Jæja þá er víst komið að því að ég farið á leikskóla en ég mun byrja í aðlögun á þriðjudaginn í næstu viku eða 6. júní. En ég mun vera á leikskólanum Sólgarði og vonandi mun ég geta verið á sömu deild og Valur sem með mér í septemberhóp. Annars verða fleiri upplýsingar um leikskólaupplifunina mína í næstu viku.
Annars gleymdum við að segja frá skoðuninni minni sem fór mjög vel. Vikta ég núna 9420 gröm og mældist 70,5 cm en hjúkrunarfræðingurinn sagði við mömmu og pabba að þau mættu bæta viðsvona 1 -1,5 cm við þar sem ég algjörlega neitaði að hafa háls. Þ.e. að ég setti alltaf magann niður á nafla ...