Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

07.06.2006 20:37

Fyrsta slysið

Ég varð fyrir smá slysi í dag!

En það var nú þannig að hún mamma setti mig niður á gólf við hurðina inn í forstofu og snéri sér við til að fara í jakka. Var hún varla komin í jakkann þegar hún heyrði mig öskra. Hafði ég rúllað mér í gegnum alla forstofuna og að útidyrahurðinni sem var opin, vorum að bíða eftir að við værum sótt, og skall niður með muninn á þröskuldinn. Brá henni mömmu heldur mikið því það rann víst nokkuð blóð út úr munninum mínum og voru öskrin mín eftir því ....  Þegar mamma var búin að hugga mig og amma að sækja okkur keyrðum við til tannlæknisins míns til að fá hann til að kíkja upp í mig og athuga hvort að ekki liti út fyrir að vera í lagi með tennurnar mínar. Sem honum sýndist nú vera. Hann að vísu lét hana mömmu fylla út pappíra varðandi áverkavottorð sem verður svo sent til Trygginarstofnunar uppá ef að þetta hefur einhver áhrif á tennurnar mínar, en svona högg geta víst líka haft áhrif á fullorðinstennurna.

Annars er ég mjög góður núna og virðist ekkert meiða mig í bólgnu vörinni því ég spila og syng á fullu með að nudda hendinni yfir munninn minn. Og mér finnst bólgan alveg voðalega fyndin, er alltaf að reka tunguna út úr til að finna hana

Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29543
Samtals gestir: 9995
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13

Eldra efni

Tenglar