Ég varð svo heppinn að fá litla frænku í morgun. En hún fæddist uppúr 4 ef ég man rétt og var 13,5 merkur og 53 sentimetrar. Mamma hafði barasta næstum því alveg rétt fyrir sér en hún sagði að ég fengi frænku sem væri 13 merkur og 51 sentimeter.
Til hamingju Sóla frænka og Hafsteinn með litlu dömuna.
Bíðum spennt eftir að fá að sjá prinsessuna.