Í morgun fór ég í 10 mánaða skoðun og mældist ég 73 cm langur og 9690 gr. Hafði því bara þyngst um rétt tæp 300 grömm. Enda er ég búinn að vera lasinn meira og minna allan júní mánuð. En núna ætla ég að vera duglegur að borða því ég fer í aukaviktun þegar ég er 11 mánaða gamall til að athuga hvort ég sé ekki að koma mér á rétt ról.
Annars fór ég aftur á leikskólann í morgunn og grét bara ekki neitt þegar Agga tók við mér og fór með mig inn á leikskólann, en ég verð bara stutt þar í dag eða frá 11 til 3:30 því hún amma ætlar að sækja mig á eftir og þá ætla ég á smá flakk með henni.