Ég og mín fjölskylda vildum bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonandi mun nýja árið vera gæfuríkt.
Annars er allt gott að frétta, ég er orðinn vel sprækur og fór meira að segja út að borða Þorláskmessupizzuna sem mér fannst bara þokkalega góð. Ég á hins vegar að klára sýklalyfin mín sem ég geri mjög svo samviskusamlega, enda ætla ég ekki að hætta á að fá lungnabólguna aftur.
---------
I, among my parents, just wanted to wish you all a Merry Christmas and we hope that the New Year will bring you nothing but joy and happiness.
I am doing a lot better, even went out for our annual pizza tonight and enjoyed it quite a lot.