Það er búið að vera smá flakk á mér undanfarið, en á þriðjudaginn í síðustu viku fór ég með Baldvin afa og Sigrúnu ömmu upp í sumarbústað og var hjá þeim aleinn fram á laugardag þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig. Var ég heima á aðfaranótt sunnudags og fór þá aftur með mömmu og ömmu upp í bústað. Þangað komu líka Ási langafi og Ásta langamma og vorum við öll þar þangað til í gær.
Ég er orðinn voðalega duglegur og geng með öllu og stend mjög auðveldlega þar sem ég vill standa upp. Er líka aðeins farinn að standa einn í labbirnar í smá stund en ekki voðalega mikið. Ég er meira að segja mikið í að sveifla mér í barnastólnum mínum uppi í bústað, en þar næ ég í eftri hutann á stólnum og lyfti voðalega flott upp fótunum og róla mér svo barasta.
Í morgun fór ég með pabba að kaupa reiðhjólakerru og er ég voðalega montinn með hana, enda er ég voðalega flottur í kerrunni með nýja hjálminn minn . Mér finnst alveg voðalega gaman að sitja í kerrunni og það fór greinilega ekki illa um mig því að ég var steinsofandi þegar við pabbi komum heim.