Það vall svo mikið úr auganu mínu í gær að mamma og pabbi fóru með mig upp á heilsugæslu og gaf læknirinn mér sýklalyf í augað til að hreynsa upp sýkinguna og virðist það virka mjög svo vel því að augað er strax miklu betra.
Svo var ég að sýna mömmu að ég get alveg skriðið ... eða það er meira svona toga mig áfram. Svo að þetta hefur verið mjög mikil vika því að læra á súpukönnu, að sitja, standa og núna að skríða. Eins gott að gera þetta bara allt saman í einu ...
GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG