Ég átti svolítið bátt í gærkvöldi og í alla nótt að ég og mamma og pabbi sváfum ekki voðalega mikið. Það þurfti meira að segja að ganga um gólf með mig tvisvar svo að ég næði að sofna, og endaði ég með tvo stíla. En sem betur fer var enginn hiti, bara einhverjar magakvalir. Núna er ég með nokkuð kvef og mjög svo rennandi nef. Svo að ég fékk að vera heima í dag og pabbi er líka heima að hugsa um mig svo að mamma geti klárað lokaprófið sitt í dag. Það gengur sko á miklu hjá okkur þessa dagana!
Annars eru þær fréttir að núna finnst mér voðalega gaman að setjast endalaust upp og er búinn að gera það nokkrum sinnum í morgun og lítur yfirleitt út eins og ég hafi ekki gert neitt annað.