Það helsta að frétta núna er að það er voðalega gaman á leikskólanum og og ég voða duglegur að leika mér yfir daginn og svo að borða þar. Í dag var ég í fyrsta skipti til klukkan 14 og fékk mér því lúr á leikskólanum. Ég er á voðalega fínni aðlögunnar deild sem kallast Stubbakot á Sólgarði en þar verðum við flest 9 í einu. Og eru þær Íris, Erla og Ingibjörg alveg æðislegar. En svo komumst við mamma að því að ég muni verða putalingur því að þegar ég er búinn í aðlögun mun ég fara á Putaland en þar verður hann Valur septembervinur minn líka.
Svo settist ég bara aftur upp í dag, voðalega góður með mig. Er þetta því í 4ra skipti á 10 dögum sem ég geri það svo að það er von um að ég fari að setjast bara að staðaldri bráðum. Einnig er ég líka alltaf að reyna að skríða og fer upp á fjórar og hendi mér svo fram, hefur það endað með nokkum andlistlendingum á flísunum, en ég kemst þó aðeins áfram.
Í dag þegar ég var búinn á leikskólanum fór ég í heimsókn til afa í vinnunni og knúsaði skrifborðið hans svo að ég fæ eflaust smá mar á ennið mitt.
Endilega munið eftir gestabókinni minni