Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

20.04.2008 11:42

Hjólandi pottormur

Ég skellti mér út í morgun með mömmu og pabba á þríhjólinu mínu og er ég loksins farinn að ná almennilega niður á pedalana. Og hvað haldið þig? Á leiðinni heim, var ég aðeins farinn að stíga í - að vísu niður smá brekkur - og hjóla aðeins sjálfur. Gafst reyndar upp þegar ég kom á slétt en hef engu að síður fundið hvernig þetta allt saman funkerar. Nú er bara að vera duglegur að æfa sig.

Litla systir er enn í bumbunni, en það eru búnir að vera einhverjir samdrættir og sömu bakeymslin og voru nokkrum dögum áður en mamma átti mig svo það er spurning hvort að hún ætli að kíkja aðeins fyrr. En hún er víst orðin fullbökuð þar sem mamma er komin yfir 37 vikur. Svo að núna bíðum við bara spennt eftir henni. Ég meira að segja fékk mömmu til að hjálpa mér að pakka inn pakkanum til hennar svo að ég er alveg tilbúinn fyrir heimsóknina með pabba upp á sjúkrahús.

Einnig er ég alveg orðinn frískur og ætla sko að fara á Mánagarð á morgun, hreinlega get ekki beðið eftir að fara að leika við alla krakkana og fá almennilegan útitíma! En mamma á nokkuð erfitt að vera með mér lengi úti svo það hefur ekki verið mikið um það.

Svefninn hefur heldur betur raskast hjá mér í þessari viku þar sem ég vakna nú enn á svipuðum tíma alltaf en legg mig alltaf um 4 til 5 leytið og sef þá í allt að 2 tíma eða vakna barasta ekki neitt í mat og sef fram undir morgun. En það verður vonandi fljótt að komast aftur í lag þegar ég verð kominn aftur í rútínu.
Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29078
Samtals gestir: 9818
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03

Eldra efni

Tenglar