Þá er loksins búið að skella inn nýjum myndum af mér og er þar sambland af nóvember og desember.
Svo er ég að verða fulltenntur, á bara tveggja ára jaxlana eftir en vonandi koma þeir nú ekki fyrr en á næsta ári og þá helst seint á næsta ári! Við erum sko alveg búin að fá nóg af þessum 16 tönnum sem ég er búinn að taka, enda hefur tanntakan því miður ekki verið mjög auðveld fyrir mig. 12 desember fannst augntönnin hægra megin í neðrigómi en svo í gær, 16. desember, fannst svo vinstri augntönnin í neðri góm og er ég orðinn vel bitfær.
-------
Pictures have finally been updated to my photo album and is there a combination of November and December pictures.
I have also gotten two new teeth, but have gotten two new ones over the past week and that gives me a grand total of 16 teeth. That means that I only have the two year old molars to come through and hopefully the won't show up till some months down the road!