Mamma var að klára að henda inn myndum sem hafa verið teknar núna í júlí svo endilega kíkjið á myndirnar mínar.
Annars fór ég og mamma með Heiðu og Mána niður í bæ því við ætluðum að fara að fylgjast með Blátt Áfram hlaupinu. En þar sem mamma og Heiða eru báðar í Boot Camp og þjálfararnir þeirra voru þeir sem ákváðu að hlaupa 100 km frá Hellu og niður á Hafnarbakkann, ákváðu þær að fara og styðja kappana. Og biðum við eftir þeim við Höfðabakkann og var mikið fjör þegar þeir hlupu í hlaðið og stoppuðu í nokkrar mínútúr. Þegar þeir höfðu hlaupið aftur af stað keyrðum við Máni með mömmum okkar niður í bæ og stoppuðum á Subway í hádegismat og lá leiðin okkar svo niður á Hafnarbakkann en vorum við aðeins og lengi á leiðinni og misstum af því þegar þeir komu þangað niður eftir ... en það var svo sem alveg í lagi því að við hittum þá á Höfðabakkanum.
Þegar hlaupið var búið kíktum við í Kolaportið og svo stoppuðum við á Austurvelli og fengum okkur nesti og epla Trópí. Það var voðalega gaman að stoppa þar og sitja í grasinu. Fengum við Máni að fíflast aðeins en urðum því miður þreyttir of snemma svo að við þurftum að leggja af stað í bílinn um 4 leitið, en ég sofnaði á leiðinni til baka.