Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

18.08.2006 08:36

Ælupest og stubbarnir

Hæ hó, það er vonandi að þið hafði ekki fengið þessa skæðu ælupest sem við mamma, pabbi og amma fengum. Enda er ég búinn að vera heima síðan á miðvikudag frá leikskólanum og ég sem var að koma til baka úr sumarfríi á síðastliðinn mánudag! En ég er búinn að vera heima með honum pabba og höfum svið skemmt okkur vel en hún mamma er nefnilega farin að vinna - kom reyndar heim lasin úr vinnunni í gærmorgun og ætlar að vera heima með okkur pabba í dag. En góð fréttirnari eru alla vegna þær að mér líður miklu betur og borðaði stórann morgunmat og hefur hann ekki látið sjá sig sem stendur.

Mamma kom með Stubbana heim fyrir mig á þriðjudaginn, en mér finnst þeir alveg ógurlega skemtilegir, og var það sko alveg í tíma því að ég hef fengið að horfa smá á þá á meðan ég hef verið lasinn. Fín afþreying þegar maður er lasinn. Og finnst mér litla barnið í sólinni skemmtilegast og skríki nánast alltaf þegar það kemur.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar