Sebastían Jóhann Einarsson Velkomin á heimasíðuna mína
|
|
Færslur: 2005 Maí29.05.2005 11:08Enn meiri hreyfingarMamma var sko mjög svo ánægð í morgun þegar hún var að vakna, hún lá á hliðinni og var svona við það að rumska þegar hún fann lítið spark undir hendinni sinni sem lá á vinstri hliðinni á magannum á henni. Það tók hana nú smá stund að fatta hvað ég var að gera en var svo ekkert smá ánægð og vakti pabba til að leyfa honum að finna líka, en ég var nú ekki alveg tilbúin/n til að sparka eftir pöntunum svo að hann þarf bara að bíða betri tíma. Margir segja eflaust, að mamma sé komin svo langt að hún ætti að vera búin að finna fyrir mér svona að utan fyrir langa löngu en þar sem mér fannst hentugra að hafa fylgjuna að framan hefur voðalega lítið borið á mér. Sem að Ingibjörg ljósmóðir segir að sé allt hið besta og alveg við því að búast. Skrifað af Bumbubúa 24.05.2005 21:01HreyfingarÉg er nú ekki alveg viss hvað hún mamma hefur verið að borða í dag sem gerir mig svona virka/n ..... en bara allt í einu upp úr 4 leitinu fór ég að hafa þessa gífurlegu þörf til að hreyfa mig meira, ég reyndar veit nú ekki hvort ég sé að hreyfa mig eitthvað meira eða hvort þær séu bara kröfugari hjá mér!!! En hún mamma er svo sannarlega að taka eftir mér í dag, sem að hennar mati var nú reyndar kominn tími til. En hún er nú búin að vera mest megnis rólega þar sem við vitum að fylgjan mín er framan. Og fannst henni alveg ofboðslega skrítið að finna fyrir mér bæði hægra megin og vinnstra megin á sama tíma, svona eins og ég væri að teygja úr mér þvert yfir magann á henni. Annars var hún mamma að skoða bókina góðu þar sem er tekið fram hvað ég er að ganga í gegnum hverja viku fyrir sig og sá hún að á ég að vera orðin/n um 19-20 cm frá haus og niður á rass og svo auðvitað plús lappir ... og fannst henni voðalega gaman að sjá það og var mikið að pæla hvernig ég hefði það og hvernig ég kæmi mér fyrir. Ekki amarlegt að láta hugsa svona mikið um sig ha!!! En þær góðu fréttir eru þær að hann pabbi kemur heim á föstudags morguninn, erum við sko búin að bíða ekkert smá mikið eftir honum. Hann átti að fljúga heim á föstudaginn en það voru engin laus sæti í vélinni svo að hann fær að sitja frammí hjá flugmönnunum. En hann Hemmi, mágur hennar mömmu er einmitt að fljúga heim þann dag svo að pabbi situr bara hjá honum í smá stund. Skrifað af Bumbubúa 19.05.2005 15:22Fyrsta utanlandsferðin mínÞá er ég komin/n heim úr minni fyrstu utanlandsferð, ekki amarlegt huh ekki enn komin/n í heiminn og strax búin/n að skreppa yfir Atlantshafið. En við mamma komum heim í gærmorgun með ömmu og afa, en pabbi er enn staddur í Bandaríkjunum og kemur ekki heim fyrr en í lok maí. Við hefðum sko vilja fá hann með okkur strax heim en maður fær víst ekki allt sem maður vill .... því miður .... Annars hófst ferðin okkar þann 11. maí þegar við fórum með ömmu og afa út á Keflavíkurflugvöll og gekk það bara allt saman þokkalega. Ekkert mál með að fá miðanna okkar, en amma tók svo eftir smá vandamáli þegar hún fyrir einhverja rælni ákvað að setja hvern miða inn í hvern passa fyrir sig og sá að nafnið hans pabba var einhverra hluta vegna á einum miðanna en afi var svo ekki með neinn miða ... ummm .... en þessu var hægt að kippa í lag við þjónustuborðið og fékk afi gamli að fara með okkur í vélina. Flugið var að pirra mömmu eitthvað þar sem grindin var alveg til ama og átti hún nokkuð erfitt með að sitja til lengdar. En þetta hafðist allt saman á endanum. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel heldur á flugið þar sem ég var í fullu fjöri og meira að segja mamma tók þokkalega mikið eftir mér sem hingað til hefur ekki verið mikið um þar sem ég er með fylgjuna mína sem "sæng" og dempar hún allar hreyfingarnar mínar. Svo þegar við lentum á John F. Kennedy flugvelli í New York beið pabbi eftir okkur og það var sko gott að hitta hann aftur. Og kom hann með okkur upp á hótel þar sem hann var búinn að vinna þennan daginn. Um kvöldið fórum við á kínverskan sjávarréttarveitingarstað, en við mamma fengum okkur bara lamb. Þann 12. maí þurfti pabbi að skella sér aftur í vinnuna um morguninn en við vorum svo öll farin á ról rétt upp úr 11 um morguninn þegar hann kom til baka. Þann daginn fórum við á Maddame Tussaue vaxmyndasafnið og var mjög svo gaman þar inni, fullt af flottum vaxmyndum. Mamma var reyndar búin að skoða safnið þegar hún og pabbi bjuggu þarna í fyrra, en fannst alveg nógu gaman til að fara aftur. Enda voru víst komnar einhvejrar nýjar vaxmyndir. En því miður þá var kubburinn í myndavélinni hjá okkur bilaður svo að flest allar myndirnar af safninu eru ónýtar, við þurfum að fá að kíkjua á þær hjá ömmu og afa. Aldrei að vita nema að við póstum nokkrar nýjar þegar við erum búin að því. Á föstudeginum 13. maí skelltum við okkur í siglingu í kringum Manhattan og var það alveg meiri háttar gaman. Pabbi, amma og afi voru að fara í fyrsta skipti svo að það var auðvitað tekinn heill hellingur af myndum. Pabba og afa tókst meira að segja að brenna aðeins því þeir voru úti allan tímann á meðan ég og mamma sátum inni með ömmu. Þessi sigling tekur um tvo tíma og er sko vel þess virði. Ég man nú ekki alveg hvað við gerðum þegar við vorum búin í siglingunni, en var voðalega stolt/ur að hafa ekki get mömmu sjóveika því hún hálft í hvoru bjóst við að fá ólgu í magann. Svo á laugardeginum var farið og náð í bílaleigubílinn. Og var mamma ökumaðurinn okkar þar sem að pabbi mátti ekki vera sá sem tekur bílinn. Í New York fylki þarftu að vera orðinn 25 ára til að fá að taka bílaleigubíl. En það gekk allt saman upp fyrst mamma var orðin 25 ára. Og var hún bara alveg hörku ökumaður. Þaðan lá leiðin okkar í Adelphi háskólann þar sem mamma þurfti að sækja útskriftargallann sinn fyrir sunnudaginn og gekk það ágætlega. Urðun fyrir nokkrum vonbrygðum þegar við sáum að staðurinn þar sem við áttum að sækja miðana var lokaður, en fengum svo þær fregnir að það yrðu miðar fyrir utan um morguninn svo að eftir það keyrðum við sæl og kát í Outlet-ið þar sem við eyddum mest öllum laugardeginum. Sunnudaginn 15. maí var svo útskriftin hennar mömmu. Við þurftum að rífa okkur upp rétt eftir klukkan 6 um morguninn til að geta verið tilbúin og mætt í morgunmat á hótelinu klukkan 7, og farin af stað klukkan 7:15. Tíminn hjá okkur stóðst næstum þvín en við fórum bara um 10 mínútum of seint af stað. En það var allt í góðu þar sem við áttum ekki að mæta fyrr en klukkan 8 og þetta var bara um 35 mínútna keyrsla. Eftir útskriftan var gluðað aftur inn í Flushing og þar sem að allir voru svangir var farið á IHOP (International House of Pancakes) og fengið sér að borða. Eftir það fórum við upp á hótel og skiptum um föt og fórum svo inn í Forest Hills þar sem mamma og pabbi höfðu búið í fyrra. Þar var deginum eytt í að ganga um gamla hverfið og kíkja á göngugötuna. Og var svo farið í góðan kvöldmat á Outback Steakhouse sem vill svo til að vera uppáhalds steikhúsið bæði hjá mömmu og pabba og ömmu og afa. Og er maturinn þar ekkert smá góður, en mallinn hennar mömmu var ekki alveg nógu sáttur við steikina, en hún var samt vel þess virði. Mánudeginum eyddum við bara með því að fara seint á fætur og labba svo af stað í Babies R' Us, Target og Circut City sem eru í College Point. Það var um klukkutíma gangur en þar sem við höfðum ekkert betra að gera var ákveðið að skella sér þangað. Þar keyptu mamma og amma smá föt á mig svo að ég ætti nú ekki að þurfa að vera alveg allsber þegar ég fæðist!! Og svo var gengið aftur heim, mjög svo góður og hressandi göngurtúr. Um kvöldið fóru mamma og pabbi inn til Manhattan að hitta Kyle og Emily á TGI Fridays svo að mamma gat fengið sér uppáhalds matinn sinn þar - baby back ribs. Ohh þau svo sannarlega voru góð. Svo þegar við vorum að labba í neðanjarðarlestin með Kyle til baka sáum við ekkert smá magn af lögreglubílum á Times Square. Erum ekki alveg viss hvað þeir voru að gera en við höfum aldrei séð eins marga lögreglubíla saman komna eins og þarna. Sáum ekkert í fréttunum um þetta svo að við búumst við að þeir hafi verið að æfa sig, sérstaklega þar sem New York borg er að vonast eftir að fá að halda Olympíuleikana 2012. Á þriðjudeginum fór pabbi í vinnuna upp úr hádegi og við mamma væbluðumst um Flushing með afa og ömmu þangað til að það var tími til að hafa sig til og fara upp á flugvöll. Sem betur fer lögðum við snemma af stað þar sem það tók okkur um 45 mínútur að komast út á flugvöll í stað þessara venjulegu 15-20 mínútna. Þar hittum við pabba aftur sem kom til að kveðja okkur áður en við skráðum okkur inn í flugið. Flugið heim var svo sem ágæt líka, en við mamma vorum sko orðin þreytt og varð hún aftur svona mikið vör við mig eins og á leiðinni út. En hún gat sem betur fer sofið í um þrjá tíma umborð í vélinni og rotaðist svo strax og við komum heim og svaf í um fimm tíma í gær. En það er sko gott að vera komin heim og fundum við það þegar við fengum að drekka mjólk í gær hvað maturinn hérna er miklu betri heldur en úti. Skrifað af Bumbubúa 18.05.2005 19:32Erum komin heimVið mamma erum svo ofboðslega þreytt að við ákváðum að skella bara inn nokkrum myndum og færa svo inn alla ferðasöguna seinna. Endilega kíkjið á nýju myndirnar okkar. Skrifað af Bumbubúa 10.05.2005 14:3020 vikna skoðunVið mamma vorum að koma heim úr skoðunninni, en því miður gat pabbi ekki komið með fyrst hann er í útlöndum. Og leit allt saman bara mjög vel út, góður blóðþrýstingur hjá okkur, ekki mikil þyngdaraukning - meira að segja minni en við héldum, ekki amarlegt. Svo að ég bara lít út fyrir að vera með allt í góðu formi, alveg á réttri braut. Það þurfti meira að segja ekki að leita af mér núna til að hlusta á hjartsláttinn minn þar sem hann fannst bara strax og Ingibjörg ljósmóðir setti apparatið á bumbuna hennar mömmu. Mældist ég frá 140-160 slög á mínútu sem okkur var sagt að væri bara hið besta mál. Svo að núna erum við komin með alveg grænt ljós fyrri utanlandsferðina á morgun, og eigum svo að koma í næsta tíma 7. júní sem hentar mjög vel fyrir okkur öll því að við förum að heimsækja afa og ömmu í Danmörku 9. júní. Skrifað af Bumbubúa 09.05.2005 18:1020 vikna sónarÞá er þessi áfangi búinn að mamma og pabbi fengu að skoða mig aðeins í dag. Ég var nú reyndar ekkert voðalega samvinnuþíð/ur þar sem ég var alltaf að snúa mér undan sónarapparatinu og þegar það átti að athuga hvort kyns ég væri þá krosslagði ég bara lappirnar og herpti allt saman saman þegar þau reyndu að kíkja á mig. Og er nú sem sagt farið að segja að ég sverji mig í ættina með að vera þrjósk/ur og vilja ráða hlutunum. En annars kom allt saman bara mjög vel út og líffærðin mín gætu varla verið betri, alla vegna svona miðað við þennan sónar en hún Kristín sem skoðaði mig segir að það ætti bara að vera vísir að góðum málum. Er ég alveg í réttri stærð, nema hvað að ég fékk nýjan áætlaðan fæðingardag og á núna að koma í heiminn þann 26. september. En við skulum bara bíða og sjá til hvort að mér takist ekki að breyta því eitthvað!! En annars getið þið kíkt á mig í myndaalbúminu, við fengum tvær myndir af mér heim. Nýjustu fréttirnar eru að ... fyrir utan mig og mína fyrstu myndatöku ... að það tók sig fyrir pabba að koma heim. Hann er núna á leiðinni til Baltimore og verður þar fram á miðvikudag þegar hann tekur á móti mér og mömmu og svo ömmu og afa á JFK flugvelli til að vera með okkur í fríi og svo skilur hann okkur eftir aftur þegar við fljúgum heim til að verða áfram í nokkra daga. Skrifað af Bumbubúa 08.05.2005 16:39Erum hálfnuðÞað hlaut að koma að því að við skyldum ná þessu marki eins og hinum hingað til, ekki satt!!! Mamma er sko mjög svo ánægð að við séum komin þetta langt því að þá verður hægt að fara að telja niður í staðinn fyrir að vera endalaust að telja upp .... seinni helmingurinn er líka alltaf betri. Þó svo að hún sé mikið að velta fyrir sér hversu mikið meira hún eigi eftir að stækka. En okkur tókst hið merka verk, eða eiginlega bara mér, að stækka kúluna um 4 sentimetra á seinustu fjórum vikum. Hah geri aðrir betur. Enda erum við orðin nokkuð sver um okkur. Svo eru spennandi dagar fram undan þar sem við erum að fara í 20. vikna sónarinn minn á morgun og þá fá mamma og pabbi að sjá mig aftur og vonandi að fá einhverjar spennandi myndir af mér sem þau geta sýnt ykkur. Og svo förum við í 20. vikna skoðinina hjá Ingibjörgu ljósmóður á þriðjudaginn, og svo verður bara lagt upp í mína fyrstu utanlandsferð núna á miðvikudaginn. Ég er sko að fara alla leið til New York. Hlakka sko ekkert smá til. Ekki amarlegt að vera byrjaður starx á heimshornaflakkinu áður en maður mætir á staðinn. Ég ætla að gera mitt besta og vera góð/ur í flugvélinni og dansa ekki of mikið á blöðrunni hennar mömmu. Annars er það helsta að frétta af mömmu og pabba er það að pabbi er nú sjálfur bara ný kominn heim. Var í London á miðvikudaginn og fimmtudaginn að vinna. Og að mamma er á fullu í meðgöngusundinu og líkar okkur það bara vel. En samt nokkuð erfitt alltaf að koma sér upp úr lauginni þar sem okkur finnst við verða nokkuð framþungt þegar við komum upp úr vatninu. En reyndar hafa eymslin hjá mömmu aukist og er það aðallega í rófubeininu núna, á hún erfitt með að stija til lengri tíma en það sama á líka við um að liggja og standa svo að við erum að verða nokkuð úrræðalaus um hvernig við eigum að vera. En þetta hlýtur að líða allt saman hjá eins og allt annað. Skrifað af Bumbubúa 01.05.2005 17:50MeðgöngusundVið mamma vorum að fá þær fréttir að við höfum komist að í meðgöngusundinu hérna í Reykjavík og byrjum á morgun klukkan hálf þrjú. Og hlakkar okkur bara þokkalega til. Erum reyndar á biðlista eftir að komast í tímann sem byrjar klukkan eitt en það er fínt að fá að komast að á meðan í þessum tíma. Meðgöngusund var sérstaklega hannað fyrir konur sem eru bakveikar eða með stoðgrindarvandamál. Og þar sem ljósmóðirin okkar telur að mamma geti verið að byrja að fá grindargliðnun / grindarlos er mjög fínt fyrir okkur að fá að komast að, líka fínt að fara í smá leikfimi og hitta aðrar bumbur í sundi. En tímarnir eru haldnir þrisvar í viku. Skrifað af Bumbubúa 01.05.2005 13:05Myndir komnar í lagÞá er hægt að fara að kíkja á myndirnar, myndaforritið var eitthvað að stríða mömmu en það lítur út fyrir að virka núna. Skrifað af Bumbubúa
Flettingar í dag: 323 Gestir í dag: 73 Flettingar í gær: 283 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 29078 Samtals gestir: 9818 Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03 |
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is