Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

03.04.2006 09:34

Fastur í bakkgír

Ég er kominn á skrið en það vill svo til að ég er fastur í bakkgír. Hún amma var nú samt að segja mér að það væri ekkert svo óalgengt. En hver veit, ég gæti verið farinn af stað eftir nokkra daga. Ohh havð það verður jú spennandi að fá að skoða heiminn á mínum hraða.

Svo er nú farið að bóla á fjórðu tönninni minni, en hún telst víst ekki með enn sem komið er það sem hún er ekki komin í gegn.

31.03.2006 16:55

Módel ....

Ja það er spurningin hvort að þetta sé framtíðin .... nei bara að grínast!!

En ég var nú jú þetta voðalega fína módel í dag og stóð mig alveg gífurlega vel. Septemberhópurinn minn var fenginn til að koma í myndatöku fyrir tískuþáttinn hjá blaðinu Fyrstu Skrefin. Þetta gekk alveg endemis vel hjá okkur og vorum voða flott kríli. Mömmum okkar hlakkar ekkert smá til að fá að sjá myndirnar af okkur í blaðinu. Svo að endilega fylgjast með og sjá hvað ég stóð mig vel sem fyrirsæta.

28.03.2006 09:08

Ný tönn!!

Þriðja tönnin mín fannst í efri gómi í morgun.

Og var það hann pabbi sem var svo heppinn að finna tönnina mína. Svo að núna fer ég að geta bitið voðalega fast! Eins gott að ég fattaði í gær að það er ekki gott að bíta í tærnar á sjálfum sér .... Held ég nú að mamma og pabbi verði voðalega ánægð fyrst að tönslan mín er komin niður því að ég er búinn að vera virkilega pirraður á nóttunni undanfarinn mánuðinn.

Nú hef ég sko nóg að monta mig af þegar amma og afi koma heim frá Kúbu á morgun. Farinn að sitja og ný tönn. Ekki amarlegt það!! En ég einmitt dreif mig í að læra að sitja örfáum dögum áður en afi Klemens og amma Heidi komu í heimsókn til mín í síðustu viku. Um að gera að monta sig við eins marga og maður mögulega getur, ekki satt??

Svo fást nýjar tölur á morgun þegar ég fer í 6. mánaða skoðunina. Það verður sko gaman, mér kvíður meira að segja ekkert fyrir sprautunni, en það er ekkert skrítið þar sem ég hef verið svo duglegur undanfarið hvort eð er og ekki tekið einu sinni eftir því að ég hafi verið stunginn.

Á eftir erum við mamma að fara til svefnráðgjafa uppi á Barnaspítala Hringsins, því mamma og pabbi eru alveg orðin ráðalaus hvað varðar svefninni minn. Eru gjörsamlega búin að prófa allt saman ... alla vegna að þeirra mati! En við sjáum til hvort að það komi eitthvað fræðandi út úr þeim tíma. Vonandi þeirra vegna.

25.03.2006 16:51

Sundgarpur

Nú var ég að koma heim úr sjöunda sundtímanum mínum og gekk allt bara rosalega vel. Fór þó nokkuð oft í kaf og argaði og gargaði bara tvisvar sem er mikil framför fyrir mig. Svanhvít sagði svo við mig að núna mætti ég mæta í framhaldstímann sem er á sunnudagsmorgnum og hentar sá tími okkur miklu betur heldur en klukkan 3 á laugardögum. Ég er alveg voðalega spenntur fyrir því að fara í framhaldstímann. Svo hitti ég hana Hildi Völu ofan í lauginni, en hún og mamma hennar eru með okkur í septemberhópnum, og spjölluðum við aðeins saman. Hún mun líka fara í framhaldstímann næsta sunnudag svo það verður jú voðalega gott að hafa vin með sér yfir svona svo að ég þekki einhvern í lauginni. Annars saknaði ég nú hans Davíðs Goða í sundi er alltaf voðalega tómlegt þegar hann mætir ekki.

Það sem er annað í fréttum er það að það virðist sem að hægri efri tönnin sé að brjótast í gegn, því ég er jú all verulega hvítur í gómnum og finnst hart undir en hún hefur ekki enn skotið sér í gegn. Kannski það gerist núna bara á allra næstu dögum. Það verður voðalega gott þegar hún kemur sér loksins niður því að efri framtennurnar eru búinar að pirra mig svo voðalega mikið undanfarið.

23.03.2006 09:16

6 mánaða gamall

Þá er ég búinn að ná þeim merka áfanga að verða 6 mánaða gamall og það í dag. Þýðir þetta víst að nú er styttra í að ég verði 1árs en síðan ég fæddist. Ég fer nú ekki í 6 mánaða skoðunn fyrr en á miðvikudaginn svo að þið verðir bara að bíða spennt eins og mamma og pabbi eftir nýjustu tölunum mínum.

Svo var haldinn krílahittingur í gær og erum við ekkert smá orðin stór og flott kríli. Það var ekkert smá gaman að hitta ykkur öll aftur þó svo að það vantaði 3 kríli. Það var sko fjör og læti hjá okkur öllu. Mamma tók nokkrar myndir og á hún eftir að setja þær inn á netið. Það gerist eflaust ekki fyrr en í næstu viku því að hún fer í lokapróf á sunnudaginn og á víst eftir að læra alveg heilan helling. Svo að ég er að reyna að vera extra góður þessa dagana til þess að hún hafi smá frið.

Mamma komst einnig að því að hún og mabbi eru ekki þau einu sem eru í veseni með svefninn hjá krílinu þeirra. Og eins og þetta er víst leiðinlegur business að þá var mamma "ánægð" að heyra að einhver gat skilið hvað hún var að tala um. Þau eru meira að segja búin að fá svo mikinn leiða á þessu næturbrölti á mér að þau eru búin að pannta tíma hjá svefnráðgjafa og förum við víst öll í viðtal á þriðjudaginn.

Ekkert bólar enn á tönnunum mínum í efri gómi, en ég er búinn að vera svo stokkbólginn í nokkrar vikur núna að allir hafa haldið að tennurnar séu á næsta leit. En vonandi fara þær nú að koma því ég er svo gífurlega pirraður í gómnum mínum

En það mest spennandi þessa dagana er að ég er búinn að læra að sitja. Sit ekki alveg öruggur alltaf og á það til að detta til hliðar eða aftur fyrir mig en mér hefur farið mjög svo fram síðan á mánudaginn. Svo að núna mun ég hafa eitthvað til að sína ömmu og afa þegar þau koma heim frá Kúbu í nætsu viku. Þá get ég sko verið montinn ...

07.03.2006 16:54

Fruss!!

Nýjasta uppátækið mitt er að frussa og finnst mér það alveg sérstaklega gaman með munninn fullan af mat. Því miður finnst henni mömmu þetta ekki eins fyndið og mér því það er jú hún sem yfirleitt lendir í rigningunni.

Annars fórum við út að labba í morgun með Heiðu og Elís Mána og enduðum við að með að taka litla hringinn því að það var svo mikið rok og rigning. Mömmur okkar áttu meira að segja í smá veseni með að komast upp eina af brekkunum því það var svo hált úti!!

25.02.2006 13:38

5 mánaða og skoðun

Þá er ég bara orðinn 5 mánaða gamall!

Svo fór ég í skoðun á föstudaginn og er loksins farinn að þyngjast almennilega og var hún Sigurósk hjúkrunarfræðingur voðalega ánægð með mig og mamma og pabbi auðvitað voðalega stollt af mér. En núna mælist ég 7765 grömm og 66,5 cm langur - og auðvitað voðalega flottur :-) Ekki að spyrja að því.

Ég fékk líka aðra sprautu og stóð mig eins og hetja, tók ekki einu sinni eftir því þegar ég var stunginn. Mörgæsin sem ég fékk að skoða var miklu meira spennandi heldur en þessi sprauta.

Svo í gærkvöld ákváðu mömmurnar að hittast án okkar krílanna og hafa bara mömmu partý. Samkvæmt mömmu var voðalega gaman og leið tíminn alltof hratt. En mér skilst að þær ætli nú að fara að hittast meira án okkar, end þær hafa nú svosem alveg gott af því að komast út annaðslagið og slappa af og njóta sín.

20.02.2006 15:10

Rúll rúll

Þetta bara gengur ekki hjá okkur mömmu lengur!!! Við verðum að taka okkur betur á með bloggið.

Við erum voðalega dugleg því við erum líka farin að labba um helgar með Elís Mána og Heiðu mömmu hans - eru einmitt sætar labbimyndir af okkur í albúminu mínu. En mamma og Heiða eru víst eitthvað að velta því fyrir sér að stækka hringinn og labba bara lengra! Okkur Elís Mána er svo sem alveg sama með það, enda eru þær orðnar svo fljótar með hringinn að það er bara betra fyrir okkur því að þá fáum við að vera lengur úti.

Ég ákvað að dagurinn í dag væri hentugur til að fara að rúlla mér af bakinu og yfir á maga. Og var það bara svona ægilega gaman að ég ákvað að skella mér bara aftur yfir á bakið!! Dundaði ég mér við þetta í um 30 mínútur og máttu ekkert vera að því að fá mér hádegismat.

Pabbi fór til París í morgun en hann ætlar sem betur fer að reyna að koma heim sem fyrst. Halló pabbi!

15.02.2006 20:54

Hittingur og myndir

Það var víst komið af hittingnum hjá okkur núna í febrúar og var voðalega gaman hjá okkur. Erum við nú orðin ekkert smá stór og flott lítil kríli.

Ég var nú svolítið úldinn því að ég hafði ekki sofið áður en ég fór í hittinginn og var með smá læti en náði svo að sofna í smá stund. Við vorum orðin vel spræk og farin að hreyfa okkur tiltölulega mikið svo það var nokkuð um veltinga hingað og þangað.

Annars er mamma búin að setja inn myndir bæði úr hittingnum og frá janúar og febrúar.

11.02.2006 20:36

Góða ferð Martin frændi

Hann Martin frændi er að fara til Íraks á morgun á vegum danska hersins og vil ég, ásamt mömmu og pabba, óska honum góðrar ferðar þangað niður eftir. En vonandi verða þessir 6 mánuðir sem hann á að vera þar fljótir að líða.

Svo voru mamma og pabbi að fá fréttir um það að ég sé að fá lítinn frænda ... eða við höldum að þetta sé lítill frændi ... en hún Stine konan hans Martins á að eiga í byrjun október og erum við ógurlega spennt fyrir því. Það verður gaman að fá lítinn frænda. Svo eru þau að öllum líkindum að fara til Grænlands í nokkra mánuði og ætlum við að reyna að heimsækja þau þangað. Og verður gaman að hitta Martin frænda og Stine frænku ásamt litla frænda og að fá að sjá Grænland í bónus.

11.02.2006 08:23

Tönslur og fleira spennandi

Góðan daginn allir, það er víst kominn tími til að uppfæra síðuna mína. Við mamma höfum ekki staðið okkur nógu vel í því þessa dagana!

Það er sko meira en nóg bú að vera að gerast hérna, Ási langafi og Ásta langamma komu frá Akureyri og hitti ég þau í fyrsta skipti, það var voðalega gaman. Því miður gátu þau ekki stoppað lengi því þau voru að fara til Keflavíkur og ég var að fara í sundtíma. En síðan þá er ég búinn að hitta þau nokkru sinnum og auðvitað voru teknar myndir af mér með þeim. Þau vara nú heim til sín í dag svo að það verður einhver tími áður en ég hitti þau aftur, en vonandi ekki of langur.

Hann pabbi minn skrapp svo í vinnuferð til Parísar og kom heim á fimmtudaginn, ég saknaði hans alveg ógurlega en var svo þreyttur þegar við mamma fórum að sækja hann á fimmtudaginn að ég gat bara ekki heilsað honum - það varð bara að bíða betri tíma.

Ég er búinn að vera nokkuð fjörugur á næturnar undanfarið, og hef verðið að vakna klukkan 2, 4 og svo farið bara á fætur klukkan 6:15 hvort sem aðrir eru tilbúnir til þess eða ekki. Hef ég helst bara viljað spjalla og hafa gaman en mamma og pabbi eru víst ekki á þeim buxunum að leifa mér að spjalla bara við sig á næturnar!!
Það finnst mér voðalega skrítið!!!!
En mamma og pabbi vonast til þess að ég fari nú að fara aftur í mitt gamla mynstur og sofi frá 9 - 7:30, við verðum bara að bíða og sjá hvort að ég geri það eða ekki.

Svo er ég að fara að eignast nýjan vin eða vinkonu í ár. En það er ennþá leyndarmál svo það kemur bara í ljós hvenær og hvar seinna meir. En ég er annars voðalega spenntur.

Og svo flottustu fréttirnar eru þær að í gær fundust tvær tennur í neðri gómi hjá mér. Var nefnilega voðalega skrítið að það var bara algjör slefdettifoss hjá mér en svo allt í einu var eins og það væri skrúfað fyrir krana og hef ég varla þurft slefsmekk síðan þá! Þær eru  nú ekki komnar langt enn sem komið er enn það finnst fyrir þeim og glittir í hvítt í gómnum mínum.
Mamma og pabbi eru auðvitað alveg að springa úr stolti yfir þessum nýja áfanga mínum.

09.02.2006 08:26

Til hamingju með afmælin

Vildi bara óska Jenný frænku til hamingju með afmælið á þriðjudaginn og Mumma frænda með sitt afmæli í dag.

Knúsikveðja, Sebastían

23.01.2006 15:10

Helgaruppfærsla :-)

Á laugardaginn fór ég í annan sundtímann minn og skemmti mér mjög svo vel. Var reyndar ekki alveg að vilja gera æfingarnar sem við áttum að vera að gera svo ég kvartaði sáran. Svo talaði mamma við Ólaf Þór sundkennara og hann sýndi henni hvernig á að dýfa mér í kaf, þá kvartaði ég svo sannarlega hátt og mikið!! Þóttist vera mjör svo reiður en ætli þetta sé ekki mest megnis leikaraskapur. Mamma dýfði mér svo tvisvar í viðbót í kaf og varð þ að nú betra í seinasta skiptið þó svo ég hafi kvartað hátt og mikið.

Núna er ég farinn að sofna sjálfur og var nú ekki sáttur við það á laugardagskvöldið og ekki var ég sáttari í gær þegar kom að því að sofna. En það tók mig bara um 30 mínútur að sofna og svaf ég alveg í einum dúr frá 9 í gærkvöldi og til 7:30 í morgun.

Og svo það sem við mamma vorum ánægðust með var við fórum út að labba í morgun með Heiðu og Elís Mána. Ohh hvað það var gott að fara út að labba. Svo er ég núna að lúlla úti í vagni í fyrsta skipti sem ég sef úti án þess að vera labbandi og mér virðist bara líka það mjög vel.

Svo á hún amma Sigrún afmæli í dag :-)
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ AMMA

20.01.2006 20:45

4ra mánaða skoðun og krílahittingur

Í dag fór ég í 4ra mánaðaskoðun og er ég orðinn 63,5 cm langur og 6780 gr. Hef ekki þyngst alveg nógu mikið á þessum mánuði en það gæti aðallega verið vegna þess að ég var lasinn í viku. En ég ætla að reyna að bæta mér það upp, og byrjaði bara strax í dag. Át heila skál af hafragraut með sveskjum og svo tvær krukkur af mat í kvöldmat.

Svo seinni partinn fór ég og mamma í krílahitting að hitta alla krakkana og mömmurnar auðvitað líka. Var mjög gaman en við ég nánast rak mömmu út því ég var orðinn svo svangur á hávær að það var varla hægt að tala saman fyrir mér.

Mamma er búin að setja inn myndir af hittingnum og svo nokkrar janúar myndir í viðbót.

16.01.2006 15:29

Sýklabæli!

Þetta er sko sannkallað sýklabæli hjá okkur. Pabbi veiktist 7. janúar og varð loksins frískur núna á föstudaginn. Ég varð veikur á miðvikudaginn og svo mamma hægt og rólega síðan á fimmtudaginn. Fór hann pabbi minn til læknis á miðvikudaginn og var settur á bólgueyðandi og sýklalyf, á laugardaginn fóru mamma og pabbi með mig því ég var búinn að vera með hita, allt upp að 38,4°C, annaðslagið síðan á fimmtudag og hóstinn minn var blautur og ljótur. En góði læknirinn sem skoðaði mig vildi meina að ég væri bara með flensu og engann RS vírus sem mamma og pabbi voru ekkert smááænægð að heyra. Svo fór hún mamma upp á læknavakt í gær og fékk bólgueyðandi því hún var með svo mikla beinverki í andlitnu. Við mamma vorum svo með nokkurn hita í nótt, en ég var með 38,2°C en mamma með 38,7°C. En við virðumst bæði vera orðin hitalaus núna, en ég var með 37,7°C áðan þegar ég var mældur og er ég nú hitastigið mitt yfirleitt um 37,3 - 4°C svo að ég er bara með nokkrar kommur núna. Sem er fínt, því ég þarf að verða hress fyrir 4ra mánaða skoðunina mína á föstudaginn og svo er líka krílahittingur á föstudaginn og okkur mömmu dauðlangar til að fara. En það kemur allt saman í ljós.

Vonandi er nú þessi pest að ganga yfir hjá okkur því mig langar svo að fara í sundið á laugardaginn, en afi greyið virðist vera að leggjast í hana :-(

Passið ykkur á influensunni, hún er sko ekkert skemmtileg!

Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29078
Samtals gestir: 9818
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03

Eldra efni

Tenglar