Núna er ég voðalega spenntur því að hún mamma kláraði MSc gráðuna sína í dag og vonandi hefur lokaprófið hennar bara gengið vel, en það kemur ekki alveg í ljós strax. En við komumst að því í dag að ritgerðin hennar kom mjög út og fékk hún A.
Ég var heima með mömmu í dag því að ég var með 38,5°C í morgun en var orðinn hitalaus þegar ég fór að sofa í kvöld og ef ég verð hitalaus á morgun fæ ég að fara á leikskólann en mér finnst orðið voðalega gaman á leikskólanum. Fer beint að leika mér og kvarta barasta ekki neitt, og svo borða ég svo voðalega vel á leikskólanum að þær spurðu mömmu hvort að ég væri stoppaður heima fyrir því þeim finnst sennilega að ég vorði voðalega mikið .....