Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
30.08.2005 10:36Vesen á okkur mömmuÞá erum við mamma búnar/búin að fara í 36 vikna skoðunina og er allur bjúgurinn, ásamt prótíninu sem mældist og hækkandi blóðþrýstingi eitthvert áhyggju efni og erum við mamma því á leiðinni inn á Dagönn á morgunn í athugun. Var svo mikið að gera hjá þeim í dag að við fengum tíma á morgun. En vonandi er það ekkert vesen og að við fáum bara að heyra hjartsláttinn minn og fara svo heim. Hljómar ekkert voða spennandi að vera komin með meðgöngueitrun á byrjunarstigi svo að við mamma ætlum bara að vera dugleg/ar að slappa af með lappirnar uppi í lofti og vinna að lokaritgerðinni hennar mömmu sem hún á að skila í næstu viku. En annars leit allt annað bara mjög vel út, lítil þyngdaraukning og þá sérstaklega miðað við alla bjúginn, ég í höfuðstöðu og lít bara út fyrir að vera meðal kríli og er bara búin/n að koma mér mjög svo vel fyrir svo að ég ætti ekkert að fara að snúa mér við á næstunni. Hjartslátturinn minn var líka mjög fínn eins og venjulega. Í rauninni var allt eins og venjulega nema hvað fyrir utan prótínið og blóðþrýstinginn hennar mömmu. En vonandi kemur allt saman bara mjög vel út á morgun og við erum bara send heim í afslöppun og þurfum ekki að sjá spítalann meir fyrr en daginn sem ég kem! Skrifað af Bumbubúa 28.08.2005 17:23Ætli eitthvað eigi eftir að gerast fyrr??Núna er verið að velta fyrir sér hvort ég muni láti
sjá mig aðeins á undan, mamma er búin að vera með þó nokkuð mikið af
fyrirvaraverkjum og svo bættust við vægir samdrættir við í dag sem eru
aðeins reglulegri heldur en þeir hafa verið hingað til. Við förum til
ljósmóðurinnar á þriðjudaginn svo að við ætlum auðvitað að spyrja hana
út í þetta, hvort þetta geti merkt eitthvað. En við höfum nú hingað til
heyrt að þetta gæti þýtt að ég komi fyrr og að við gætum bara þurft að
sætta okkur við þetta næstu fjórar vikurnar svo að við í rauninni vitum
ekki neitt!!! Sitjum bara og bíðum.
Annars er mamma að biðja mig um að bíða fram að 7. september alla vegna því að hún þarf að skila lokaritgerðinni sinni þann dag og myndi víst vilja ná að gera það áður en ég lít dagsins ljós. En þá fær Ólöf frænka mig bara í þrítugsafmælisgjöf. Skrifað af Bumbubúa 27.08.2005 11:46Heiða frænka á landinuVið fórum í fondú mat í gær, með systkinunum hans Jóa afa, sem fór bara ágætlega í mig, ég hef alla vegna ekki kvartað við mömmu enn sem komið er svo við fastlega búumst við að sleppa fyrir hornið núna. En ég er víst þó nokkur matargikkur - vonandi er það ekki eitthvað sem á eftir að festast. En það er þá víst ekki langt fyrir mig að sækja það þar sem mamma er nú óttarlegur matargikkur sjálf, pabbi tilkynnti það snemma að hann yrði sá sem myndi kenna mér að borða mat svo ég myndi ekki herma bara eftir mömmu og ekki borða allt!! Vonandi gengur það eftir. Fannst mömmu bara nokkuð gaman að borða svona mat aftur, eru víst nokkur ár síðan hún hafði fengið að dúlla sér með svoleiðis. Líka fínt því að þá lengir það setuna við matinn, en við Íslendingarnir erum víst of fljót að borða skilst mér!! Og svo var auðvitað alveg frábært að hún Heiða frænka var í heimsókn, hún kom alla leið frá Englandi í nokkra daga með eldri stelpuna sína. Ég verð víst að bíða aðeins með að vera formlega kynnt/ur fyrir henni þar sem þær verða farnar aftur áður en ég kem en það er alveg nógur tími til þess. Kannski ég fari bara í heimsókn með mömmu og pabba og hitti Heiðu og hennar fjölskyldu úti einhvern tímann. Góða ferð út aftur Heiða og Ester ef við heyrum ekki í ykkur áður en þið farið.
Skrifað af Bumbubúa 25.08.2005 14:41Rob SchneiderÉg fór með mömmu og pabba í Smárabíó í gær að sjá nýjustu myndina með Rob Scheider: Duce Bigalow, European Gigalo, hún var nú svo sem ekkert merkileg en átti sína punkta. Kallinn er aftur á mót þó nokkuð stuttur, og var nokkuð gaman að hlusta á hann halda littla tölu áður en myndin byrjaði. Var greinilega búinn að æfa sig aðeins í íslenskunni og náði að staula nokkrum frösum upp úr sér. En annars var þessi mynd alveg klassísk vídeó mynd, þegar maður er í hálfvitlausu stuði. Skrifað af Bumbubúa 22.08.2005 11:13Labbi labbVið mamma erum byrjuð að labba á hverjum degi núna, lúxus að vera svona í fríi að maður getur gert það sem manni hentar ... eða svo hefði maður haldið. En öllum í húsin tókst að vekja okkur mömmu áður en klukkan varð 8:20 í morgun, og svo gleymdi afi símanum sínum heima og pabbi lyklunum sínum svo að upp úr 9 þurfti mamma að drífa sig út og redda því fyrir þá báða. Svo var gluðað heim því að núna erum við farin að labba á hverjum degi með Heiðu og bumbubúanum hennar, en Heiða er sett 12. september. Fínt að hafa einhvern svona til að fara út með á morgnanna til að hressa sig við og hreyfa sig aðeins líka. Skrifað af Bumbubúa 21.08.2005 13:46Þá er mamma hætt að vinnaÞað er sko kominn tími til að við skrifuðum hérna, uss liðinn tæpur hálfur mánuður. Mömmu finnst tíminn líða svo hratt núna að henni takist varla að snúa sér við án þess að vika líði. En það er vonandi að næstu vikur verði líka svona fljótar að líða hjá henni mömmu, svo henni leiðist ekki. En annars eru nýjustu fréttirnar þær að hún mamma er hætt að vinna, föstudaginn var seinasti dagurinn hennar. Svo að núna erum við bara heima að gera klárt fyrir mína komu í heiminn. Það eru nú allir allt í einu hættir að tala um að ég komi í október og farin að tala um að ég kom bara aðeins fyrr í september í staðinn. Það verður gaman að sjá hvernig það fer, en mamma er alveg pottþétt á því að hún sé sett viku of seint svo að ég ætti í rauninni að koma 19. september en ekki 26. Það hljómar líka miklu betur því að þá eru bara 4 vikur eftir í staðinn fyrir 5 vikur. Amma og afi vilja líka alveg ólm að ég komi fyrr í heiminn þar sem þau fara til Tyrklands 27. september. Svo má auðvitað ekki gleyma þeim fréttum að ég er komin/n í höfuðstöðu og er hægt og rólega að koma mér fyrir fyrir stóra daginn. En ljósmóðurinni fannst ég nú fara nokkuð snemma í höfuðstöðu, en plúsinn við að fara svona snemma í höfuðstöðu er að þá eru minni líkur á að ég snúi mér við og setjist bara í staðinn fyrir að standa á haus. Annars erum við mamma búin að standa í stórþvotti í dag, hún mamma tók upp á því að fara að þvo öll fötin mín og strauja svo að þau verði tilbúin þegar ég kem í heiminn. Svo settu pabbi og Stefán Már kommóðuna mína saman í gær svo að núna hafa fötin mín einhvern samastað. Skrifað af Bumbubúa 04.08.2005 12:3932 vikna skoðunÞá erum við mamma búin að fara í 32 vikna skoðun og auðvitað koma allt saman mjög vel út. Við þyngdumst reyndar aðeins of mikið og ætlum því að reyna að passa okkur núna, ljósmóðirin (fengum nýja í þetta skipti og næstu tvö skipti þar sem Ingibjörg ljósmóðir er í fríi) sagði reyndar að eitthvað af þessari þyngd gæti verið vegna þess að mamma er komin með nokkuð mikinn bjúg á fæturna. Annars er ég bara mjög hraust/ur, með góðan hjartslátt (125-150 bpm) og bara strax komin í höfuðstöðu, það var nú reyndar það sem mömmu og Ingibjörgu ljósmóður grunaði í seinasta tíma. Og svo var auðvitað blóðþrýstingurinn í lagi og alveg eins og hann átti að vera og hefur verið. Ljósmóðirin sagði mömmu endilega að kíkja í heilsuhúsið og fá sér vatnslosandi te til að reyna að slá á bjúginn, sem við gerðum og erum byrjuð að drekka það. Og er það bara alls ekki slæmt á bragðið, sem kom okkur nokkuð á óvart. En fögnum því bara. Núna er vika þangað til að pabbi kemur heim, svo að hann rétt nær í næsta tíma hjá okkur mömmu með ljósmóðurinni. Það verður sko gott að fá kallinn heim, kannski munum við sofa betur þá. En ætli svefnruglið á okkur sé nú ekki aðallega bara áunnið núna þar sem við eigum voðalega erfitt með að koma okkur vel fyrir og svo eru það auðvitað þessar tíðu baðherbergisferðir á næturnar og brjóstsviðinn sem við vöknum nú yðurlega upp með á hverri nóttu núna. En kannski lagast það bara allt saman þegar pabbi kemur heim ... mmm ... má alltaf láta sig dreyma er það ekki???? Skrifað af Bumbubúa 30.07.2005 17:58Þá erum við komin heimÞá er ég og mamma komin heim til Íslands og okkar tveggja vikna frí hjá pabba er víst búið. Tíminn svo sannarlega er skrítið hugatak .... Ferðing gekk nokkuð vel, þrátt fyrir brösulega byrjun. Við áttum víst að fara í loftið klukkan 8:45 í gærkvöldi en ekkert varð úr því. Fengum reyndar enga skýringu á því en ætli það hafi ekki verið vegna þrumuveðursins sem var aðeins vestan við okkur og þá ekki hægt að fylla vélian af bensíni. En loksins klukkan 9:30 var farið í loftið og við komin út á braut og alveg að verða tilbúin til að taxera út, þá slökknar á öllu rafmagninu í vélinni og hún stóð dauð úti á stétt í nokkrar mínútur á meðan var verið að reyna að ná rafalinum í gang aftur sem er notaður á meðan verið er að kveikja á hreyflunum. En eftir þetta allt saman að var ferðin fín og gekk nokkuð hratt fyrir sig. Og þrátt fyrir alla seinkunina í loftið lenntum við bara 5 mínútum of seint í Keflavík. Þar dreif mamma sig bara í gegnum tollinn og út þar sem amma og afi biðu eftir henni. Það var nú gott að koma út í rok og rigninguna sem var klukkan 7 í morgun. Svo þegar við komum heim var mamma í svo miklu stuði að hún bara tók upp úr báðum töskunum og náði að ganga nánast frá öllu áður en hún lagði sig. En það var sko erfitt að vakna og sváfum við alveg til klukkan 2. En drifum okkur þá á fætur og fórum á rúntin með Stebba og fengum okkur að borða. Seinustu tveir dagar hafa verið nokkuð spes því að það voru svo miklir þrumustormar í Baltimore að síminn fór út og vorum við síma og internetlaus nánast allan fimmtudaginn. Þetta var nokkuð skrítið því að hún virkaði mjög svo vel á miðvikudaginn þegar mamma var að skila lokaverkefninu sínu, og svo á fimmtudaginn voru engin viðbrögð frá vélinni. Og það sem meira var, að ferðavélin hennar mömmu steindó í veðrinu og neitar að starta sér núna. En góðu fréttirnar eru þær að hún átti 13 daga eftir í ábyrgð svo að hún verður löguð. Við þurfum bara að bíða eftir að pabbi komi heim svo að við getum reynt að ná öllum gögnunum áður en hún verður send til Noregs í viðgerð. En á meðan fær mamma að nota tölvuna hans afa, veit ekki alveg hvað við myndum gera ef við hefðum ekki aðgang að tölvu einhverstaðar annars staðar!!! Föstudagurin fór nú mest allur í bið þar sem mamma var búin að pakka, engin tölva og síminn var allur í veseni í íbúðinni. Það er að það er hægt að hringja úr honum ef snúar er tekin úr vegnum rétt áður en hringt er, en það er ekki hægt að hringja í númerið. En dagurinn var ekki svo lengi að líða og svo klukkan fimm kom pabbi heim með Joanne og hún skutlaði okkur út á flugvöll. Annars vitum við mamma ekki alveg hvað við eigum að gera af okkur núna um helgina þangað til að við förum í vinnuna á þriðjdaginn. Ætli kvöldið í kvöld fari ekki mest megnis bara í að dúlla okkur og slappa af en við sjáum svo til hvað gerist á morgun. Skrifað af Bumbubúa 26.07.2005 12:28Árans hiti ....Enn og aftur er fólki bennt á að halda sig inni hérna í Baltimore. Hittinn í dag klukkan fimm síðdegis á einungis að vera 38°C og með raka á hitinn að færast upp í 43°C. Get ekki sagt að okkur mömmu hlakki til að labba með pabba í búðina seinni partinn í dag. Annars eru þær fréttir að við mamma fljúgum heim á föstudaginn í staðinn fyrir laugardaginn svo að við sleppum úr hitanum degi fyrr. Núna vonar mamma bara að góða veðrið sem er búið að vera heima verið áfram þegar við komum heim. Sjáumst um helgina. Skrifað af Bumbubúa 25.07.2005 13:4231 vikaLoksins finnst okkur að tíminn líði eitthvað, og ekki hægt að segja annað en að við séum mjög svo ánægð með að vera komin svona langt og eiga bara 9 vikur eftir. Mamma og pabbi vilju nú reyndar meina það að ég sé sett/ur viku og seint svo að það séu í raunninni bara 8 vikur eftur. Og eins og það sé ekki nóg heldur pabbi því stöðugt fram að ég muni koma í heiminn 13. september ... sem hljómar nú ekki svo amarlega því að þá eru bara 7 vikur í mig. Held nú að mamma kvarti ekkert yfir því þar sem ég er aðeins farin/n að síga í. Ég var einmitt að uppgvöta lifbeinið hjá henni og finnst svolítið gaman að ýta aðeins við því, en henni finnst þetta nýja áhugamál mitt ekki eins spennandi því það sendir víst stuð alveg niður í fæturnar hjá henni þegar ég ýti. Skrifað af Bumbubúa 24.07.2005 01:55Washington, DC og ArlingtonMamma og pabbi fóru og léku ferðamenn í dag, byrjuðu daginn snemma með því að fara út á Baltimore-Washington International flugvöll til að ná í bílaleigubíl og þaðan var svo keyrt beint til Washington, DC. Og gekk sú ferð alveg furðu vel. Kom meira að segja á óvart að það var innan við klukkutíma keyrsla að komast þangað. Var nú ekkert voðalega skemmtilegt hverfi sem keyra þurfti í gegnum þegar komið var inn í Washington en það tilheyrir bara svona ferðum ... er það ekki???? Við vorum reyndar svo heppin að finna nánast strax bílastæði, en það virðist vera stórt vandamál í borginni. En er Washington, DC það vel hönnuð að það er nánst göngufæri í alla þá staði sem ferðamennirnir vilja fara á. Við byrjuðum á að kíkja á Hvíta Húsið, en það er víst ekki hægt að fara inn í það lengur nema að bóka tíma með marga vikna fyrirvara og allir útlendingar þurfa að fara í gegnum sendiráðið sitt til að fá að koma inn. Reyndist húsið nú aðeins minna heldur en við höfðum öll búist við en það gerir eflaust fjarlægðin sem við þurftum að vera frá því. Þaðan var ferðinni heitið beint yfir að Washington minnnismerkinu sem var reyndar bara furðu stórt og nokkuð flott. Ekki mikill tilgangur í því en flott engur að síður. Einnig stoppuðu mamma og pabbi ... og þar af leiðandi ég líka ... við minnisvarðann fyrir hermenn sem féllu í seinni heimstyrjöldinni og var þar mjög svo girnilegur gosbrunnur til að skella sér í því hittinn var alltof mikill í dag. Og þaðan er ekki svo langur gangur eftir "Reflecting Pool" sem Forest Gump óð útí í samnefndir mynd hér fyrir nokkrum árum. Fyrir botni þessa polls er heimili Abraham Lincolns og er hann mjög svo flottur. Mætti hafa aðeins færri tröppur upp til sín þar sem að þær eru þó nokkuð brattar og átti mamma í smá erfiðleikum með að klifra þær upp og halda jafnvægi í hitanum. Enda farið að fara þó nokkuð mikið fyrir mér. En klifurið var svo sannarleg þess virði því að styttan af kappanum er bara mjög svo flott. Einnig var útsýnið yfir að Washington minnismerkinu alveg hreint ótrúlegt. Seinasti staðurinn sem þau fóru svo í gegnum var minnisvarðinn um hermennina sem annað hvort týndu lífi eða hurfu í Víetnam stríðinu. Stefnan var líka tekin á Arlington kirkjugarð í Virginíu fylki. En svo vill til að það sé innan við 10 mínútna keyrsla þangað frá borginni. Var rétt komið fram yfir hádegi þegar mamma og pabbi fóru þangað og stoppuðu þau því mjög svo stutt við. En þau gengu aðeins um og sáu þennan þvílíka fjölda af gröfum, og minnisvarðann og gröf John F. Kennedy. Styttuna frægu þar sem verið er að reyna fánann að húni sáu þau þegar þau keyrðu framhjá en það var alltof langur gangur þangað í hitanum. Skrifað af Bumbubúa 24.07.2005 00:59Borgar sig stundum að vera óléttur ....Það er alla vegna það sem við mamma höfum komist að á meðan við höfum verið hérna í Baltimore. En henni hefur verið hleypt fram fyrir í röðum, boðin uppfærsla á bílum og svo það sem gerðist í kvöld og voru bæði mamma og pabbi mjög svo ánægð með það. En við vorum að bíða eftir borði á Outback Steakhouse og höfðum beðið í um 20 mínútur eða svo og var biðin því rétt um hálfnuð. Kom þá þjónustudaman til þeirra og benti þeim á að það væri laus bás sem þau mættu grípa, sem þau auðvitað gerðu þar sem að það er miklu betra að sitja á bás heldur en við venjulegt borð og plús biðtíminn varð helmingi styttri fyrir vikið. Skrifað af Bumbubúa 18.07.2005 20:04Engin loftræstingÚff það er sko heitt hérna í Baltimore í dag, og ekki gerir rakinn þennan hita þægilegri. En hingað til hefur loftræstingin alveg bjargað málunum hjá okkur. En það sem kom upp á hjá okkur sennilega í nótt eða snemma í morgun er það að loftræstingin bilaði. Hún blæs en hún kælir ekki neitt. Svo að okkur mömmu hefur verið nokkuð heitt í dag, en sem betur fer vorum við ekki búin að draga frá neinum gluggum - ekki það að maður eigi að gera það þegar sólin skýn svona sterkt úti og hitar svona mikið - svo að það var svalt í íbúðinni fram eftir degi. En núna sitja mamma og pabbi og bíða eftir húsverðinum sem ætlar að koma fyrir klukkan fimm og kíkja á loftræstinguna, og vonandi text honum að laga hana því að annar svona heitur dagur er ekki eitthvað sem okkur langar til að upplifa aftur. Skrifað af Bumbubúa 18.07.2005 11:4530 vikurÞá er komið að því, að ég er búin/n að vera í ofninum núna í 30 vikur og á því bara 10 vikur eftir ... vonandi ekki meira. Það er nú algjört æði að eiga bara 25% eftir og lítur þetta allt saman miklu meira spennandi út þegar maður þér þetta núna heldur en þegar ég var komin/n 10 vikur og átti 30 eftir. Úff, við erum nú nokkuð ánægð að þetta sé allt saman að verða búið hjá okkur. Pabbi ætlar að taka myndir af kúlunni minni í kvöld þegar hann kemur heim úr vinnunni svo að þá bætast nokkrar nýjar myndir við af mér. Ekki amarlegt að láta taka svona mikið af myndum af sér. Skrifað af Bumbubúa 17.07.2005 12:06HitaviðvörunÞað hefur verið gefin út viðvörun varðandi hita í dag svo að okkur er sagt að forðast sólina og drekka mikið, þar sem hitinn eigi að vera rétt fyrir 30°C en hita indexinn með rakanum eigi að fara yfir 40°C sem er jú aðeins of heitt fyrir okkur. En þetta var nú nokkurn vegin það sem við mamma vorum með á okkar plani í dag. Við ætlum reyndar að keyra með pabba inn til Hagerstown í Prime Outlets sem eru þar, og sjá hvort að við finnum eitthvað sniðugt. En pabba bráðvantar nýja inniskó / íþróttasandala þar sem hans voru að gefa upp öndina. Annars er klukkan nú bara rétt um 8 hérna og erum við mamma búin að vera á fótum núna í um tvo og hálfan tíma. Held að pabbi sé búinn að fá nóg af rápinu í okkur því að við erum alltaf að koma og tala við hann annars lagið, þar sem mamma er að gera allt sem hún getur til að þurfa ekki að setjast niður og vinna verkefnið sem hún á að skila á morgun. En við eigum einmitt að vekja pabba eftir um klukkutíma þar sem allt opnar klukkan 11 á sunnudögum og það er best að koma sér út áður en hitinn verður of mikill. En hvernig líst ykkur á öndina og nýja útlitið á síðunni? Mamma var að tala við Stíg í gærkvöldi og fékk hann til að búa til eitt svona hlutlaust útlit fyrir mig. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is