06.03.2008 08:26
Sebastían er búin að vera voðalega duglegur á daginn eftir Mánagarð og um helgar að vera bleijulaus heimafyrir og komumst við svona yfirleitt alla leið. En nú er gormurinn búinn að gera sér grein fyrir því að hægt sé að fá að fara framúr á kvöldin þegar maður þarf að pissa! Byrjaði það fjör í gærkvöldi, hann fer jú inn með bleiju enda bara nýbyrjaður í ferlinu en jafnframt þarf líka að pissa í klósettið.
Okkar frekar morgunhressabarn er víst týnt og tröllum gefið, höfum ekki séð hann í um hálfan mánuð en grunar okkur að það sé eingöngu vegna vaxtakipps enda er drengurinn alltaf svangur eða syfjaður þessa dagana. En ekki þarf meira en svo að þykjast ætla að vera á undan í fötin á morgnanna til að ná honum framúr. Rokið í morgunmat og svo á Mánagarð og beint í morgunmat. Og svo er talað mest allan daginn um að honum sé illt í maganum enda alltaf svangur þessa dagana!