Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2005 Apríl30.04.2005 23:14Smá vesen með myndir ...... en við erum að vinna í því. Gæti kannski tekið smá tíma þar sem mamma er í prófum og Stígur sem er að hjálpa henni með þetta allt saman er líka í prófum en þær eru væntanlegar.... Skrifað af Bumbubúa 30.04.2005 22:4319. vikna markinu náðÞá hef ég náð þeim áfanga, er aðeins búin/n að vera að stríða mömmu í dag á meðan hún var að lesa fyrir lokaprófið sitt. En var samt góð/ur alveg fram til um þrjú eða svo. En þá var hún svo sem alveg búin að lesa nóg í dag fannst mér og vildi endilega fá að standa upp og hreyfa okkur aðeins. Ekkert gaman að þurfa að sitja svona allan daginn!!! Pabbi tók nýjar bumbumyndir af mömmu og eru þær komnar inn í myndaalbúmið. Við gleymdum okkur seinasta laugardag svo að það eru engar 18. vikna myndir. Enda er miklu betra að vera með 19. vikna myndir heldur en bara 18.vikna. Maður er svo miklu sprækari og stærri svona viku seinna. Ég er sko ekkert smá montin/n að vera næstum komin hálfa leið. Maður er sko að verða stór!!! Mamma segist vilja finna meira fyrir mér, en pabbi segir að það sé bara það sem hún segir núna. Að hún verði búin að skipta um skoðun fljótlega eftir að ég fer að vera mjög virk/ur. Sjáum nú bara til um það. Skrifað af Bumbubúa 29.04.2005 15:09BrjóstsviðiÞví miður þá virðist brjóstsviðinn vera farinn að gera vart við sig. Var alveg að verða vitlaus í gærkvöldi og endaði með því að fara út í Lyfju og kaupa töflur til að reyna að lostna við þetta allt saman. Sem betur veru virðast þessa töflur vera algjör töfralyf svo að brjóstsviðinn hverfur iðurlega til tölulega fljótt eftir að ég hef japplað á einni slíkri töflu. Annars er smá spenna í gangi þar sem það verða 19. vikur á morgun. Er ætlunin að taka myndir þar sem það gleymdist um seinustu helgi og bæta við í bumbualbúmið. Engu að síður er næsti laugardagur mun meira spennandi þar sem þá náum við 20. vikna markinu og erum þá hálfnuð ... alla vegna vonandi. Hef mjög svo lúmska grun um að við förum eitthvað fram yfir eins og allir virðast vera að gera þessa dagana. Líst ekki alveg nógu vel á það. Við bumbubúi höfum rætt aðeins saman og þrátt fyrir að ég sé mjög svo spennt að finna fyrir alvöru spörkum hefur hún/hann lofað að reyna að vera góð næstu vikuna svon á meðan ég er að undirbúa mig fyrir lokapróf sem ég fæ í hendurnar á miðvikudaginn í næstu viku og þarf að vera búin að skila fyrir miðnætt á föstudeginum. En í rauninni á þetta allt saman bara eftir að láta vikuna líða mjög hratt og við verðum farið í sónar áður en við vitum af því. En við eigum tíma þann 9. maí í 20. vikna sónar. Alveg ótrúlegt að við séum að ná því marki. Fyrst leið mér eins og það myndi aldrei koma ... en tíminn á það víst til að læðast upp að manni. Ekki slæmt stundum þó svo að maður vildi yfirleitt hafa meiri tíma fyrir ýmsa hluti eins og próf osfrv. Skrifað af Bumbubúa 24.04.2005 14:11Hélt að þetta allt saman ætti að vera búið núna .......Búið að vera mikið um ógleði undanfarna daga og það lítur út fyrir að uppköstin séu komin á fullu aftur, okkur mömmu til mikilla óánægju. Við fórum meira að segja fyrr heim úr vinnunni í byrjun vikunnar þar sem mamma eyddi nánast öllum morgninum inni á baðherberginu og kom því ekki miklu í verk. En vonandi verður næsta vika mun betri heldur en þessi sem var að líða. Núna bíðum við bara sennt eftir að fá að sjá myndir af dömunni hennar Grétu. Vonandi koma þær fljótlega. Skrifað af Bumbubúa 21.04.2005 20:50Til hamingju Gréta og LeifurHjartanlega til hamingju með littlu dömuna, og kærar þakkir fyrir skilaboðin sem ég fékk rétt áðan. Vonandi gekk allt saman vel hjá ykkur. Skrifað af Bumbubúa 18.04.2005 20:09MagaónótÉg er sko búin/n að veraí stuði í dag, mömmu reyndar til mikilla ónóta. En ég hef svo sem ekkert tekið eftir því. En ætla nú að reyna að hemja mig þar sem hún er búin að vera að biðja mig um að vera góð/ur alla vegna það sem eftir lifir dagsins. Þetta byrjaði allt saman í morgun þegar mér leist bara ekkert á súrmjólkina sem mamma fékk sér. En það tók mig svo lítið langan tíma að láta hana vita að ég var ekki sátt/ur og var hún því komin út í bíl og farin af stað upp brekkuna þegar maginn gerði uppreysn og hún varð að gluða heim aftur. Þessi magalæti í okkur ullu því að hún kom nokkuð seint í vinnuna í morgun og var svöng langt fram eftir degi þar sem að hún hafði ekki tíma til að fá sér aftur morgunmat áður en við fórum aftur út í bíl. En annars gekk morguninn þokkalega hjá okkur. Og var mamma sko ekkert smá glöð þegar við fórum í Kringluna og fengum okkur beyglu með rjómaosti. Það fór sko vel í maga. Og hélst það bara þokkalega vel niðri, en kvöldmaturinn var aftur á móti ekki vel liðinn og ákvað ég bara að skila honum nánast strax að máltíð lokinni. Heyrið mömmu eitthvað tuða um að hún skildi ekki alveg af hverju hún væri að hafa fyrir því að borða suma daga!!! Skil bara ekkert þetta raus í henni ..... Skrifað af Bumbubúa 15.04.2005 12:43HreyfingarJæja, nú þykist mamma vera nokkuð viss á því að hún hafi fundið fyrir mér. Alla vegna miklu meira viss heldur en um seinustu helgi. Ég var að gera einhverjar leikfimisæfingar og hef gefið henni einhver olnbogaskot eða spörk því að núna fannst henni alveg eins og það væri potað í sig. Víst ekki af miklum krafti svo ég verð víst að reyna að bæta úr því, en ætli það komi ekki bara á næstunni. Svona hægt og rólega samhliða því sem ég stækka. Nú erum við mamma líka að bíða eftir fréttum frá henni Grétu en hún átti að eiga littla stelpu 9. apríl en hún er víst eitthvað að láta bíða eftir sér. Hún gæti nú reyndar hafi komið í heiminn þar sem mamma heyrði seinastí Grétu á miðvikudaginn. Skrifað af Bumbubúa 13.04.2005 17:23Kristinn Örn heimsótturEftir vinnu hjá mömmu í dag fórum við að heimsækja Fríðu og Kristinn Örn. Hann er sko orðinn ekkert smá stór enda að verða 7. mánaða. Hann verður kannski heppinn og fær mig í afmælisgjöf því að dagurinn sem hefur verið merktur mér er bara tveimur dögum á undan afmælinu hans, svo það er aldrei að vita. Mig hlakkar ofboðslega til að fá að leika við hann seinna meir. Skrifað af Bumbubúa 12.04.2005 20:4116. vikna skoðunJæja, þá er það búið. Við fórum og hittum Ingibjörgu ljósmóður í dag og kom allt mjög svo vel út. Mamma voðalega montin með sig þar sem hún hefur bara þyngst um eitt kíló sem er kílóið sem hún missti þegar hún kastaði svo mikið upp svo að við erum bara nokkurn veginn á sama stað og í byrjun. Einnig fengum við að vita að allt koma frábærlega út úr blóðprufunum okkar. Svo kom að því að heyra hjartsláttinn minn, en það gekk eitthvað brösulega að finna mig þar sem ég var í felum. Mömmu og pabba var nú ekki alveg orðið sama hversu lengi það tóka að finna mig en það hafðist á endanum. Og var hjartslátturinn minn mjög svo kröftugur og mældist um 150-160 slög á mínútu, og var Ingibjörg ljósmóðir mjög svo ánægð með það. Við mamma erum búin að diskútera málin og ætlum að fara í meðgöngusund, núna er bara að reyna að hafa samband við dömurnar sem sjá um það og skrá okkur. Það ætti nú að vera ágætt að fá að fara í sund þrisvar í viku! En var nú aðal ástæðan á bak við þessa ákvörðun sú að mamma er farin að fá smá verki í mjóbakið sem leiða niður í hægri mjöðmina og á þessi leikfimi að gera létt undir og jafnvel hjálpað til við að minnka þessa verki þegar þeir koma. Svo er ekkert verra að fara í smá leikfimi líkar þar sem mamma neitar að mæta í Hreyfingu vegna þess hve hún er lyktnæm þessa dagana. Skrifað af Bumbubúa 10.04.2005 13:0316 vikurJæja, núna höfum við náð 16 vikna markinu sem fyrir ekki svo löngu var alveg gífurlega langt í burtu. En tíminn líður nú þó nokkuð hratt sem betur fer í rauninni. Ég er enn eitthvað að hrella mömmu þar sem hún fær enn nokkra ógleði, en sem betur hef hefur mér tekist að minnka uppköstin hjá henni. Sem mér skilst að hún sé mjög svo ánægð með. Þó svo að við eigum okkar slæmu daga. Bæði í gærkvöldi og fyrrakvöld var ég í einhverjum leikfimisæfingum, og er mamma nokkkuð viss á að hún hafi fundið fyrir mér. Heyrði hana ræða málin við pabba um að það væri eins og hún væri með lítið fiðrildi í maganum - svona örlítið kitl. En það er nú kannski aðeins í fyrri kanntinum fyrir hana að finna fyrir mér ennþá, en hún ætlar að athuga hvað ljósmóðirin segir á þriðjudaginn. Skrifað af Bumbubúi
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is