27.04.2007 11:13
Ég er að safna litlum rauðum flekkjum núna, byrjaði í náranum og er að breyðast upp um magann og búkinn. Er einnig búinn að fá nokkrar í höfuðið en sem betur fer pirra þær mig ekki mikið enn sem komið er. Mamma er voðalega dugleg að bera á kroppinn minn og svo klippti hún allar neglurnar mínar í burtu svo ég geti ekki klórað mig. En annars er ég hinn sprækasti, hleyp út um allt með bílana mína. Vonum bara að þetta verði ekki langlíf hlaupabóla.
----
I have begun to collect red spots, they began in my groin and have spread up my back and belly even got on my head. But luckily so far they do not bother me, mom has been really active in putting lotion on my spots and she also trimmed all my nails in the effort that I will not scratch myself. But besides the chicken pox I am doing quite well, running and and playing with my cars. We just hope that it will be over before we know it.