Sebastían Jóhann Einarsson

Velkomin á heimasíðuna mína
Welcome to my website

Færslur: 2005 Júní

27.06.2005 16:55

13 vikur eftir

bangsar.gif

Jæja, þá erum við formlega komin inn á seinasta þriðjunginn og erum ekkert smá fegin yfir því. Þá kannski fer þetta að styttast eitthvað hjá okkur. En svona undanfarnar vikur hefur okkur fundist tíminn lítið líða.

Þær helstu fréttir eru að við erum við alveg ágætis heilsu. Mamma er reyndar eitthvað slæm í grindinni í dag og átti erfitt í vinnunni. En það má svo sem líka rekja til þess að við vorum allan daginn í vinnunni í staðinn bara til hádegis. En svoleiðis verður það út þessa viku og næstu en í staðinn fáum við fullt tveggja vikna frí í lok júlí svo það eru ágætis skipti.

Við erum alveg að brjálast úr hita þessa dagana, það virðist bara aldrei vera nógu kallt. Alveg sama hvar við erum. En er það nú allra verst á næturna þegar mömmu er heitt og á erfitt með að koma sér fyrir. En ég er víst eitthvað að þvælast fyrir svefnvenjunum hennar. Svo erum við orðin svo dugleg að vakna að við erum fyrileitt komin á fætur upp úr 6 leitinu sem er alveg út úr karakter fyrir mömmu þar sem henni finnst svo gott að lúra. Hún heldur að ég sé að venja sig við varðandi hvenær ég hyggst ætla að vakna í framtíðinni. Við sjáum nú til um það.

19.06.2005 11:20

99 dagar eftir

bangsar.gif

Það verður nú bara að segjast að það er mjög gaman að sjá 2ja stafa tölu í stað 3ja. Og svo frá og með morgundeginum eru bara 14 vikur eftir, erum að skríða inn á þriðja og seinasta hlutann. Vonandi verður hann fljótur að líða.

17.06.2005 12:00

Hæ hó jibbý ....

bangsar.gif

Það er víst kominn 17. júní, alveg hreint ótrúlegt hvernig þetta allt saman liður finnst ykkur það ekki? Það var nú bara apríl hérna fyrir nokkrum dögum síðan ... eða svo að okkur finnst í það minnst.

Gleðilegan þjóðhátíðardag allir saman.
Vonum að þið eigi góðan dag í dag, sérstaklega í þessu blíðskaparveðri.

14.06.2005 16:39

Erum komin heim frá Danmörk

bangsar.gif

Jæja, þá er ég búin/n að prófa að ferðast bæði austur og vestur áður en ég fæðist. En við mamma og pabbi komum heim í gærnótt. Lentum rétt fyrir miðnætti en vegna þess að það tók heila eilíf að fá farangurinn okkar að við vorum ekki komin til Reykjavíkur fyrr en rétt upp úr 2 í morgun. Sem var nú ekki alveg það besta þar sem mamma og pabbi þurftu að vakna til vinnu í morgun. Það gekk nú eitthvað brösulega hjá honum pabba að koma sér framúr og fór hann ekki í vinnuna fyrr en um 9 leitið í morgun. En við mamma drifum okkur af stað straxk rétt fyrir 8 og vorum bara ótrúlegs hress í vinnunni og í allan dag líka. Höfðum ætlað að leggja okkur en höfum hingað til ekki þurft þess. Erum í staðinn fyrir búin að taka utan af nýja vagninum mínum og upp úr töskunum og þess háttar dútlerí sem fylgir því að koma heim úr ferðalagi.

Annars var ferðin okkar bara mjög fín. Flugið út var þokkalegt, en greyið hún mamma fékk kjúkling í vélinni en hann situr ekki vel hjá henni þessa mánuðina. En það doldi allt niðri fluginu. Svo vorum við fljót að sjá Klemens afa um leið og við vorum komin út úr vélinni og gekk keyrslan heim bara mjög svo vel fyrir sig. Sáttu mamma og pabbi eitthvað eins fram eftir að spjalla við Klemens afa og ömmu Heidi áður en þau skelltu sér í háttinn.

Veðrið var mjög fínt í Danmörku og náið pabbi sko alveg að slappa af. Naut þess að vera bara úti að gera ekki neitt ... nema kannski stundum að leika við kettlingana en þeir voru voðalega vinsælir hjá honum.

En annars átti hann pabbi 25 ára afmæli á föstudaginn 10. júní. Til hamingju með afmælið pabbi.

Seinna þann dag fórum við með afa og ömmu í búð og fékk ég nýjan Emmaljunga vagn sem ég verð eflaust ekkert smá ánægð/ur með (http://www.emmaljunga.co.uk/product.asp?bvid=3&artnr=12512). Voðalega flottur, og þurftu mamma og pabbi aðeins að æfa sig á honum áður en þau náðu taki á því hvernig þetta allt saman virkar og hvernig skipta eigi um hlutina svo að það fari úr því að vera vagn og í að vera kerra. Alveg hörku batterí.

Í gær fórum við inn til Kaupmannahafnar og eyddum nokkrum klukkutímum þar á Striknu. Veðrið var því miður ekkert voðalega merkilegt og endaði það allt saman bara í 9°C og rigningu. Svo að við fórum heim með lestinni um tvö leitið og sótti amma okkur á lestarstöðina.

Annars held ég nú að ömmu og afa hlakki ekkert smá til að hitta mig því að þau voru alltaf að tala um mig og eru sko búin að segja öllum frá því að ég sé á leiðinni. Amma var meira að segja búin að versla aleg heilan helling á mig. Þegar afi sagði pabba að koma með stóra ferðatösku datt mömmu og pabba aldrei í hug að það væri svona mikið!! Amma hafði sko ekki verið neitt smá dugleg við að finna alveg frábært og flott föt á mig. Takk amma og afi.

Svo, ætla þau að koma til Íslands þegar ég verð skírð/ur svo að þau fá nú að sjá mig í alvörunni tiltölulega snemma eftir að ég fæðist.  

07.06.2005 17:06

Hvað heyrum við ....

bangsar.gif

......... Úlfur farinn að standa upp sjálfur. Ekki slæmt, það er nú þó nokkuð þangað til að mér muni takast það en við verðum farin/nir að hlaupa saman eftir ekki svo langa stundu, vittu bara til .

Til hamingju með það Úlfur.

07.06.2005 15:53

24 vikna skoðun

bangsar.gif

Þá erum við komin heim eftir að hafa hitt Ingibjörgu ljósmóður. Og er bara allt saman í sómanum hjá bæði mér og mömmu. Mælist enginn sykur eða prótín. Engar breytinar á blóðrþýstingnum svo að við erum enn í neðrimörkum. Lítil þyngaraukning og er hún enn sem komið er enn þar líka í neðrimökrum svo að mamma var mjög ánægð með það því að hún hélt að hún hefði þyngst mun meira en við gerðum. Svo ákvað ég að stríða Ingibjörgu aðeins þegar þegar hún ætlaði að athuga hjartsláttinn minn því að hún byrjar alltaf upp á mallanum en mamma gat sko alveg sagt henni að ég væri mun neðar, sem var alveg rétt því að hún fann mig þá einn tveir og þrír.

Við bókuðum sykursýkisprófið fyrri 5.júlí svo að við mamma þurfum að fara þá inn eldsnemma og tekur það um 3 tíma með öllu veseninu. Bara svo að við séum viss að allt sé í goodí þar sem langaamma (móðuramma mömmu) fékk meðgönguskykursýki.

06.06.2005 17:28

Loksins .....

bangsar.gif

Jæja, það hlaut nú að koma að því, en pabbi fann loksins fyrir mér. Gat ekki látið hann bíða mun lengur þar sem hann er búinn að reyna og reyna. Enda er ég búin/n að vera mjög virk/ur í allan dag. Og hann fann meira að segja fyrir mér að framan svo að ég hef nú greynilega sparkað nokkuð fast til að drífa í gegnum fylgjuna mína.

06.06.2005 10:51

16 vikur eftir ...

bangsar.gif

Ekki amarlegt að geta sagt það, það hljómar alla vegna miklu betru heldur að vera bara koin 16 vikur og eiga 24 eftir ....

Annars er það að frétta af þessum bæ að ég "hitti" langömmu og langaafa í gær í fyrsta skiptið en þau búa á Akureyri. Það tók nú langaafa ekki langan tíma að segja að ég líktist sér auðvitað af sónar myndunum mínum. Við eigum nú eftir að sjá hvort að það rætist eitthvað úr því eða ekki!!! Litla systir hennar mömmu var með þeim líka og var hún og amma ekki alveg sammála um hvort ég væri stelpa eða strákur og við mamma nutum þess bara að hlusta á þær pexa um það.

Í dag ætluðum við mamma svo að vera í fríi svo að hún gæti klárað lokaverkefnið sitt, eins og það biði ekki upp á nógu spennandi dag út af fyrri sig ... en við erum víst komin með hita ofan á þetta allt saman. Mældumst rétt yfir 38°C svo að við munum ekki fara í sundið í dag né í vinnuna á morgun. Erum að vonast nú til að komast á Iron Maiden tónleikana sem við eigum miða á á morgun. En það er víst eins gott að ná sér almennilega fyrir flugið á fimmtudaginn. Ekki viljum við fara lasin í fríi....

05.06.2005 12:54

Til hamingju Elva

bangsar.gif

Ég fór sko í mínu fyrstu veislu í gær, við mamma og pabbi fórum í útskriftarveislu ti hennar Elvu - mömmu hans Úlfs - og var mjög gaman. Og sko ekkert smá góður matur líka. Og var ég alveg sátt/ur við matinn, sem var nokkuð mikið afrek hjá mér í gær þar sem ég var bara ekki sátt/ur við eitt né neitt sem mamma borðaði í gær.

Annars vildi ég bara segja til hamingju Elva, þar sem ég var ekki miklu sparkstuði í gær. Var bara alltof róleg/ur miðað við undanfarna daga.

Skulda þér bara eitt stór knús þegar ég er mætt/ur á staðinn.
Knús og meira knús - Bumbubúinn 

02.06.2005 12:50

Pabbi kominn aftur heim

bangsar.gif

Pabbi er bara alltaf á ferð og flugi þessa dagana, að það liggji við að það taki sig ekki að taka upp úr töskunum hans!! En hann var einmitt sendur til Frankfurt í gærmorgun og það var ekki víst hvort hann kæmi heim í gær aftur eða í dag svo að auðvitað þurfti hann að fara með farangur með sér. En hann komst nú sem betur fer heim í gær með því að fljúga í gegnum Köben. Við mamma ætluðum að vera vakandi þegar hann kæmi en við vorum bara svo ofboðslega þreytt að við vorum steinsofandi þegar hann bæði hringdi í okkur í nótt og svo þegar hann kom heim. Högguðumst ekki, en það var sko gott að sjá hann í morgun. Vonandi þarf hann nú ekki að fara aftur til útlanda alveg strax. Það er nefnilega miklu betra að hafa hann bara heima hjá okkur. Enda held ég nú að hann sé búinn að fá alveg nóg af flugi svona undanfarnar sex vikur eða svo.

Annars er ég nú að fara í mína aðra flugferð í næstu viku, þ.e. eftir 7 daga. Þá ætlum við mamma og pabbi að fljúga til Klemens afa og Heidi ömmu í Danmörku og vera hjá þeim yfir helgina.

  • 1
Flettingar í dag: 323
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 29078
Samtals gestir: 9818
Tölur uppfærðar: 15.1.2025 16:55:03

Eldra efni

Tenglar