08.07.2006 09:19
Loksins er hann pabbi kominn heim en hann átti að koma heim á fimmtudaginn, sama dag og hann fór út. En allt sem gat farið úrskeiðiðs hjá greyið kallinum fór úrskeiðis. Fyrst var svo mikil ókyrrð á leiðinni til París að það var enginn matur borinn fram. Svo þegar hann kom til París "skildi" enginn starfsmaður á flugvellinum ensku og loksins þegar hann komst í rútuna sem átti að flytja hann á milli flugstöðva setting gaurinn hann út á vitlausum stað svo að hann missti af vélinni sinni til Mílanó. Þega hann komst til Mílanó var ferðataskan hans týnd og hún var líka með verkfærunum hans sem hann þurfti til að gera við búnaðinn í Mílanó. Allir starfsmenn voru farnir af skrifstofunni svo að pabbi fór beint á hótelið sem honum hafði verið reddað. Ákvað að pannta sér pizzu en vegna svo mikils þrumuveðurs hrindi pizzarían í hann aftur og sögðust ekki geta komið með hana vegna veðurs, svo að hann pabbi kallinn fór svangur í rúmið. Svo á föstudagsmorgun gekk allt vel og honum tókst að laga það sem laga þurfti og koma sér út á flugvöll. Bara til að fá að vita að það var klukkutíma seinkun á fluginu hans frá Mílanó til París. Þegar til Parísar var komið var flugvélin rétt að koma þegar hún átti að vera að fara og fór því 40 mínútum of seint af stað en fyrir einhvern ótrúlega hátt lenti hún bara 5 mínutum og seint hérna á Íslandi. Svo að hann loksins kom heim til okkar mömmu í nótt og var alveg voðalega gaman að sjá hann í nótt þegar ég vaknaði.