Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

29.08.2006 12:00

Sofið út!

Svefninn minn er kominn í svo mikið lag að ég leggst út af án þess að kvarta eitt né neitt og hef ég sofið undanfarna daga þangað til rétt eftir 7! Vá mamma og pabbi voru ekkert smá hissa og það sérstaklega TVO daga í röð. Vonandi er þetta ferli sem er komið til að vera.

En mér finnst kvöldin alltaf svo þægileg, þá fer ég í náttföt um átta leitið og svo ýmist strax á eftir eða um hálf níu sest ég með annað hvort mömmu eða pabba og slappa af kúrandi með Lúlla og sængina mína, svo fæ ég vellinginn og drekk hann frammi, ásamt því að tannbursta mig og kúrast svo aðeins. Svo þegar ég er orðinn nokkuð þreyttur er ég borinn inn og lagður í rúmið mitt. Og þar sofna ég undantekningarlaust án þess að kvarta, þarf ekki einu sinni snudduna alltaf til að sofna. Mamma og pabbi eru ekkert smá stolt af mér, enda er ég orðinn svo duglegur.

Flettingar í dag: 638
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29393
Samtals gestir: 9953
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:37:11

Eldra efni

Tenglar