Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

15.09.2005 13:23

Væg meðgöngueitrun

rubberduckie.gif

Við mamma fengum þær fréttir í dag eftir að hafa verið í mónitor uppi á lansa í allan morgun að við erum komin með væga meðgöngueitrun. Prótínið fór aftur af stað hjá okkur og mældist +2 í dag svo að við fengum það skemmtilega verkefnið að safna þvagi í 24 tíma og eigum svo að mæta aftur í DagÖnn á morgun til að skila afrakstrinum og láta mæla blóðþrýstinginn okkar. Eftir það eigum við svo að mæta í mónitor 3x í viku.

Mamma vildi nú helst bara láta setja sig af stað fyrst að þetta vesen þróaðist út í þetta allta saman. Sérstaklega þar sem læknirinn sagði að meðgangan væri í rauninni sjúkdómurinn núna og að þetta hyrfi allt með fæðingu. Svo að við erum ekki alveg að fatta af hverju ég megi ekki bara fá að koma í heiminn núna fyrst við eigum bara 11 daga eftri í settan dag, eða samkvæmt mömmu og pabba bara 4 daga í settan dag.

Þannig að við mamma ákváðum í sameiningu með pabba að þegar við förum í skoðun á þriðjudaginn til ljósmóðurinnar okkar að reyna að væla það út úr henni að við verðum sett af stað. Vonandi mun það virka hjá okkur en það verða meiri fréttir af því í næstu viku.

15.09.2005 12:44

blomalina.gif

Til hamingju María með litlu dömuna.

Ekkert smá myndarleg, og með þvílíkt flott hár.

 

13.09.2005 17:24

blalina.gif

Til hamingju Jóhanna með litla herramanninn.

Loksins kom lítill strákur í hópinn, gat ekki verið að við ætluðum einungins að vera stelpuhópur.

Þetta er ekkert smá sætur strákur

13.09.2005 17:19

Mónitor

rubberduckie.gif

Þá erum við mamma búin í mónitor í dag. Eru reyndar nokkrir klukkutímar síðan en við fórum heim og slöppuðum af og sváfum svo í smá tíma.

Eru fréttirnar þær að við erum enn með prótín í þvagi, þó bara einn plús í dag, og blóðþrýstingurinn er við hærri mörk. Ég kom alveg frábærlega út úr skoðuninni og við sáum líka að mamma er með stöðuga samdrætti á um 10 mínútna fresti, en að þeir eru reyndar enn það litlir að við tökum ekkert eftir þeim. En gott að vita að þeir séu engu að síður til staðar.

Við vorum send í blóðprufu og eigum svo að koma aftur í mónitor á fimmtudaginn til að athuga hvort það séu einhverjar breytingar hjá okkur eða ekki.

12.09.2005 16:02

38 vikna skoðun

rubberduckie.gif

Við vorum að koma heim úr skoðun frá ljósmóðurinni okkar í dag. Reyndar fengum við hana Sigrúnu þar sem Ingibjörg var eitthvað vant viðlátin. En það var allt í góðu, hún var mjög svo almennilega og alveg til í að ræða málin við okkur. Pabbi kom með í þennan tíma líka sem var mjög fínt því hann komst ekki frá í vinnu í síðustu viku.

Skoðunin kom ekki alveg eins vel út og við hefuð viljað svo að það er meira eftirlit á morgun. Enn á ný á að senda mömmu upp á Dagönn þar sem hún var komin með +2 af prótíni í þvagið í dag. Einnig hafði blóðþrýstingurinn hækkar, var ekki á hættumörkum en hefur samt farið hækkandi undanfarið svo að Sigrún vildi láta fylgjast með því á morgun. Bjúgurinn er enn sem fyrr til staðar og ef eitthvað er eykst hann bara á fótunum hjá henni mömmu.

En góðu fréttirnar úr skoðuninni eru þær að ég kom alla vegna vel út, þ.e. góður hjartsláttur og hreyfingar eins og venjulega. Legbotninn virðist hafa stækkað þó nokkuð mikið hjá okkur í síðustu viku, eða farið úr 37cm í 39,5cm sem er nú nokkuð mikið stökk á milli vikna. Sérstaklega líka þar sem hann á að vilja vikunum svo að tæknilega séð ættum við að vera circa í 38 cm. En Sigrún hafði engar áhyggjur af því. Kannski ég hafi bara verið að teygja vel úr mér.

Henni fannst nú mjög ólíklegt að við mamma myndum fara fram yfir þegar prótínið er farið að fara svona af stað, og ef þessir plúsar viðhaldast eitthvað að þá eru bara meiri líkur á að við mamma séu sett af stað heldur en að við séum látin bíða. En það kemur allt betur í ljós eftir skoðunina á morgun.

12.09.2005 15:54

Draumar og myndir

rubberduckie.gif

Þá er búið að setja inn nýjar myndir af mér, eða það er að segja af kúlunni hennar mömmu og híbýlunum mínum. Er nú farið að sjá þokkalega á okkur en svo má nú líka vera þegar maður á bara 2 vikur eftir.

Ömmu dreymdi mjög skemmtilega draum í nótt, og það var að hún hefið fengið SMS frá pabba sem sagði að ég færi komin/n í heiminn með mikið hár og fallegar hvítar tennur. Hvað svo sem það þýðir, en hljómar vel.

11.09.2005 14:01

Allt í plati

rubberduckie.gif

Mamma vaknaði upp um klukkan 3:10 í morgun við samdráttarverki sem voru nú ívið sterkari heldur en við höfum vanist hingað til. Svo að hún fór nú að fylgjast eitthvað með þessu. Þeir urðu nú nokkuð reglulegir og voru svona á circa 8-9 mínútna fresti. En eftir tvo tíma, eða rétt upp úr 5 var bara allt saman búið og síðan þá höfum við verið vör við voðalega lítið. Mamma sem var svo viss að ég væri að fara að koma í heiminn.

Hún er reyndar núna um 2 leitið farin að finna aftur eitthvað svo að það er aldrei að vita nema að ég kíkji í heiminn aðeins á undan áætlun.

06.09.2005 18:47

37 vikna skoðun

rubberduckie.gif

Við mamma fórum í 37 vikna skoðunina í dag og komum bara mjög vel út. Mamma búin að léttast um 1.5 kg sem reyndar gæti verið að nokkru leyti út af mismunandi viktum sem hafa verið notaðar undanfarið á meðan Ingibjörg var í fríi en það lítur samt alltaf vel út. Blóðþrýstingurinn hefur aðeins farið upp en ekkert til að hafa áhyggjur af og ekkert prótín í þetta skiptið. Hjartslátturinn minn var bara alveg frábær og ég hreyfið mig meira að segja fyrir hana Ingibjörgu en hef nú ekki gert mikið af því hingað til. Einnig er ég alveg komin/n í höfuðstöðu og er víst næsta stoppustöð bara út!

Ingibjörg sagði við mömmu að það myndi koma henni nokkuð á óvart ef við myndum sjá setta dagsettningu og að það kæmi henni enn meira á óvart ég við færum fram í október.

Svo giskaði hún á að ég yrði svona meðal kríli, eða um 15 merkur eða svo og kannski 52 eða 53 sentimetrar. Ekki amarleg stærð svona miðað við að pabbi var 18 merkur svo að mamma er mjög svo fegin. Þó svo að við vitum að þessar áætlanir geti verið alveg út úr kú.

05.09.2005 16:27

blomalina.gif

Til hamingju Sirrý með litlu dömuna.

Þetta er orðin algjör stelpu mánuður hjá okkur.

04.09.2005 16:20

Ný skoðannakönnun

rubberduckie.gif

Við mamma vorum að setja inn nýja skoðannakönnun svo endilega kíkjið á hana og kjósið. Við erum orðnar/orðin nokkuð spennt upp á hvaða dag ég komi.

03.09.2005 23:51

bangsar.gif

Bara fjórða daman mætt á svæðið.

Til hamingju Lísa með dömuna. Þetta er að verða algjör stelpuhópur.

03.09.2005 16:43

cutecolorsbabyline2.gif

Til hamingju Katrín með litlu dömuna.

Hlökkum til að hitta ykkur báðar.

Það eru ekkert nema dömur hérna á svæðinu hjá okkur. Hljóta nú að fara að koma einhverjir strákar.

02.09.2005 17:49

hjartalina.gif

Til hamingju Guðrún Lilja með litlu dömuna.

Frábært að heyra að allt gekk vel. Hlökkum til að hitta ykkur báðar í næsta hitting sem verður eflaust krílahittingur í október ef ekki fyrr.

Algjör prinsessa og ekkert smá sæt.

31.08.2005 16:21

blomalina.gif

Til hamingju Sigurveig með litlu dömuna.

Frábært að heyra að allt gekk vel. Hlökkum til að sjá myndir og svo dömuna sjálfa þegar við komum saman með krílin.

31.08.2005 10:45

Var sem betur fer bara eitthvað tilfallandi

rubberduckie.gif

Þá erum við mamma komin heim eftir að hafa farið niður á Lansann í morgunn, þar sem við vorum sett í mónitor í Dagönn. Hafði blóðþrýstingurinn fallið vel hjá mömmu og ég kom mjög svo vel út úr skoðununum. Eru einhverjir samdrættir farnir að gera vart við sig en ekkert sem við mamma erum enn að taka almennilega eftir svo að það var ekkert gefið út á það.

Svo að þegar allt kom til alls, að þá hefur þetta bara allt saman verið eitthvað tilfallandi sem betur fer því að það mældist heldur ekkert prótín hjá mömmu. Eigum við því bara að vera heima og slappa af með tærnar upp í loftið og bíða eftir að ég ákveð að koma í heiminn.

Flettingar í dag: 505
Gestir í dag: 155
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29260
Samtals gestir: 9900
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08

Eldra efni

Tenglar