Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|||||||
07.04.2007 22:19Kjánalegir hlutir / Silly things
Skrifað af Sebastían 05.04.2007 12:01Gleðilega Páska / Happy EasterNúna er vest tíminn til að segja Gleðilega Páska Búið að vera nóg að gera í þessari viku. Á mánudaginn skutlaði mamma mér á leikskólann seinna en venjulega því að hún var komin í páskafrí og ætlaði að nota daginn til að útrétta. Nema hvað að klukkan 9:30 er hringt í mömmu og sagt að ég sé kominn með 38,8 stiga hita. Henni fannst það nú nokkuð skrítið því að ég hafði verið svo hress en fór að stað og sótti mig. Var ég alveg voðalega hress þegar hún kom svo að hún mældi mig þegar við komum heim og var ég þá með 37,4 stiga hita eða bara 4 kommur. Fannst henni þetta nú skrítið svo að hún mældi mig aftur og var ég þá með 37,5 stiga hita. En þar sem ég var með sýkingu í augunum grunaði hana kannsi að það hefði blossað upp og fékk ég bara að faraí hádegismat og svo beitn út að lúlla. Það er svo gott að lúlla úti. Svo að núna er ég bara búinn að vera með mömmu heima alla þessa vikuna og erum við búin að skemmta okkur vel. Gröfukallinn okkar kom með gröfuna sína á lóðina okkar á mánudaginn en er búinn að vera veikur svo að hann hefur ekki getað gert neitt. En það er samt eitthvað, mér finnst þetta líka alveg voðalega skemmtileg grafa, hún er svo stór! Ég fór í 18 mánaða skoðun í gær og er víst 11420 grömm og 80,5 cm. Eitthvað höfðu nú allir gert ráð fyrir að ég væri stærri og þyngri en ég er, en ég er farinn að beyja aðeins af krúfunni minni. Vildi læknirinn bara meina að það væri allt innan eðlilegra marka og að þetta væri sennilega bara allt saman út af hvað ég er búinn að vera flensusækinn undanfarið og sýklalyfjunum. En ég fæ að koma aftur í september til að athuga hvort að ég hef ekki þyngst betur, því að 900 grömm er víst ekki alveg nógu mikil þyngt fyrir 6 mánuði. Svo fékk ég sprautu hjá lækninum og gekk það bara voðalega vel, hvorki öskraði né grét. Hjúkrunarkonan spurði hvort að ég væri komin með 6-10 orð, ég sýndi enni það sko en mamma var fljót að segja henni að ég er komin með um 50 orð eða orðasambönd og bara 12 ný orð / orðasambönd síða á fimmtudaginn í síðustu viku. Meira að segja ein þriggja orða setning ---- Happy Easter everybody A lot has been gonig on this weekend, last Monday mom dropped me off at the daycare a little later than usual as she had begun her Easter vacation and was going to get some things done. Well at 9:30 the daycare called and told her that I was running a fever of 38,8°C. She thought that was quite strange as I had been fine and dandy when she dropped me off an hour before. And when she came I was playing quite nicely too. So mom decided to take my temperature upon coming home and it was 37,4°C so she took it again and then it was 37,5°C so we weren't noticing the same fever as I supposedly had at the daycare. So I have just been enjoying staying at home with mom this week. I went to my 18 month check-up yesterday and it turned out that I am 11420 grams and 80,5 cms. A little shorter and ligther than everybody and expected, but the doctor claimed that that was probably because I have pretty much had a flu once each and everymonth! And also the antibiotics that I have had to take and don't agree all to well with my stomach. I am to come back in September to see if I have gained any more weight, as 900 gramms isn't quite enough over a 6 month period. The nurse asked mom if I had at least 6-10 words and I sure did show her with using more than 6 words just in my visit in her office. Mom was quick to tell her that I have about 50 words and sentances, and 12 new words / sentances since last Thursday. Even a three word sentance Skrifað af Sebastían 28.03.2007 20:13Kafað / DivingOrðinn voðalega borubrattur í baði, bara farinn að stanga andlitinu á bólakaf og kem upp skelli hlægjandi. Annars átti ég að fara í 18 mánaða skoðun í morgun klukkan 9, en mamma og pabbi voru alveg viss að ég ætti að fara á morgun klukkan 9 svo að við misstum af tímanum mínum. En mamma hringdi strax og fékk tíma fyrir mig aftur 4. apríl klukkan 10:15 svo það verður gaman að fá nýju tölurnar mínar. Ég og Valur, leikskólavinur minn, leiddumst inn á leikskólann í gærmorgun og að sögn vorum voðalega sætir saman. Mömmu fannst voðalega leiðinlegt að missa af því. --------------- I have begun to dive as of this evening, now the most fun thing to do while taking a bath is to put my face under the surface of the water and to come up laughing. I was due to have my 18 month check up this morning at 9 am but for some reason mom and dad were sure that it was tomorrow morning at 9 am so we missed our appointment. But mom was able to get me a new one on April 4th at 10:15 am so we should get my new stats then. That is always a lot of fun. Yesterday Valur and I, a friend from the daycare, walked hand in hand into our play area when arriving and apprently we were just the cutest thing ever, mom was a bit dissapointed for having missed it. Skrifað af Sebastían 25.02.2007 13:22Nefkirtlataka og hljóðhimnuástungaJæja þá er ég með smá fréttir fyrir ykkur öll. Á mánudaginn í síðustu viku átti ég tíma hjá HNE lækninum mínum og fengum við þær fréttir að ég kæmsti í nefkirtlatöku og hljóðhimnuástungu strax á miðvikudaginn - eða Öskudag. Gripum við þann tíma fegins hendi. Var ég því heima með pabba á Öskudag og mætti bara í staðinn í búningnum mínum til læknisins svo að hann var nú eitthvað notaður. Fékk reyndar að leika mér í búningnum bæði á mánudaginn og þriðjudaginn. En ég var mættur klukkan 20 mínútur í 1 og var þá hafist handa við að gera mig tilbúinn. En um tíu mínútum seinna var ég svæfður. Hann var mjög fínn svæfingarlæknirinn minn og var mamma hjá ánægð með það því hún hafði heyrt margar hryllingssögur. Svo var mömmu og pabba hent fram en læknirinn kom svo og sótti þau 12 mínútum seinna, en þá var allt saman búið! Það tók mig aðrar 10-15 mínútur að vakna og var ég engan veginn hress. Lét víst alveg eins og óhemja. En var orðinn nokkuð góður þegar við fengum að fara heim. Þegar heim var komið fékk ég að borða og varð þá allt miklu betra, enda ekkert grín að mega ekki borða - sérstaklega fyrir mig! Seinni partinn var ég orðinn eins og ég á að mér að vera en fékk að vera heima með pabba á fimmtudaginn líka. Einu breytingarnar núna eru þær að ég á að sofa inni út næstu vikuna. Enn kannski það stærsta sem tekið er eftir er að ég sef í gegnum nóttina núna alveg rólegur og er ekki að henda mér til og frá eins og ég var alltaf að gera áður fyrr. Legg mig meira að segja minna á daginn núna og er miklu hressari í alla staði. Myndir eru væntanegar í lok næstu viku. Mamma vill klára allan febrúramánuð fyrst. Skrifað af Sebastían 28.01.2007 12:04Lítill frændi í heiminnÉg er bara alltaf að verða ríkari og ríkari. En ég var svo heppinn að eignast lítinn frænda núna 24. janúar. Hann kom bara næstum því á réttum tíma, og lét bara bíða eftir sér í 1 dag. Verður voðalega gaman að fá að sjá hann en fyrst verðum við öll að verða alveg frísk fyrst. Til hamingju Ólöf og Grettir með fallega prinsinn Skrifað af Sebastían 12.01.2007 17:17Bitinn í hnakkann! / Bitten at the back of my head!Afi sótti mig á leikskólann í dag og fékk hann þær fréttir að ég hafði verið bitinn í hnakkan af öllum stöðum!!!! En ég var líka bitinn þegar ég var sóttur af leikskólanum á miðvikudaginn svo að núna er ég með bitför bæði á handabakinu mínu og í hnakkanum! Mamma talaði við leikskólann og var henni tjáð að þeir væru að reyna að ráða við aðilann, en þetta er víst þekkt fyrirbæri á minni deild og er umræddur aðili undir eftirliti. ------ Grandpa picked me up from the daycare today and was told that I had been bitten at the back of my head! But I was also bitten last Wednesday, so now I have bitemarks both at the back of my neck and my hand. Mom spoke to the daycare and aparently this is a known issue there and they are trying to deal with the individual. Skrifað af Sebastían 27.12.2006 10:57Lítil frænkaÉg varð svo heppinn að fá litla frænku í morgun. En hún fæddist uppúr 4 ef ég man rétt og var 13,5 merkur og 53 sentimetrar. Mamma hafði barasta næstum því alveg rétt fyrir sér en hún sagði að ég fengi frænku sem væri 13 merkur og 51 sentimeter. Til hamingju Sóla frænka og Hafsteinn með litlu dömuna. Skrifað af Sebastían 23.12.2006 20:51Gleðileg jól / Merry ChristmasÉg og mín fjölskylda vildum bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonandi mun nýja árið vera gæfuríkt. Annars er allt gott að frétta, ég er orðinn vel sprækur og fór meira að segja út að borða Þorláskmessupizzuna sem mér fannst bara þokkalega góð. Ég á hins vegar að klára sýklalyfin mín sem ég geri mjög svo samviskusamlega, enda ætla ég ekki að hætta á að fá lungnabólguna aftur. --------- I, among my parents, just wanted to wish you all a Merry Christmas and we hope that the New Year will bring you nothing but joy and happiness. I am doing a lot better, even went out for our annual pizza tonight and enjoyed it quite a lot. Skrifað af Sebastían 19.12.2006 14:44Lungnabólga / PhnumoniaJá þig lásuð rétt, ég er kominn með væga lungnabólgu. Ekki gaman það. Ég er búinn að vera með 40°stiga hita síðan á laugardag, pabbi var með mér heima í gær og fót hitinn minn niður í 39°. En svo þegar við mamma vöknuðum í morgun - og það eftir 14 tíma svefn en ég hef ekki sofið svona lengi bara síðan á fyrstu vikunum mínum ef ég svaf þá einhvern tímann í svona langan dúr í einu - þá var henni nú ekki um sel því ég var sjóðandi heitur og gat ekki staðið í lappirnar. Svo að ég var mældur og var þá kominn með 41° hita! Mamma hringdi í lækninn og hann sagði henni að fara með mig niður á Hring til að athuga hvað væri að valda þessum hita. Fyrst var giskað á að ég væri með RS vírusinn en svo reyndist nú ekki. En út úr bakteríu prófinu mínu var ég með skor yfir 100 en læknirinn sagðist vilja sjá undir 50 svo að ég var sendur í lungnamyndatöku. Kom þá í ljós að ég væri með væga lungnabólgu og sendur heim með sýklalyf eiga að ráða við þetta og að ég ætti að vera orðinn frískur fyrir jól. --------- Yes that is right, I have got phnumonia! I have had a temperature of 40°since last Saturday but did go down to 39° yesterday when dad was at home with me. But when I woke up with morning with mom - after sleeping for 14 hours which is very odd for me as I havn't done that since I was an infant - and after having my temperature taken I had a fever of 41°. Mom spoke to the doctor who told her to bring me to the Childrens Hospital. There they at first thought I had the RSV but after scoring rather high on a bacterial test I was taken inn for a lung exray where it was determined that I had a mild phnumonia. I've gotten my anti-biotics now should back to my old self by Christmas. Skrifað af Sebastían 17.12.2006 19:30Nýjar myndir og tennur / New pictures and teethÞá er loksins búið að skella inn nýjum myndum af mér og er þar sambland af nóvember og desember. Svo er ég að verða fulltenntur, á bara tveggja ára jaxlana eftir en vonandi koma þeir nú ekki fyrr en á næsta ári og þá helst seint á næsta ári! Við erum sko alveg búin að fá nóg af þessum 16 tönnum sem ég er búinn að taka, enda hefur tanntakan því miður ekki verið mjög auðveld fyrir mig. 12 desember fannst augntönnin hægra megin í neðrigómi en svo í gær, 16. desember, fannst svo vinstri augntönnin í neðri góm og er ég orðinn vel bitfær. ------- Pictures have finally been updated to my photo album and is there a combination of November and December pictures. I have also gotten two new teeth, but have gotten two new ones over the past week and that gives me a grand total of 16 teeth. That means that I only have the two year old molars to come through and hopefully the won't show up till some months down the road! Skrifað af Sebastían 04.12.2006 22:46Misheppnuð utanlandsferð / Failed tripJæja ekki varð nú úr því að ég kæmist til ömmu og afa í Danmörku. En það vildi svo til að þegar við vorum komin út í flugvél þurftum við að bíða alveg heil lengi eftir að vélin væri afísuð en svo loksins þegar það gerðist þá fannst gat á flugvélarskrokknum! Það olli því að við þurftum að fara úr vélinni. Fyrstu spár voru að flogið yrði klukkan 11, við ákváðum reyndar að fara heim þar sem ég var ekki með nógan mat og allt var lokað á flugvellinum og því hvernig hægt að fá mjólkurlausan mat fyrir mig. Raunin var reyndar sú að það var ekki floið fyrr en um 2 á föstudagsmorgni og lennt í Köben um 4. Og hefði því ekki ferðin okkar nýst voðalega vel þar sem við áttum flug heim með hádegisvélinni á sunnudeginum. Svo að nýja planið er að reyna að fara aftur til Danmerkur í janúar. -------- Well my trip to see my grandparents in Denmark didn't go as planned! We were sitting in the plane waiting for them to defrost the plane when they discovered a whole in the plane. That lead to us having to get off board and wait in the terminal. The first estimate was for a 11 pm flight, we however, decided to leave as I didn't have enough food to last me for uncertain amount of time and all the airport shops were closed and therefore no way for me get any dairy free food. That actually turned out to be a very good decision as the plane didn't leave till 2 am and landed at 4 am in Copenhagen. We wouldn't have had much time if we had flown out as we were due to go home on Sunday with the noon plane. And therefore, our new plan is to try to fly to Denmark in January. Skrifað af Sebastían 28.11.2006 22:05Bitinn!Ég var bitinn á leikskólanum í gær. Tók því heldur nærri mér og var alveg ómögulegur fram eftir degi en var þó orðinn fínn þegar mamma kom og sótti mig. Í dag sér nokkuð á hendinni minni, en sá eða sú sem hefur bitið mig hefur nú ekki haft margar tennur, svona 8 í mesta lagi því að tannafarið er nokkuð fátæklegt! -------- I got bitten yesterday at the daycare. That did cause me to become rather crumpy and disatisified during the day but had gotten in a much better mood upon mom coming to pick me up. My hand is rather red and has a little sore on it, but the kid who bit me can't have more than 8 teeth as the teeth mark doesn't go in a full circle! Skrifað af Sebastían 26.11.2006 09:54KoppurÆtli það megi ekki segja að ég sé orðinn stór strákur núna! Enda farinn að pissa í koppinn á morgnanna. Um síðustu helgi fór ég í 2ja ára afmæli til hans Úlfs og skemmti mér alveg voðalega vel við að hitta alla krakkana. Enda ætli það hafi ekki verið 9 stykki undir 3ja ára aldri. Voða fjör þar á bæ. Á sunnudagskvöldið var ég svo orðinn voðalega óvær og sofnaði í rauninni ekki fyrr en mamma og pabbi komu heim um hálf tvö leytið - en þau voru í bíó með Stebba og Kirsty. Svo strax á mánudagsmorgninum var ég kominn með um 40 stiga hita og var því pabbi heima með mér. Afi var svo heima með mér á þriðjudeginum og mamma á miðvikudag og fimmtudag en þá var ég orðinn hitalaus. En ég fór til læknisins á miðvikudeginum og kom þá í ljós að ég væri með mjög svo svæsna eyrnabólgu, ekki gaman það en læknirinn gaf mér amoksiklav. Pabbi var svo heima með mér á föstudeginum. Núna er ég orðinn alveg eldhress og hlakka til að fara á leikskólann á morgun. Við skruppum upp á Laugarvatn til að heimsækja ömmu og afa og komum þeim á óvart með að mæta með morgunmat, og svo fékk ég að vekja afa en hann var ekki kominn á fætur. En við mamma vorum lasarusar saman í gær því að ég er jú með eyrnabólgu í hjöðnun en mamma var kominn með hlustarbólgu svo að við vorum góð saman! Svo er ég að leggja í enn eina ferð núna á komandi fimmtudag, en þá fer ég með mömmu og pabba að heimsækja ömmu og afa í Danmörku. Það verður alveg voðalega gaman því það er svo langt síðan ég hitti þau síðast. Svo kannski verður litla frænka hún Emilia þar líka. Það væri alveg ógurlega gaman ef hún kæmist. Mamma gafst upp á að halda úti bæði íslenskri og enskri síðu svo að hún ætlar að henda enska uppfærslunum bara inn hérna fyrir neðan. -------- I guess you can say that I am a big boy now! Not every day that one starts pee in the potty. Last weekend I went to Úlfurs birthday party but he had just turned 2. I had such a great time running around with the other 9 or so kids under the age of 3. Then on Sunday night I was rather grumpy and didn't want to fall asleep till mom and dad got home but they didn't come home till around 1:30 am as they went to the movies with Stebbi and Kirsty. Then on Monday morning I had developed a fever so dad stayed at home with me. Then on Tuesday granpa stayed at home with me and on Wednesday and Thursday mom was at home with me. On Wednesday she brought me to see the doctor as I had had a fever of 40°C (104°F) for close to 3 days and there we found out that I had a very bad ear infection and needed some antibiotics. I was much better on Thursday already and completely without fever on Friday but dad stayed at home with me just in case. But now I am really looking forward to going to the daycare tomorrow and playing with all the kids. Yesterday morning we drove up to Laugarvatn to visit granpa and grandma and surpriced them with bringing breakfast with us, and I even got to wake up grandpa as he wasn't up yet. That is always fun. Then we had to drive into the city earlier than expected as mom's ear was hurting so bad so we brought her to the doctor and what do you think, so got an ear infection too! I think she was just copying me ..... Then on Thursday I am going on one more trip as I am flying with mom and dad to Denmark to visit granma and granpa there. That will be so much fun as I havn't seen them since March. And who knows maybe my little cousin Emilia vill be there too. That would a lot of fun. Skrifað af Sebastían 15.11.2006 13:49GablariÞað hefur ýmislegt gerst á undanförnum dögum. Ég hleyp út um allt eins og ég get og finnst alveg voðalega gaman að skoða heiminn, enda er ekki sá staður sem ég hef ekki verið eitthvað að bardúsast í. Undanfarið hef ég, eða svo að virðist, þróað upp einhvernskonar radar sem segir mér til um þegar hurðir eru opnar og hleyp ég þá af stað til að reyna að komast inn um þær. Einnig tala ég orðið allan daginn, vakna svo gott sem malandi og hætti hreinlega bara ekki fyrr en ég fer að slappa af áður en ég fer að sofa. Dans er einnig í uppáhaldi þessa dagana og dansa ég orðið við tónlist, einnig ef einhver segjir "dansa dansa" við mig. En þá fer ég yfirleitt upp að hillunni sem er undir sjónvarpinu - en þar er best að dansa! En ég hef nú verið að sækja í mig veðrið og dansa orðið út um allt hús. Þessa dagana er "týndur" í miklu uppáhaldi og er ég oft "týndur" en þá sæki ég teppið mitt og breiði upp fyrir haus og kíki svo undan á hinum ólíklegustu tímum. Á föstudaginn eru tvær vikur þangað til að ég hitti ömmu og afa í Danmörku, en við pabbi og mamma ætlum þangað yfir helgina. Förum út á seinni partinn á fimmtudegi og komum til baka á sunnudeginum. Það verður alveg rosalega gaman. Svo eru það þær fréttir að mamma og pabbi hafa loksins tekið ákvörðun um hvar við ætlum að búa og varð Hafnarfjörðurinn fyrir valinu en ég mun koma til með að verða gablari undir haustið. Við fengum víst lóð að Glitvöllum og erum við öll voðalega spennt yfir því. Verður alveg rosalega gaman að fá mitt eigið herbergi, enda orðinn svona stór og svo vakna ég líka oft orðið við mömmu og pabba þegar þau eru að fara að sofa eða koma inn í herbergið. Skrifað af Sebastían Flettingar í dag: 505 Gestir í dag: 155 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29260 Samtals gestir: 9900 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 17:16:08 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is