Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

05.07.2006 13:38

Er að verða sáttari

Síðasta vika var ekki sú auðveldasta á leikskólanum hjá mér en ég var heima á föstudag vegna þess að ég fékk hita á fimmtudagskvöldi og fóru mamma og pabbi með mig til læknisins á föstudag og var ég kominn með vökva í hægra eyrað mitt og fékk ég því sýklalyf. Og er ég strax orðinn miklu betri og var þar af leyðandi leikskólinn miklu auðveldari þessa vikuna, en ég er nú samt ekki alveg sáttur og er að reyna að stjórnast eitthvað en ég verð samt betri og betri með hverjum deginum.

En ég vill nú samt láta hlutina vera eins og ég vill svo að þegar mamma fer á morgnanna öskra ég nú svolítið mikið og hef meira að segja verið í fullum gír þegar Valur vinur minn kemur á deildina. En í gær var ég voðalega góður og sat og var að leika mér sem er mikil framför því ég var alltaf bara að henda dótinu, en þegar ég heyrði í mömmu - áður en ég sá hana - fór ég að kvartast eitthvað en það gekk allt saman upp og var ég alveg skælborsandi.

Í gærkvöldi fór mamma út með hinum septembermömmunum og skemmtu þær sér voðaleg vel eftir því sem ég heyrði. En þeim var nánast hent út klukkan 11 af Ítalí því starfsfólkinu fannst þær sitja helst til of lengil, en staðurinn er engu að siður opinn til 12 - hentaði bara ekki starfsfólkinu að hafa opið uppi lendur.

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar