Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
28.04.2008 10:58Bleijulaus á daginnÉg komst að þeirri niðurstöðu þegar ég var lasinn um daginn að það er bara ekkert gott að vera með bleiju, svo ég lét taka hana af og gekk það svona up og ofan fyrst um sinn en svo í síðustu viku var ég líka bleijulaus á Mánagarði og gekk það svona svakalega vel að ég er núna bara með bleiju í hvíldinni og á nóttunni. Skrifað af Sebastían 24.04.2008 13:01Gleðilegt sumarVildi bara stoppa stutt við og segja Gleðilegt sumar við alla. Búinn að vera fínn dagur hérna hjá okkur, kíktum á Mánagarð en þar var opið hús til að leifa foreldrunum að koma og sjá hvað við höfum verið að gera. Það var nú nokkuð skrítið að hafa fullan leikskóla af foreldrum - enda voru þau eiginlega bara pínu fyrir .... Svo á eftir er ég að fara í 3ja ára afmæli til hennar Maríu Rúnar og verður það alveg hörku stuð. Skrifað af Sebastían 22.04.2008 10:59Eitthvað að stríða okkur!Litla krílið virðist eitthvað vera að stríða okkur þar sem mamma var með samdrætti mest allan sunnudaginn og í gær líka. Ljósann fann meira að segja nokkra. Svo jukust þeir hægt og rólega yfir daginn og þegar mamma og pabbi fóru út að labba í gærkvöldi þurfti mamma að stoppa nokkrum sinnum til að ná andanum út af verkju. Hún var svo sofnuð um miðnætti og fann alltaf eitthvað til um klukkan þrjú en þá datt allt niður og frúttið búið! Hún að vísu fann kúluna harðna vel núna í eitt skipti á meðan hún skrifaði þetta svo að það er spurning hvort að hlutirnir séu að byrja upp á nýtt!! Skrifað af Sebastían 22.04.2008 10:58Lítil frænkaTil hamingju Óli og Eydís með litlu dömuna, og auðvitað Óilver og Iðunn með litlu systur. Hún er ekkert smá mikil rúsína. Skrifað af Sebastían 20.04.2008 11:42Hjólandi pottormurÉg skellti mér út í morgun með mömmu og pabba á þríhjólinu mínu og er ég loksins farinn að ná almennilega niður á pedalana. Og hvað haldið þig? Á leiðinni heim, var ég aðeins farinn að stíga í - að vísu niður smá brekkur - og hjóla aðeins sjálfur. Gafst reyndar upp þegar ég kom á slétt en hef engu að síður fundið hvernig þetta allt saman funkerar. Nú er bara að vera duglegur að æfa sig. Litla systir er enn í bumbunni, en það eru búnir að vera einhverjir samdrættir og sömu bakeymslin og voru nokkrum dögum áður en mamma átti mig svo það er spurning hvort að hún ætli að kíkja aðeins fyrr. En hún er víst orðin fullbökuð þar sem mamma er komin yfir 37 vikur. Svo að núna bíðum við bara spennt eftir henni. Ég meira að segja fékk mömmu til að hjálpa mér að pakka inn pakkanum til hennar svo að ég er alveg tilbúinn fyrir heimsóknina með pabba upp á sjúkrahús. Einnig er ég alveg orðinn frískur og ætla sko að fara á Mánagarð á morgun, hreinlega get ekki beðið eftir að fara að leika við alla krakkana og fá almennilegan útitíma! En mamma á nokkuð erfitt að vera með mér lengi úti svo það hefur ekki verið mikið um það. Svefninn hefur heldur betur raskast hjá mér í þessari viku þar sem ég vakna nú enn á svipuðum tíma alltaf en legg mig alltaf um 4 til 5 leytið og sef þá í allt að 2 tíma eða vakna barasta ekki neitt í mat og sef fram undir morgun. En það verður vonandi fljótt að komast aftur í lag þegar ég verð kominn aftur í rútínu. Skrifað af Sebastían 17.04.2008 11:09Flensanþað hlaut nú að koma að því að ég fengi pesting líka þar sem pabbi fékk í magann og amma lág í marga daga með hita. En á aðfaranótt laugardagsins fékk ég ælupestina og upp úr því kom hitinn. Ælupestin entist nú að vísu sem betur fer bara þessa einu nótt. En hitann er ég búinn að vera að fá alltaf seinni partinn en er hitalaus yfir daginn, enda er ég alveg að mygla heima því mig langar svo gasalega að fara út að leika. En stefnan hafði verið að fá kannski að fara smá stund á Mánagarð á morgun en þar sem ég virðist vera kominn með eyrnabólgu er mér sagt að ég fái ekkert að fara fyrr en á mánudaginn. Mamma er að fara með mig til læknis á eftir til að kíkja á eyrun mín, vonandi var þetta bara pirringur í gærkvöldi en ekki eyrnabólga. Ég fékk sumargjöfina mína aðeins á undan áætlun, en fæ bara að nota hana inni þanga til að ég er nógu frískur til að fara út. En ég fékk Leiftur McQueen hlaupahjól með þremur dekkjum og hlífar í stíl. Er ekkert smá flottur núna, er svona aðeins að læra hvernig þetta allt saman virkar. Svo fengum við að vita á þriðjudaginn að ég fékk inn á leikskólann Hamravelli í Hafnarfirði og byrja sennilega þar í september, sem hentar okkur mjög vel. En mamma og pabbi vildu ekki að ég byrjaði í fyrsta holli sem er í júní því að bæði þá búum við ennþá uppi í Grafarvogi sem og litla systir verður ný komin og nóg af breytingum til að takast á við. Annars er það að frétta af litli systur að hún er væntanleg eftir 3 vikur og 1 dag núna.Tíminn virðist líða alveg ótrúlega hratt um þessar mundir þó svo að hún mamma sé orðin nokkuð þreytt og myndi vilja að þetta tæki allt saman enda mun fyrr! En litla systir má alveg koma frá og með morgun deginum því að þá flokkast hún sem fullgengin. Skrifað af Sebastían 08.04.2008 17:01Ný klippturJæja þá hef ég náð þeim áfanga að hafa farið í klippingu! Já þið lásuð rétt, orðinn 2 1/2 árs og fyrst að fara í klippingu núna. Mamma fékk lánaða rakvél hjá mömmu hans Davíðs Goða vinar míns og rakaði mig í morgun! Árangurinn má sjá inni í myndaalbúminu.
Skrifað af Sebastían 23.03.2008 10:17Gleðilega páskaVildi bara óska ykkur öllum gleðilegra páska :) Ég er búinn að finna eggið mitt og ráðast aðeins á það, var víst alveg ótrúlegt hversu heilt það var á eftir. En mamma er búin að taka nammið mitt í burtu, ég var að verða nokkuð ör en í augnablikinu er mér svo sem alveg sama. Var hvort eð er búinn að fá nóg. Mamma tók líka nokkrar myndir af mér til að geta sýnt pabba því að hann er uppi í húsi að vinna í þakinu. Vonandi gengur það vel í dag og að þeir nái að klára. Annars ætla ég að reyna að fá mömmu til að setja inn myndir af mér í dag. Og líka inn á hússíðuna þar sem við tókum nokkrar þakmyndir í gær. Skrifað af Sebastían 22.03.2008 15:19Barnaárið mikila!2008 virðist ætla að vera alveg rosalega mikið barna ár í kringum okkur! En ef litla systir mín er talin með eru þau orðin 12 krílin sem eru komin eða á leiðinni. Janúar * Kristján Kári fæðist 16. janúar Febrúar * Heiðar Dagur fæðist 24. febrúar * Litla frænka fæðist 26. febrúar * Litli bróðir Stebba frænda fæðist 29. febrúar Apríl * Daman Eydísar og Óla á að koma í heiminn upp úr miðjum mánuðinum Maí * Litla systir mín á að koma 9. maí Júní * Simone mágkona pabba á að eiga í DK * Stine mágkona pabba á að eiga í DK Júlí * Nele vinkona mömmu á að eiga 13. júlí * Tvíburarnir Arnar Steinn og Berglind Björt eignast lítinn bróðir 27. júlí Ágúst * Stebbi frændi og Jana eiga vona á kríli Október * Vinkona hennar mömmu er sett Skrifað af Sebastían 06.03.2008 08:26Klósettferðir á kvöldin og herra úldinn!Sebastían er búin að vera voðalega duglegur á daginn eftir Mánagarð og um helgar að vera bleijulaus heimafyrir og komumst við svona yfirleitt alla leið. En nú er gormurinn búinn að gera sér grein fyrir því að hægt sé að fá að fara framúr á kvöldin þegar maður þarf að pissa! Byrjaði það fjör í gærkvöldi, hann fer jú inn með bleiju enda bara nýbyrjaður í ferlinu en jafnframt þarf líka að pissa í klósettið. Okkar frekar morgunhressabarn er víst týnt og tröllum gefið, höfum ekki séð hann í um hálfan mánuð en grunar okkur að það sé eingöngu vegna vaxtakipps enda er drengurinn alltaf svangur eða syfjaður þessa dagana. En ekki þarf meira en svo að þykjast ætla að vera á undan í fötin á morgnanna til að ná honum framúr. Rokið í morgunmat og svo á Mánagarð og beint í morgunmat. Og svo er talað mest allan daginn um að honum sé illt í maganum enda alltaf svangur þessa dagana! Skrifað af Sebastían 05.03.2008 17:31Neitað að fara heim!Það er heldur betur svona gaman hjá mér á Mánagarði, en ég er ekki á leikskóla þar sem ég tengi hann við gamla leikskólann svo það er engöngu rætt um Mánagarð hér, að ég hreinlega á það til að neita að fara heim á daginn. Gengur svona rosalega vel að fara á leikskólann á morgnanna hjá mér að ég fer bara beinustu leið inn, segi bless við pabba og er svo farinn helst inn á undan honum. Svo þegar mamma kemur að ná í mig þarf ég endalaust að sýna henni dót hér og þar svo að það getur tekið okkur allt að hálftíma að komast út í bíl. En við erum svo sem ekkert að flýta okkur svo það er í góðu lagi fyrst ég er svona ánægður þarna. Skrifað af Sebastían 27.02.2008 11:54Frændsystkini, Mánagarður og FlórídaJæja nú er ég aldeilis orðinn ríkur, bara tveir mánuðir liðnir af árinu og ég kominn með þrjú frændsystkini! En hún Halla frænka eignaðist strák 16. janúar, Sóla frænka eignaðist strák 22. febrúar og hún Edda móðursystir eignaðist dömu í gærkvöldi (26. febrúar). Svo innilega til hamingu kæra fólk með litli krílin. Erum voðalega spennt yfir að fá að sjá þau fljótlega þó svo að mamma segir að ég megi að öllum líkindum ekki koma með strax þar sem það er jú hátindur flensutímanns og ég er leikskólagormur. En ég verð þá bara að bíða aðeins lengur en aðrir. En þetta eru ekki einu fjölganirnar á þessu ári þar sem að Eydís hand Óla Þórs á er sett 13. apríl, littla systir sett 9. maí, Simone kærastan hans Magnúsar föðurbróður er sett í Júní, Nele vinkona hennar mömmu í Júlí og Jana has Stebba fræna í ágúst svo það er nóg eftir að spenningi á þessu ári. Annars er það helst að frétta að ég er hættur á Sólgarði og kominn yfir á Mánagarð, það má að vísu ekki kalla það leikskóla þar sem ég tengi það orð við Sólgarð og er alveg pottþéttur á því að Sólgarður sé bilaður!! En deildin mín á Mánagarði heitir Álfasteinn og er alveg rosalega gaman þar, hefur aðlögunin mín gengið framar vonum og var hún bara 1 vika en ekki 2-3 eins og mamma og pabbi voru búin að gera ráð fyrir. Og er helsta vandamálið núna að ég vill ekki fara heim á daginn en mömmu finnst það miklu betra heldur en að ég vilji ekki fara á morgnanna. Svo skelltum við okkur til Flórída í byrjun Febrúar og var það rosalega gaman. Ég var alveg sérstaklega duglegur í 9:30 tíma flugi til Sanford þar sem við þurftum að millilenda í Goose Bay í Canada fyrir eldsneyti þar sem það var svo mikill mótvindur. Einnig var ég mjög þægilegur á Flórída á öllu flakkinu og nutum við okkur mjög svo vel í hitanum þar, en það hékk svona á mili 15 til 20 sem var mjög kærkominn hiti eftir stormana sem höfðu verið hérna heima, og svo ekki sé talað um storminn sem olli því að það varð 24 tíma seinkun á fluginu okkar út. Skrifað af Sebastían 12.12.2007 09:38StekkjastaurÞá er fyrsti jólasveininn kominn í bæinn og fékk ég voðafallegan gulann bíl. Ekki er það af verri endanum þar sem ég jú bað um gult dót í gærkvöldi. Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 788 Gestir í dag: 250 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29543 Samtals gestir: 9995 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 19:58:13 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is