Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
13.10.2005 14:13Bíðum eftir fréttum ...... frá henni Lovísu, en hún var sett í gang í gær svo að það er spennandi að fá að vita hvort ég fékk stelpuleikfélaga eða strákaleikfélaga. En hún Lovísa og bumbukrílið hennar voru seinasta holl í septembergrúppunni sem við mamma erum í, svo að nú erum við öll 13 komin í heiminn og verður glatt á hjalla þegar við komum öll saman á næstunni í fyrsta skipti. Þá verða sko teknar myndir, en elstu krílin eru núna að verða 5-6 vikna ef mamma reiknaði rétt. Skrifað af Litla Kút 13.10.2005 14:11Hitting hjúkrunarfræðinginn minn í dagHún Sigurósk hjúkrunarfræðingur kom og kíkti á mig í dag og leist henni bara aldeilis vel á mig. Og þá sérstaklega hvað ég hef þyngst því að ég þyngdist ekki nóg í síðustu viku, en núna vikta ég 4710 gr og hef því þyngst um tæp 480 gr frá því að ég fæddist. Hún sirkaði líka út að ég hef lenst um 3-4 sentemetra og er því tæpla 56-57 sentemetra langur. Ekki amarlegt finnst mér. Við þurfum reyndar að fylgjast með naflanum mínum þar sem hún heldur að það geti verið að koma ofholdgun í hann, en það verður betur athugað í næstu viku þegar hún kemur og kíkir aftur á mig. Skrifað af Litla Kút 10.10.2005 09:09Gangi þér vel LovísaElsku Lovísa og bumbubúi, gangi ykkur vel í dag í skoðuninni og vonandi verður litla krílið komið í heiminn á morgun svo ég geti farið að leika við það fljótlega. Skrifað af Litla Kút 06.10.2005 15:05Komnar nýjar myndirMamma var að bæta við fleiri nýjum myndum af mér fyrir ykkur til að skoða. Skrifað af Litla Kút 05.10.2005 15:05Þá er það staðfest ...... að ég er opinberlega orðinn magakrampa barn. Mömmu og pabba var vel farið að gruna það eftir undanfarnar tvær nætur og daga þar sem ég hef nokkurn vegin engst sundur og saman af magakrampakvölum og látið vel heyra í mér á meðan. Hjúkrunarkonan okkar ráðlagi mömmu og pabba að fara með mig niður á Domus Medica í dag til að hitta lækni og var það hann sem staðfesti þessar fregnir. Honum fannst ég nokkuð krampakendur svo að hann lét mig fá mixtúru sem ég á að taka inn 3x á dag og það á vonandi að hjálpa til við að róa magann minn og minnka krampana eitthvað. Og svo vonandi gengur þetta nú yfir tiltölulega fljótt en að sögn læknisins er þetta yfirleitt búið um 3ja mánaða aldurinn. Ætli mamma og pabbi fái ekki bara að sofa almennilega á nýju ári!! Þau sem voru svo montin yfir því að ég hefði verið svo duglegur að sofa fyrstu dagana mína. Skrifað af Litla Kút 05.10.2005 14:20Til hamingju með afmælið Andrea frænkaHún Andrea stóra frænka á sko afmæli í dag, er orðin 2ja ára!! Innilega til hamingju með afmælið elsku Andrea. Skrifað af Litla Kút 03.10.2005 21:02Skoðun í dagSigurósk hjúkrunarfræðingur kom heim í dag til að skoða mig og virðist ég bara braggst mjög svo vel og hef meira að segja komist fram úr fæðingarþyngd minni. Er sko orðin heil 4310 gr. Ekki amarlegt! Bara 80 gr. meira en ég viktaði þegar ég fæddist. Það verður gaman að komast að því hvað ég muni koma til með að vikta þegar hún kemur til okkar á mánudaginn í næstu viku. Núna er mér gefið að borða á 3ja tíma fresti nema á nóttunni. Þá fæ ég að sofa þangað til að ég vakna sjálfur. En ég vanalega sef í um 4-5 tíma og svo aftur í 4-5 tíma svo að næturnar virðast vera í góðu lagi hjá okkur. Vonandi haldast þær bara þannig áfram. Skrifað af Litla Kút 01.10.2005 10:35Þá er ég orðinn viku gamallMamma og pabbi trúa því varla að ég sé orðinn svona stór! Og finnst þeim alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Við mamma sitjum hérna í tölvunni og er ég búinn að vera ofboðslega duglegur og góður. En í nótt var einmitt mjög góð nótt hjá okkur öllum. Ég var stein sofandi um 11 leitið og svaf til klukkan korter í fjögur til að fá mér að borða, og vorum við öll steinsofandi aftur um fimm leitið og sváfum til klukkan níu. svo að vonandi er ég kominn í fasta routínu núna hvað varðar næturnar. Mömmu og pabba til mikillar ánægju. En núna þarf ég að fara að láta leggja mig í vögguna mínaví ég er alveg að sofna. bestu kveðjur, Skrifað af Bumbubúa 29.09.2005 13:24TIL HAMINGJU SUNNA MEÐ LITLA PRINSINN. MJÖG SVO FRÍÐUR GUTTI. HLÖKKUM TIL AÐ HITTA YKKUR Skrifað af Bumbubúa 27.09.2005 15:09Þá er ég loksins kominn heim. Ég fór í læknisskoðun í morgun og læknirinn sagði að ég væri sko bæði stór og sterkur strákur og að lungun væru sko alveg í lagi því ég lét vel heyra í mér þegar þeir voru eitthvað að fikta í mér. Ekki nógu sáttur við það. Annars fórum við mamma upp á fæðingardeild með pabb á föstudaginn til að láta sprengja belginn minn og fengum við þá þær fréttir að ég var bara ágætlega kominn af stað því að mamma var komin með tæpa 6 í útvíkkun, en belgurinn var sprengdur engu að síður og er ég með lítið sár á hausnum þar sem ljósmóðirin "skrifaði" nafnið sitt á kollinn minn því að belgurinn var bara eins og sundhetta á kollinum mínum. En það sakaði ekki neitt. Og svo var ég mættur á staðinn klukkan 18:26 þann 23. september sem gerir mig víst að meyju en ekki vog eins og búið var að gera ráð fyrir að ég yrði. Ég náði ekki alveg að vinna úr vökvanum í lungunum strax eftir fæðingu svo að ég fékk að heimsækja fína fólkið á vökudeildinni og dvelja hjá þeim í um tvo tíma þangað til að ég fór aftur til mömmu og pabba. En þau komu nú og heimsóttu mig á meðan ég var í hitakassanum. Ég var sko ekkert smá svangur þegar ég kom út að ég lét fólkið á vökudeildinni aldeilis heyra það og lét þau ekki í friði fyrr en þau gáfu mér að borða. Svo grét ég líka mjög mikið á aðfaranótt laugardags og var læknir kallaður út til að kíkja á him, gaf hann mér stíl og meira að borða og varð ég fínn eftir það. Var ég víst bara með svona mikinn hausverk eftir að festast á leiðinni út á milli hríða hjá henni mömmu - var orðið svolítið langt á milli hríða hjá okkur undir lokin. Það var aldeilis dekrað við okkur þegar við komum niður á sængurkvennadeild því að við fengum einkastofuna því að það var svo rólegt að gera og við komum svo seint niður. Þar fengum við að dvelja til sunnudagskvölds en vorum þá flutt á stofu 10, á sama stað og hún Álfheiður og litli kallinn hennar voru. En hann á einmitt líka afmæli á sama degi og ég. Ekki slæmur dagur huh!! Læknarnir vildu ekki senda mömmu heim alveg strax því að blóðþrýstingurinn hennar reis nokkuð og svo fékk hún hita tvisvar yfir helgina. En það var mjög fínt að dvelja þarna uppfrá, en líka gott að komast heim í mína eigin vöggu. Svo er kominn heill hellingur af myndum af mér. Skrifað af Bumbubúa 25.09.2005 22:25jæja þá er ég kominn í heiminnJæja þá er ég kominn í heiminn....
ég ætla bara að benda fólki á að það eru komnar myndir af mér inn
endilega skoðið Skrifað af Bumbubúa 22.09.2005 15:22Nýjustu fréttirNei, ég er ekki komin/n ennþá en það er ekki langt í það .... Þá erum við mamma búin að fara í seinasta mónitorinn uppi á lansa og leit auðvitað allt saman alveg frábærlega vel út hjá mér. Ég var reyndar sofandi fyrri hlutann af mónitorinum svo það voru engar hreyfingar en svo þegar ég vaknaði sofnaði mamma svo að hún náði voðalega lítið að merkja við hreyfingar hjá mér. En ljósan sagði að þetta væri mjög fínt rit þegar við vorum búin og að mamma þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af því að hafa ekki merkt við. Eftir þó nokkra bið hittum við lækninn, hana Ragnheiði, og hún þreyfaði leghálsinn og fengum við þær fregnir að við erum víst komin með 3 cm í útvíkkun og full mýkt ef það var orðið sem hún notaði. Sem þýðir víst að það er eitthvað í gangi hjá okkur mömmu. Hún hreyfði við belgnum svo að það gæti gert eitthvað fyrir okkur í kvöld en sagði okkur ekki að búast við því. En í staðinn fyrir að gangsetja okkur eins og hún var búin að tala um, eigum við að mæta á morgun upp á fæðingardeild klukkan 8:30 og þá verður belgurinn minn sprengdur og þannig bara ýtt við mér fyrst við erum komin svona vel af stað. Svo að það lítur bara út fyrir að ég sé á leiðinni í heiminn á morgun eða hinn. Vonandi bara strax á morgun fyrst belgurinn verður sprengdur svona snemma. Þegar þetta var allt búið fórum við í heimsókn til Heiðu sem er enn uppi á sængurkvennadeild og spjölluðum aðeins við hana og litla prinsinn hennar sem kom í heiminn á sunnudaginn. Hann er ekkert smá sætur. Skrifað af Bumbubúa 19.09.2005 22:07Þvílikur dagurMamma hafði verið að vona að ég hefði farið af stað í gærkvöldi svo hún hefði getað átt mig í dag en svo gott var það nú ekki. Hún aftur á móti fékk svæsna eyrnabólgu í hægra eyra svo að í morgun vorum við komin upp á Háls-, Nef- og Eyrna deild á Borgarspítalanum til að fá að hitta lækni þar sem ekki var hægt að fá tíma hjá lækninum hennar mömmu. Þetta var svo sem ekkert nýtt, stýfluð göng og bólgur svo að við fengum krem fyrir því og fórum heim og löguðm okkur þangað til að við þurftum að fara upp á Landspítalann aftur í dag klukkan tvö. Þar vorum við sett í mónitor og mamma hefur bara aldrei séð mig svona virka/n eins og ég var þennan hálftíma sem hún var tengt við tækið. Hafði varla við að merkja við hreyfingarnar mínar. Enda var línuritið mitt mjög svo flott. Fyrst þegar við komum bað mamma um að fá að tala við fæðingarlækninn sem var á vakt en þar sem hún var í endalausum keisaraskurum í dag var henni sagt að það væri mjög ólíklegt að hún gæti fengið að tala við hana. En þegar blóðþrýstingurinn var búinn að vera nánast sá sami þrisvar sinnum í röð, eða um 145/95, var hún beðin um að bíða eftir að læknirinn væri á lausu. Sem tók nú ótrúlega stuttan tíma. En læknirinn var fljót að senda mömmu í blóðprufu og svo eigum við að mæta aftur á morgun í endurmat, og mjög líkalega umræðu varðandi gangsettningu. Mamma spurði hana hvort það þýddi að við myndum sjá mánudaginn saman, en lækninum fannst það mjög ólíklegt. Þannig að pabbi ætlar að koma með mömmu uppeftir á morgun. Skrifað af Bumbubúa 18.09.2005 22:08Til hamingju Heiða með litla prinsinn. Annar strákurinn í hópnum. Hlakka til að sjá krílið. Skrifað af Bumbubúa 18.09.2005 10:40HelginHelgin hefur nú gengið ágætlega fyrir sig. Okkur mömmu liðið bara nokkuð vel, hringdum reyndar upp á meðgöngudeild í gær eftir að mamma vaknaði eftir blundinn sinn því hún sá nokkuð af ljósgeislum en þar sem það var bara eitthvað tilfallandi var okkur sagt að taka því bara rólega. Sem við og gerðum. Skelltum okkur reyndar á réunion úr barnaskólanum hjá henni mömmu og skemmtum okkur alveg ágætlega en stoppuðum bara stutt þar við og sátum allan tímann svo það var engin á reynsla þar. Annars eru þær fréttir að allar prufurnar okkar komu bara ágætlega út miðað við aðstæður og var bara tæpur +1 af prótíni sem mældist á föstudag í staðinn fyrir plúsana 2 sem eru búnir að mælast undan farið. Svo eigum við að koma og kíkja inn á lansann aftur á morgun til að mæta í mónitor. Erum við nokkuð spennt fyrir að sjá hvort að samdrættirnir hafi eitthvað aukist því að við erum búin að vera með góðan seiðing í mjóbakinu og í lífbeini svo að vonandi er ég bara á leiðinni. Enda hefur mamma alltaf verið að tala um 19. september .... sem vill víst svo til að sé á morgun!! Spurning hvort ég eigi að vera góð/ur og hlíða henni eða ekki ... Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 505 Gestir í dag: 155 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29260 Samtals gestir: 9900 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is