Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
27.11.2005 12:46ÚtlöndÉg er að fara í mína fyrstu utanlands ferð núna eftir rúman mánuð. En ég fer með mömmu og pabba til Danmerkur að heimsækja Klemens afa og Heidi ömmu. En Klemens afi verður fimmtugur 9. janúar - en hann á einmitt afmæli sama dag og hún mamma - og hann ætlar að halda upp á afmælið sitt á Gamlársdag svo að það verður gífurlegt húllum hæ þá. Ætli við fljúgum ekki út 28. desember og komum heim á nýjárs dagskvöld, því að mamma byrjar í skólanum aftur 2. janúar svo að við megum ekki koma mikið seinna heim á klakann.
Svo að núna er bara beðið eftir að ég verði fullskráður hjá Þjóðskrá svo að hægt verði að fara með mig niður í Útlendingaeftirlit og sækja um passa fyrir mig. Fæ ég passa sem gildir í heil FIMM ár, mömmu finnst það nú nokkuð langur tími þar sem ég mun ekki lengi líta út eins og ég er í dag! Skrifað af Sebastían 26.11.2005 21:31Elís MániVinur minn var skírður í dag og fékk hann nafnið Elís Máni, innilega til hamingju með það kæri vinur. Sjáumst á mánudaginn. Skrifað af Sebastían 25.11.2005 17:14Til hamingju Erna og LeifurLitlu krílin þeirra Ernu og Leifs komu í heiminn í dag og vildi ég ásamt mömmu og pabba óska þeim hjartanlega til hamingju með að vera komin í heiminn. Skrifað af Sebastían 25.11.2005 16:509 viknaSkrítið að vera orðinn 9 vikna en að ég varð bara 2ja mánaða á miðvikudaginn eða fyrir tveimur dögum... en vikurnar hittast víst bara svona á. Annars fór ég í 9 vikna skoðunina mína í dag og er orðinn 59,5 cm og 6045 grömm. Og samkvæmt hjúkrunarfræðingnum er ég voðalega flottur og mannalegur. Skrifað af Sebastían 23.11.2005 19:332ja mánaða guttiÉg er sko orðinn stór strákur, bara orðinn 2ja mánaða í dag. Dagurinn í dag var bara nokkuð góður og leið mér þokkalega vel. Mér tókst loksins að grípa fílinn sem hangir á ömmustólnum mínum með báðum höndum, en var ekki nógu sáttur þegar önnur hending togaði alltaf á móti hinni ... á víst enn eftir að fatta að ég eigi báðar hendurnar!!! en það kemur eflaust fljótlega. Kvöldið hefur ekki verið eins gott hinsvegar og er ég búinn að vera með þónokkuð mikla krampa. Vonandi fara þeir nú að ganga yfir - er sko alveg hrikalega vont að vera með svona krampa. Skrifað af Sebastían 22.11.2005 18:41Var klukkaðurJæja þá var ég klukkaður og koma þá 5 staðreyndir um mig: 1. Mér finnst voðalega gott að lúlla á maganum á pabba 2. Mér finnst hafraseyði mjög svo gott 3. Ég á afa og ömmu í Danmörku og hlakkar til að hitta þau fljótlega 4. Mér finnst mjög gott og gaman að fara í sturtu 5. Ég nota skó númer 17
Nú klukka ég Úlf, Jón Halldór, Agötu Vigdísi, Egil og Emilíu Líf Skrifað af Sebastían 20.11.2005 14:29Hef verið skírðurÞá er ég kominn formlega með nafn og heiti ég fullu nafni Sebastían Jóhann Einarsson nokkuð stórt nafn en ég mun alveg geta borið það enda er ég að verða svo stór þessa dagana. Skírnin mín fór fram heima hjá mér í Grafarvoginum og var hún mjög fín og flott. Séra Hannes Björnsson skírði mig og líkaði mér bara nokkuð vel við hann, en ekki eins vel við skírnarathöfnina sjálfa. Ég lét vel í mér heyra alla athöfnina eða þangað til að það kom að því að skvetta vatni á höfuðið mitt, en þá leið mér rosalega vel - enda finnst mér mjög gaman í baði og þá sérstaklega í sturtu! Enda voru gestirnir mínir farnir að glotta því að alltaf þegar séra Hannes byrjaði á sálmunum eða að tala um Guð byrjaði ég að örga og þurfti séra Hannes að hækka röddina í eitt skipti svo að í honum myndi heyrast yfir mig. Afi Baldvin hélt á mér undir skírn og var Hildur Hanna systir Jóa hafa og Hrönn systir Sigrúnar ömmu skírnarvottarnir mínir og stóðu þær sig alveg frábærlega og var ég sérstaklega ánægður með þær. Takk kærlega kæru frænkur. Ég sofnaði að vísu ekki í skírnarkjólnum mínum en var fljótur að sofna hjá Hildur Hönnu þegar ég var búinn að skipta um föt og svaf þar mest alla skírnina mína, mér líður bara alltaf svo vel hjá henni Hildi Hönnu frænku. Mamma var að grínast með að við ættum bara að flytja í bílskúrinn hjá henni því að þá gætum við alltaf farið inn til hennar þegar ég verð órólegur. Nú ætlar hún mamma að fara að setja inn myndir úr skírninni minni í albúmið og svo koma fleiri myndir seinna af mér í skírnarkjólnum, það vannast ekki tími til að taka góðar myndir af mér í kjólnum þar sem ég var búinn að klæða mig sjálfur úr honum áður en mamma og pabbi vissu af!! Vildi ég bara ásamt mömmu og pabba þakka öllum gestunum mínum kærlega fyrir komuna og fyrir allar fallegu gjafirnar sem ég fékk. Og svo auðvitað fær hann Stígur líka eitt stórt knús frá mér fyrir að taka myndirnar af mér þegar verið var að skíra mig. Svo í lokin vildi ég segja til hamingju við hann "Lolla litla" en hann var líka skírður í gær og fékk nafnið Jón Halldór. Til hamingju með það kæri vinur. Skrifað af Sebastían 18.11.2005 10:358 viknaAlveg hreint ótrúlegt hversu hratt tíminn líður. Nú er ég orðinn 8 vikna í dag, og hlakkar mömmu og pabba mjög svo til að fara með mig í skoðun í næstu viku til að fá að vita hvað ég er orðinn langur og hvað ég hef þyngst mikið því ég er víst farinn að síga vel í. Annars eru þær fréttir að ég er búinn að ná mér af ælupestinni sem ég fékk, og ekki sænna vænna því það á að skíra mig á morgun. Enda er allt búið að vera á millión hérna á heimilinu í undirbúningi. Skrifað af Sebastían 14.11.2005 00:18Ekki lengur 3 í kotinuFrá og með morgundeginum verðum við mamma og pabbi ekki lengur bara þrjú í kotinu því að amma og afi eru að koma heim frá New York í fyrramálið og hlakkar mig mjög svo til að sjá þau aftur. Húsið svolítið skrítið svona tómt, enda er líka alltaf gott að hafa tvær auka manneskjur til að knúsa sig. Annars er allt gott að frétta. Helgin gekk vel fyrir sig og er ég búinn að vera þokkalega góður. Fór með pabba í vinnuna í dag og sló algjörlega í gegn hjá samstarfsfélögunum hans - enda ekki á hverjum degi sem þeir hitta flottasta guttann á landinu! Ég hafði sko mikið til málanna að leggja að pabbi þurfti að fara með mig á rúntinn í eitt skipti svo að ég talaði ekki alveg svona mikið og að þeir fengju vinnufrið en fyrir utan það var ég algjör engill. Skrifað af Sebastían 11.11.2005 20:10September hittingurÞá er fyrsti hittingurinn afstaðinn og vorum við 11 sem mættum. Og var svo sannarleg mikið för og mikið gaman, enda var alltaf eitthvert af okkur litlu krílunum með tónleika og stundum fleiri en eitt. En það má nú segja að við strákarnir vorum duglegri við að halda tónleika heldur en stelpurnar, og þá sérstaklega ég Davíð Goði og "stóri prins" hennar Heiðu. Enda erum við með nokkuð sterk lungu. Dömurnar voru nú heldur prúðari heldur en við! Það var sko gaman að hitta ykkur öll og hlakkar bæði mér og mömmu til að hitta ykkur í Desember. Myndirnar eru komnar á myndaalbúmið. Skrifað af Sebastían 11.11.2005 11:217 viknaÉg náði þeim áfanga að verða 7 vikna í dag. Ekki amarlegt. Og verður líka fyrsti hittingurinn í septemberhópnum í dag og verður það væntanlega mjög svo gaman. Skrifað af Sebastían 06.11.2005 10:04Úlfur er 1. ársHjartanlega til hamingju með fyrsta afmælisdaginn elsku Úlfur
|
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is