Undan farna daga er ég búinn að vera að æfa mig í að standa sjálfur, og dreif ég mig bara í gær í að fara og taka 2 skref alveg sjálfur. Núna er bara spurning hvort að ég stingi bara af fyrir 1 árs afmælið mitt. Var ég voðalega montinn í gær og auðvitað mamma og pabbi líka
Svo þegar ég var að fara á leikskólann með pabba í morgun, tók ég 1 skref í áttina til hans þegar mamma setti mig niður. Er orðinn svo voðalega duglegur!