Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
||||
16.07.2005 23:50Don PablosHérna sit még með mömmu og skrifa ykkur frá Columbia, MD sem er eitt af úthverfum Baltimore. Ekki svo amarlegur staður, alla vegna ekki við fyrstu sýn. En við mamma komum hingað í gærkvöldi til að dvelja með pabba í hálfan mánuðu á meðan hann er að vinna. Vorum við vel þreytt þegar við komumst á leiðarenda í gær, enda fór vélin ekki í loftið fyrr en m 40 mínútum of seint frá Keflavík og svo lenti hún líka aukalega á eftir áætlun og vorum við ekki komin út til pabba fyrr en rétt upp úr 20.30 í stað 18.40. En allir voru annars alveg frábærir og fengum við mamma alveg frábæra þjónustu hvort sem það var frá IcelandAir starfsfólkinu, mönnunum í röðinni í útlendingaeftirlitinu sem hleyptu okkur framar í röðinni, maðurinn sem hjálpaði mömmu að gríða töskurnar okkar af færibandinu og setja og kerruna til tollvarðanna sem voru ekkert nema liðlegheitin. Það var sko gott að geta sett lappirnar upp í loftið þegar við mættum á leiðarenda því að öklarnir voru nú orðnir þó nokkuð þrúttnir. Hjaðnaði þrotinn þó nokkuð í nótt en er að mestu kominn aftur enda erum við búin að vera á fótum núna og á fullu í allan dag. Fórum í Target, Wal Mart, Barnes & Nobles og Micheals. Við ætluðum í Babies R' Us en fundum ekki staðsettningurna á Never Lost kerfinu í bílnum svo að við ætlum bara að skreppa þangað á morgun. Svo á öllum þessum þvælingi sáu mamma og pabbi Don Pablos (http://www.donpablos.com/home/p_home.cfm) sem er Mexíkóskur veitingastaður og vissu þau sko strax hvar við myndum borða í kvöld. En þau höfðu farið á þennan stað þegar þau voru með ömmu Sigrúnu og afa Baldvin á Orlando fyrir tveimur árum og voru ekkert smá ánægð. Ég aftur á móti var ekki alveg eins ánægð/ur með matinn þar sem hann var aðeins í sterkari kanntinum og var ég fljót/ur að láta mömmu vita. Við höfðum planað að keyra til Washington, DC og skoða okkur um fyrst það er rétt um klukkutíma keyrsla eða svo en þar sem það á að rigna á morgun ákváðu mamma og pabbi að fara bara um næstu helgi og skoða sig um. Og fara þá bara í outlettið á morgun og athuga hvort þau geti ekki fundið Babies R' Us á morgun. Svo ætlar mamma bara að slappa af í vikunni og vera með tærnar upp í loftið og lesa og læra. Bestu kveðjur úr hitanum og rakanum héðan úr Baltimore. Skrifað af Bumbubúa 13.07.2005 16:32Bílinn kominn heimÞá er það vesen búið, mamma fór og sótti bílinn á verkstæðið í dag. Bara mörgum dögum á undan áætlun. Og var hún ekkert smá fegin að fá bílinn aftur. Hún var reyndar ekki komin langt þegar vélarljósið kviknaði en snéri bara strax aftur við á verkstæðið og þeir stungu tölvunni í samband við bílinn og svo hreyfði kallinn einhverjar slöngur og þá var allt komið í lag. Væntanlega bara eitthvert lofttæmi sem var á kerfinu og síðan þá er bílinn búinn að vera algjör engill. Meira að segja handbremsan er betri heldur en áður en hann fór á verkstæðið! Skrifað af Bumbubúa 12.07.2005 22:09Vesenið var víst minna með bílinn heldur en búst var viðBifvélavirkinn hringdi í dag, og sagði að hann væri búinn að gera við bílinn og að mamma mætti koma og sækja hann á morgun. Sem kom skemmtilega á óvart, sérstaklega þar sem að ekki átti að fara að vinna í honum fyrr en 19. júlí. Og svo það sem kom hvað skemmtilegast á óvart var að verðið var miklu minna heldur en mamma og pabbi voru búin að búast við. Yay. Skrifað af Bumbubúa 11.07.2005 18:2229. vikna skoðunMamma og ég fórum í skoðun í dag og lítur allt saman mjög svo vel út og virðist ég bara dafna eins og blóm í eggi. Enda ekki nema um 11 vikur eftir núna svo að það er farið að sjá nokkuð á henni mömmu. Það voru allir pappírarnir komnir frá sjúkrahúsinu eftir að mamma var löggð inn þann 1. júlí með grun um meðgöngueitrun og kom ekkert út úr öllum prófunum og erum við því mjög svo ánægð með það. End mjög svo gott að sleppa við allt svona auka vesen. Niðurstöðurnar úr sykurþolsprófinu komu líka og var það auðvitað neikævtt eins og við vissum svo sem. Svo að ljósmóðirin sagði það sama og læknirinn sagði við mömmu þegar hún fékk að fara heim af sjúkrahúsinu, eða góða ferð. Svo að við mamma förum með góða samvisku að hitta pabba í Baltimore á föstudaginn. En hann er einmitt á leiðinni í loftið núna. Góða ferð pabbi. Skrifað af Bumbubúa 11.07.2005 17:57BílavesenÞá erum við komin aftur heim til Reykjavíkur eftir ferða helgi til Vestfjarða. Ekki var þessi verð til að auka áhuga foreldra minna á vestfjörðunum meira heldur en það hefur verið hingað til. Ferðin byrjaði jú ágætlega en það fór fljott að halla undan fæti. Jæja, fyrsta uppákoman átti sér stað strax í Mosfellsbæ eftir um 15 mínútur í bílnum. En þá fattaðist að myndavélin hafði orðið eftir. Ekkert stór mál svo að mamma og pabbi ákváðu að keyra áfram í stað þess að snúa við og ná í vélina. Enda áttu þau panntað far með Flóabátnum Baldri og ekki má vera seinn í þann bát ef maður ætlar með. Þau komust á Stykkilshólm rétt upp úr þrjú svo að allt leit vel út og komumst við öll um borð í bátinn. Það er svo sem ekkert frásögufærandi nema hvað að það var svo vont í sjóinn að við urðum öll alveg hrikalega sjóveik og meira að segja pabbi sem er nú yfirleitt með stálmaga varð nokkuð grænn. Mamma greið ældi eins og múkki og ég lét sko fyrir mér finna og var ekkert að skafa utan af því að mér fannst þessi bátsferð ekkert góð hugmynd!! Loksins komumst við yfir á Brjánslæk og þá var rétt undir klukkutíma eftir inn á Patreksfjörð. En við gistum þar hjá Árna frænda og fórum svo og hittum allt liðið inni í Hænuvík á laugardagsmorguninn. En eftir að hafa farið yfir í Hænuvík var farið á Byggðarsafnið á Hnjóti og heilsað upp á fólkið þar, en Jói afi heitinn var safnvörður þar. Svo komu Sigríður langaamma og Guðrún frænka með okkur mömmu og pabba og Árna frænda inn á Patreksfjörð aftur. En okkur var greinilega ekki ætlað að fara alla leið þar sem að við komumst inn að Ósi þegar það fórum að heyrast einhver óhljóð í bílnum og við stoppuðum til að athuga hvað væri að. En vildi svo til að þegar við störtuðum bílnum aftur vildi hann ekki hreyfa sig úr stað. Sem betur fer var heppnin með okkur að Ægir vinur Árna frænda átti leið hjá og gat tekið okkur fimm upp í bílinn sinn og sögðum við skilið við bílinn hjá mömmu og pabba. Þegar við vorum komin heim á Patreksfjörð fór pabbi og Árni frændi með Ægi til að kíkja á bílinn og athuga hvort það vantað bara sjálfskiptingarvökva á bílinn. En svo var víst ekki málið og leit út fyrir að það væri loft í vökvanum. Svo að þeir komu allir aftur í bæinn en bílinn varð eftir. Árni frændi ræsti út vin sinn sem keyrir vörubíl og átti hann með krana svo hægt var að lyfta bílnum upp á vörubílspallinn og ferja hann inn á Patreksfjörð. Um kvöldið kíktu svo pabbi og Árni frændi á bílinn og hreynsuðu síuna þar sem ekki var hægt að fá síu á Patreksfirði og fór bílinn þá af stað þegar honum var starað. Svo að allt leit svo sem ágætlega út. Svo að á Sunnudaginn þegar mamma og pabbi voru að fara í Sauðlauksdalskirkju var bílinn skilinn aftur eftir á Ósi svo að hann þyrfti ekki að fara á malbikið. Og var þeim bara skutlað aftur þangað eftir kaffidrykkjuna að Hnjóti. Eftir að þau hófu ferðina upp Kleifarfellið fór hljóðið að koma aftur svo að það var ara drifið sig inn á Bránslæk. Og var þar vonað að bílinn myndi hreyfa sig þegar kæmi að því að ferja hann inn í Baldur. En mamma og pabbi höfðu svarið þess að þau myndu ekki fara aftur með Baldri en það var víst ekki mikið val núna þar sem "spara" þurfti sjálfskiptinguna. En bílinn komst um borð í Baldur og var sú verð nú mun þægilegri heldur en föstudagsferðin var. En mamma var fljót niður að pannta kojur handa sér og pabba svo að þau gætu legið mest alla ferðina. Amma og afi hittu svo mömmu og pabba á bakkanum á Stykkilshólmi og var bílinn skilinn eftir til að vera sóttur seinna. En afi fór í dag með kerru til að ferja bílinn í bæinn. Svo að núna er hann kominn á verkstæði og fer í viðgerð í næstu vikur og verður vonandi orðinn fínn og góður þegar ég og mamma komum heim frá Baltimore um Verslunarmannahelgina. En þessi helgi var algjör kvöl og pína fyrir fjölskyldubílana. Bílinn hjá ömmu fyrir vestann varð rafmagnslaus og startarinn hjá henni er að deyja, bremsurnar hjá Hildi frænku og Gylfa frænda skemmdust víst eitthvað, einhver spaði í bílnum hjá Hildi frænku, Sóla frænka og Hafsteinn urðu bensínlaus, og svo sprakk hjá Grétari frænda og hann keyrði á aumingjanum inn til Patrekfjarðar til að fá nýtt dekk. Svo á leiðinni hans til baka inn á Hænuvík sprakk svo á öðru dekki svo að hann endaði aftur á aumingjanum. Má sko segja að þessi helgi hafi ekki verið bílvæn fyrir fjölskylduna. Skrifað af Bumbubúa 10.07.2005 11:54Spurning um stærð og þyngdMamma ákvað að taka Halldór á orðinu og setja upp könnum um hversju stór og þung/ur ég mun verða við fæðingu.
Skrifað af Bumbubúa 05.07.2005 10:27Skoðannakönnun - hvort heldurðu að ég sé?Mamma og ég bjuggum til litla skoðannakönnun um hvort að þið hélduð að ég væri stelpa eða strákur og hlakkar okkur mjög svo til að sjá hvað þið segið.
Skrifað af Bumbubúa 03.07.2005 17:55MyndirMamma var að setja inn nýjar myndir núna, svo endilega kíkið á þær. Skrifað af Bumbubúa 02.07.2005 18:43Sjúkrahús ævintýriMamma hélt að ég væri eitthvað að stríða henni með að ákveðja að koma snemma eða eitthvað því umlíkt. En hún vaknaði um 5 leitið í gærmorgun með krampa sem eru eins og miklir hungurverkir en svo hættur þeir. En svo komu aftur smá verkir rétt eftir að hún mætti í vinnuna, og hægt og rólega jukust þeir og færðu sig niður aðeins eftir bumbunni og til hliðar. Um klukkan ellefu í gærmorgun hringdi hún upp á kvennadeild og þær sögðu henni að koma of mæta í skoðun. Mamma fékk pabba til að koma fyrr heim úr vinnunni en hann var í Keflavík svo að við þurftum aðeins að bíða eftir honum. Þegar pabbi var kominn keyrðum við af stað upp á Kvennadeild Landspítala Íslands Háskólaskjúkrahúss ... ekkert smá nafn ... og þar fór mamma beint í mónitor þar sem fylgst var með hjartslættinum mínum, sem auðvitað var innan eðlilegra marka. Hann var alltaf um 140-160 sem er það sama og ég hef alltaf haft hjá Ingibjörgu ljósmóður. Og svo var líka samdráttar mónitor settur á kúluna. En það voru alltaf um 16-20% samdrættir. En þar sem bæði ljósmóðirin og læknirinn höfðu ekki áhyggjur af því voru mamma og pabbi ekkert að æsa sig yfir því. Ljósmóðirin sagði líka að það ætti nú að vera aðeins líf í leginu. En því að blóðþrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi hjá mömmu, fór í 130/95 en hefur alltaf verið 110-115/75 í skoðunum, og að hún var með þó nokkuð bjúg bæði á fótum og smá í andliti var ákveðið að leggja okkur inn yfir nótt og sjá svo til. Þar sem lækninum var farið að gruna meðgöngueitrun. Hljómar nú ekkert alltof spennandi. Svo að það var farið með okkur niður á meðgöngudeild og þar var okkur komið fyrir. Tekin höfðu verið blóððrufur úr mömmu áður en við fórum á meðgöngudeildina og svo aftur í morgun. Einnig var blóðþýstingurinn mældur mjög svo oft yfir seinustu 24 tímana. Svo var eggjahvítuefni (prótín) mælt í þvagi yfir þessa 24 tíma. Upp úr 2 leitinu í dag kom svo læknirinn að tala við mömmu og sagði að allar blóðprufurnar hefðu komið mjög vel út og að frumrannskóknir á þvagi væri góðar líka svo að við fengum að fara heim eftir um 26 tíma ævintýri á sjúkrahúsinu. Okkur var bara sagt að slappa af, ekki mæta í vinnuna á mánudaginn og hlusta vel á hvað líkaminn hennar mömmu er að segja okkur. Einnig var henni sagt að hún ætti ekki að vinna fullan vinnudag í næstu viku eins og hún hafði ætlað sér að gera og halda sig bara við venjulegan vinnu dag. Við fengum líka grænt ljós á að fara í flugið núna 15. júlí til að hitta hann pabba í Baltimore. Skrifað af Bumbubúa 27.06.2005 16:5513 vikur eftirJæja, þá erum við formlega komin inn á seinasta þriðjunginn og erum ekkert smá fegin yfir því. Þá kannski fer þetta að styttast eitthvað hjá okkur. En svona undanfarnar vikur hefur okkur fundist tíminn lítið líða. Þær helstu fréttir eru að við erum við alveg ágætis heilsu. Mamma er reyndar eitthvað slæm í grindinni í dag og átti erfitt í vinnunni. En það má svo sem líka rekja til þess að við vorum allan daginn í vinnunni í staðinn bara til hádegis. En svoleiðis verður það út þessa viku og næstu en í staðinn fáum við fullt tveggja vikna frí í lok júlí svo það eru ágætis skipti. Við erum alveg að brjálast úr hita þessa dagana, það virðist bara aldrei vera nógu kallt. Alveg sama hvar við erum. En er það nú allra verst á næturna þegar mömmu er heitt og á erfitt með að koma sér fyrir. En ég er víst eitthvað að þvælast fyrir svefnvenjunum hennar. Svo erum við orðin svo dugleg að vakna að við erum fyrileitt komin á fætur upp úr 6 leitinu sem er alveg út úr karakter fyrir mömmu þar sem henni finnst svo gott að lúra. Hún heldur að ég sé að venja sig við varðandi hvenær ég hyggst ætla að vakna í framtíðinni. Við sjáum nú til um það. Skrifað af Bumbubúa 19.06.2005 11:2099 dagar eftirÞað verður nú bara að segjast að það er mjög gaman að sjá 2ja stafa tölu í stað 3ja. Og svo frá og með morgundeginum eru bara 14 vikur eftir, erum að skríða inn á þriðja og seinasta hlutann. Vonandi verður hann fljótur að líða. Skrifað af Bumbubúa 17.06.2005 12:00Hæ hó jibbý ....Það er víst kominn 17. júní, alveg hreint ótrúlegt hvernig þetta allt saman liður finnst ykkur það ekki? Það var nú bara apríl hérna fyrir nokkrum dögum síðan ... eða svo að okkur finnst í það minnst. Gleðilegan þjóðhátíðardag allir saman. Skrifað af Bumbubúa 14.06.2005 16:39Erum komin heim frá DanmörkJæja, þá er ég búin/n að prófa að ferðast bæði austur og vestur áður en ég fæðist. En við mamma og pabbi komum heim í gærnótt. Lentum rétt fyrir miðnætti en vegna þess að það tók heila eilíf að fá farangurinn okkar að við vorum ekki komin til Reykjavíkur fyrr en rétt upp úr 2 í morgun. Sem var nú ekki alveg það besta þar sem mamma og pabbi þurftu að vakna til vinnu í morgun. Það gekk nú eitthvað brösulega hjá honum pabba að koma sér framúr og fór hann ekki í vinnuna fyrr en um 9 leitið í morgun. En við mamma drifum okkur af stað straxk rétt fyrir 8 og vorum bara ótrúlegs hress í vinnunni og í allan dag líka. Höfðum ætlað að leggja okkur en höfum hingað til ekki þurft þess. Erum í staðinn fyrir búin að taka utan af nýja vagninum mínum og upp úr töskunum og þess háttar dútlerí sem fylgir því að koma heim úr ferðalagi. Annars var ferðin okkar bara mjög fín. Flugið út var þokkalegt, en greyið hún mamma fékk kjúkling í vélinni en hann situr ekki vel hjá henni þessa mánuðina. En það doldi allt niðri fluginu. Svo vorum við fljót að sjá Klemens afa um leið og við vorum komin út úr vélinni og gekk keyrslan heim bara mjög svo vel fyrir sig. Sáttu mamma og pabbi eitthvað eins fram eftir að spjalla við Klemens afa og ömmu Heidi áður en þau skelltu sér í háttinn. Veðrið var mjög fínt í Danmörku og náið pabbi sko alveg að slappa af. Naut þess að vera bara úti að gera ekki neitt ... nema kannski stundum að leika við kettlingana en þeir voru voðalega vinsælir hjá honum. En annars átti hann pabbi 25 ára afmæli á föstudaginn 10. júní. Til hamingju með afmælið pabbi. Seinna þann dag fórum við með afa og ömmu í búð og fékk ég nýjan Emmaljunga vagn sem ég verð eflaust ekkert smá ánægð/ur með (http://www.emmaljunga.co.uk/product.asp?bvid=3&artnr=12512). Voðalega flottur, og þurftu mamma og pabbi aðeins að æfa sig á honum áður en þau náðu taki á því hvernig þetta allt saman virkar og hvernig skipta eigi um hlutina svo að það fari úr því að vera vagn og í að vera kerra. Alveg hörku batterí. Í gær fórum við inn til Kaupmannahafnar og eyddum nokkrum klukkutímum þar á Striknu. Veðrið var því miður ekkert voðalega merkilegt og endaði það allt saman bara í 9°C og rigningu. Svo að við fórum heim með lestinni um tvö leitið og sótti amma okkur á lestarstöðina. Annars held ég nú að ömmu og afa hlakki ekkert smá til að hitta mig því að þau voru alltaf að tala um mig og eru sko búin að segja öllum frá því að ég sé á leiðinni. Amma var meira að segja búin að versla aleg heilan helling á mig. Þegar afi sagði pabba að koma með stóra ferðatösku datt mömmu og pabba aldrei í hug að það væri svona mikið!! Amma hafði sko ekki verið neitt smá dugleg við að finna alveg frábært og flott föt á mig. Takk amma og afi. Svo, ætla þau að koma til Íslands þegar ég verð skírð/ur svo að þau fá nú að sjá mig í alvörunni tiltölulega snemma eftir að ég fæðist. Skrifað af Bumbubúa 07.06.2005 17:06Hvað heyrum við ............. Úlfur farinn að standa upp sjálfur. Ekki slæmt, það er nú þó nokkuð þangað til að mér muni takast það en við verðum farin/nir að hlaupa saman eftir ekki svo langa stundu, vittu bara til . Til hamingju með það Úlfur. Skrifað af Bumbubúa 07.06.2005 15:5324 vikna skoðunÞá erum við komin heim eftir að hafa hitt Ingibjörgu ljósmóður. Og er bara allt saman í sómanum hjá bæði mér og mömmu. Mælist enginn sykur eða prótín. Engar breytinar á blóðrþýstingnum svo að við erum enn í neðrimörkum. Lítil þyngaraukning og er hún enn sem komið er enn þar líka í neðrimökrum svo að mamma var mjög ánægð með það því að hún hélt að hún hefði þyngst mun meira en við gerðum. Svo ákvað ég að stríða Ingibjörgu aðeins þegar þegar hún ætlaði að athuga hjartsláttinn minn því að hún byrjar alltaf upp á mallanum en mamma gat sko alveg sagt henni að ég væri mun neðar, sem var alveg rétt því að hún fann mig þá einn tveir og þrír. Við bókuðum sykursýkisprófið fyrri 5.júlí svo að við mamma þurfum að fara þá inn eldsnemma og tekur það um 3 tíma með öllu veseninu. Bara svo að við séum viss að allt sé í goodí þar sem langaamma (móðuramma mömmu) fékk meðgönguskykursýki. Skrifað af Bumbubúa Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is