23.03.2008 10:17
Vildi bara óska ykkur öllum gleðilegra páska :)
Ég er búinn að finna eggið mitt og ráðast aðeins á það, var víst alveg ótrúlegt hversu heilt það var á eftir. En mamma er búin að taka nammið mitt í burtu, ég var að verða nokkuð ör en í augnablikinu er mér svo sem alveg sama. Var hvort eð er búinn að fá nóg. Mamma tók líka nokkrar myndir af mér til að geta sýnt pabba því að hann er uppi í húsi að vinna í þakinu. Vonandi gengur það vel í dag og að þeir nái að klára.
Annars ætla ég að reyna að fá mömmu til að setja inn myndir af mér í dag. Og líka inn á hússíðuna þar sem við tókum nokkrar þakmyndir í gær.