrir sér! Ég er orðinn voðalega duglegur að dunda mér á gólfinu, fékk gömlu trépúslin hennar mömmu og gamlann tré vagn með trékubbum á og skemmti mér alveg gífurlega vel með það allt saman. Reyndar er snuddubandið mitt alltaf mjög svo spennandi hlutur. En mottan mín er það all mesta skemmtun, og veit ég fátt betra en að rífa hana alla í sundur dreifa út um allt gólf, en hún er jú líka fín til nögunnar! Það er jú spurning, er ég alla vegna farinn að gera mig mjög svo tilbúinn til að fara á ferð. Mikið er velt fyri sér núna hvort að ég ætli að skíða eftir allt saman. En eyði ég orðið miklum hluta af deginum uppi á tánum, en það skapar stundum þónokkrum pirring því að ég kemst svo ekkert áfram og er ég alls ekki sáttur við það. Finnst auðvitað að ég eigi að komast allt sem ég vill. Ég geri það nú reyndar, en það er í formi rúlli, og kemst hratt og flótt yfir þannig. En í gær var hún mamma með mér á gólfinu að leika við mig og lá hún á hliðinni, var ég ekki að fúsa mér við að rúlla mér að henni og tosaði mig upp á hnéin og svo alla leið upp á tær. Stóð reyndar mjög völtum fótum og datt svo á bottninn. Varð svo ekkert meira úr þessum uppstigum hjá mér í gær. Svo þegar ég vaknaði í morgun og var kominn upp í mömmu og pabba rúm, varð ég auðvitað að gera þetta allt saman upp á nýtt og stóð voðalega montinn í aðeins lengur tíma en í gær og datt svo hlægjandi til hliðar. Svo kom fyrsta óóið mitt í gær. Var að standa og var verið að laga buxurnar mínar, en ég var svo fljótur að snúa upp á mig að ég datt aftur fyrir mig og datt beint á hnakkann. En það var fjótt að lagast þegar hann Lúlli-nn minn kom og bjargaði málunum. Lúlli bangsi er alltaf góður við mig. Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 638 Gestir í dag: 208 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29393 Samtals gestir: 9953 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is