05.03.2008 17:31
Það er heldur betur svona gaman hjá mér á Mánagarði, en ég er ekki á leikskóla þar sem ég tengi hann við gamla leikskólann svo það er engöngu rætt um Mánagarð hér, að ég hreinlega á það til að neita að fara heim á daginn. Gengur svona rosalega vel að fara á leikskólann á morgnanna hjá mér að ég fer bara beinustu leið inn, segi bless við pabba og er svo farinn helst inn á undan honum. Svo þegar mamma kemur að ná í mig þarf ég endalaust að sýna henni dót hér og þar svo að það getur tekið okkur allt að hálftíma að komast út í bíl. En við erum svo sem ekkert að flýta okkur svo það er í góðu lagi fyrst ég er svona ánægður þarna.