Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

23.07.2006 20:57

10 mánaða töffari

Ég var 10 mánaða í dag og er því orðið voðalega stór
Enda er ég alltaf að sýna fólki hvað ég er stór með því að reisa hendurnar upp í loft í tíma og í ótíma og svo auðvita líka þegar ég er spurður hvað ég er stór.

Mamma var að segja mér að hann Máni vinur minn væri kominn heim úr ferðalaginu sínu og fannst mér það ekki slæmar fréttir, enda hlakkar mig mjög til að hitta hann fljótlega aftur. En Davíð Goði vinur minn fer aftur á móti til útlanda á morgun ef við mamma munum rétt svo að það er eitthver tími þangað til að ég hitti hann aftur.

Á þriðjudaginn er í að fara í smá ferðalag sjálfur, ég er að fara með ömmu og afa upp í sumarbústað og ætla að gista hjá þeim í nokkra daga á meðann pabbi er í vinnunni og mamma að skrifa ritgerðina sína. Það verður eflaust skrítið en alveg ábyggilega voðalega gaman, ég ætla nefnilega að hjálpa afa að mála viðarpallinn. Eins gott að hafa góðann verkstjóra!

Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 30258
Samtals gestir: 10084
Tölur uppfærðar: 24.1.2025 10:07:08

Eldra efni

Tenglar